HVERJUM Á MAÐUR AÐ GIFTAST????
Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður
sjálfur.
Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því
að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna.
Árni, 10 ára.
Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann ætlar að
giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en
það er orðið of seint.
Halldóra,10 ára.
Á HVAÐA ALDRI ER BEST AÐ GANGA Í HJÓNABAND?
Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila
eilífð
Birna, 10 ára.
Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara að vera
bjáni.
Friðrik, 6 ára.
HVERNIG SÉR MAÐUR HVORT ÓKUNNUGT FÓLK SÉ GIFT?
Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á
sömu krakkana.
Daníel, 8 ára.
HVAÐ EIGA FORELDRAR ÞÍNIR SAMEIGINLEGT?
Bæði vilja ekki eignast fleiri börn
Lára, 8 ára.
HVAÐ GERIR FÓLK Á STEFNUMÓTUM?
Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira að
segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Lísa, 8 ára.
Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er yfirleitt
nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Magnús, 10 ára.
HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ FÆRIR Á STEFNUMÓT SEM ENDAÐI ILLA?
Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég hringja
í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttunum.
Þorvaldur, 9 ára.
HVENÆR ER ÓHÆTT AÐ KYSSA EINHVERN?
Ef hann er ríkur.
Júlía, 7 ára.
Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það er ekki
sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því.
Karl, 7 ára.
Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og
eignast með honum börn. Þannig á maður að gera.
Helgi, 8 ára
HVORT ER BETRA AÐ VERA EINHLEYP(UR) EÐA Í HJÓNABANDI?
Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir
stráka. Það verður einhver að taka til eftir stráka.
Anna, 9 ára.
HVERNIG VÆRI HEIMURINN EF ENGINN GIFTIST?
Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.
Kristján, 8 ára.
HVERNIG Á AÐ VIÐHALDA ÁSTINNI Í HJÓNABANDINU?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt hún líti út
eins og vörubíll.
Ríkharður, 10 ára.
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, janúar 21, 2005
Hjón í sumarfríi fóru í bústað á Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best
að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr
eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja
sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum
og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út
akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur
veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að
gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort
það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn.
"Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar
hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða
eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um
þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún
þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú
hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund".
"Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að
hún geti líka hugsað !!
að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr
eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja
sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum
og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út
akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur
veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að
gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort
það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn.
"Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar
hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða
eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um
þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún
þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú
hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund".
"Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að
hún geti líka hugsað !!
fimmtudagur, janúar 20, 2005
svalt eða kalt?
VEI!
1) farið að verða bjart um 10 leytið
2) borða pizzu í hádeginu
3) fara til útlanda eftir 4 daga
4) góðar sokkabuxur
5) peningar
6) vera búin að fara í ræktina 11 skipi af 20 dögum.
7) súkkulaðirússínur
8) sæti kærastinn
9) dúettar úr cose fan tutte
10) blogga
NEI!
1) farið að dimma aftur um fjögur
2) vera óglatt til tíu um kvöldið
3) fara í inntökupróf eftir 5 daga
4) lykkjuföll
5) mæta í vinnuna
6) þyngjast um 2 kíló
7) prumpufýla
8) 5 ára framhaldsnám erlendis
9) óæfðir dúettar úr cose fan tutte
10) svona leiðinlegir póstar
1) farið að verða bjart um 10 leytið
2) borða pizzu í hádeginu
3) fara til útlanda eftir 4 daga
4) góðar sokkabuxur
5) peningar
6) vera búin að fara í ræktina 11 skipi af 20 dögum.
7) súkkulaðirússínur
8) sæti kærastinn
9) dúettar úr cose fan tutte
10) blogga
NEI!
1) farið að dimma aftur um fjögur
2) vera óglatt til tíu um kvöldið
3) fara í inntökupróf eftir 5 daga
4) lykkjuföll
5) mæta í vinnuna
6) þyngjast um 2 kíló
7) prumpufýla
8) 5 ára framhaldsnám erlendis
9) óæfðir dúettar úr cose fan tutte
10) svona leiðinlegir póstar
ok, ok, I get the point
í gær (og reyndar í fyrradag líka) var ég spurð
Þrisvar sinnum: Ertu jólasveinn? (eða ábendinguna "jólin eru búin")
tvisvar: helduru með Haukum?
einu sinni: Ertu brunaliðsmaður?
einusinni: áttu ekki rauða sokka?
einu sinni: er eitthvað þema í gangi?
þannig að ég hef ákveðið að héðan í frá verð ég ekki í rauðu flíspeysunni minni, ef ég er í rauðu tæ-buxunum mínum. djö getur fólk verið djömpí eitthvað...
Þrisvar sinnum: Ertu jólasveinn? (eða ábendinguna "jólin eru búin")
tvisvar: helduru með Haukum?
einu sinni: Ertu brunaliðsmaður?
einusinni: áttu ekki rauða sokka?
einu sinni: er eitthvað þema í gangi?
þannig að ég hef ákveðið að héðan í frá verð ég ekki í rauðu flíspeysunni minni, ef ég er í rauðu tæ-buxunum mínum. djö getur fólk verið djömpí eitthvað...
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Söfnun
ég er búin að ákveða að byrja að safna Hagkaupsblaðinu.
mér finnst það ágætt mótvægi við söfnun kærastans míns á Viðskiptablaðinu sem núna er að ná hámarki eftir hálfs árs áskrift áðurnefnds.
Hagkaupsblaðið er ákaflega sniðugt blað svona þegar maður spáir aðeins í það. það gefur manni ekki bara upplýsingar um það hvaða föt og hvernig sett saman, eru mest hipp og kúl, heldur segir það manni líka ýmislegt um efnahag þjóðarinnar. t.d. hvað kjöt kostar og niðursoðnar baunir, maður gæti hæglega rekið þróun verðlags á kóka-kóla, svo dæmi sé tekið, þar sem sá drykkur djöfulsins virðist vera á tilboði í hvert einasta skipti sem maður vaknar og fer á fætur. Í hagkaupsblaðinu getur maður líka séð hvaða bækur eru vinsælastar í það og það skiptið, þar sem það er nú yfirleitt bækur frá Hagkaupum sjálfum sem eru í fyrstu sætunum. og gleymum ekki skemmtanagildinu.... tvær til þrjár opnur af karlmannsnærbuxum! auðvitað ekkert á borð við úrvalið í Þessari góðu netverslun, en úrval engu að síður.
svo er líka kvenmannsnærfata opnan æði, en aðallega vegna þess hve gaman er að bera saman "brjálæðislega mikið strekktar" og "venjulega strekktar" myndir af sömu gellunni. sem er yfirleitt með sama brosið. og sömu hárgreiðsluna. og sama innilega blikið í augum.
já ég er alfeg hörð á því að þetta sé málið.
mér finnst það ágætt mótvægi við söfnun kærastans míns á Viðskiptablaðinu sem núna er að ná hámarki eftir hálfs árs áskrift áðurnefnds.
Hagkaupsblaðið er ákaflega sniðugt blað svona þegar maður spáir aðeins í það. það gefur manni ekki bara upplýsingar um það hvaða föt og hvernig sett saman, eru mest hipp og kúl, heldur segir það manni líka ýmislegt um efnahag þjóðarinnar. t.d. hvað kjöt kostar og niðursoðnar baunir, maður gæti hæglega rekið þróun verðlags á kóka-kóla, svo dæmi sé tekið, þar sem sá drykkur djöfulsins virðist vera á tilboði í hvert einasta skipti sem maður vaknar og fer á fætur. Í hagkaupsblaðinu getur maður líka séð hvaða bækur eru vinsælastar í það og það skiptið, þar sem það er nú yfirleitt bækur frá Hagkaupum sjálfum sem eru í fyrstu sætunum. og gleymum ekki skemmtanagildinu.... tvær til þrjár opnur af karlmannsnærbuxum! auðvitað ekkert á borð við úrvalið í Þessari góðu netverslun, en úrval engu að síður.
svo er líka kvenmannsnærfata opnan æði, en aðallega vegna þess hve gaman er að bera saman "brjálæðislega mikið strekktar" og "venjulega strekktar" myndir af sömu gellunni. sem er yfirleitt með sama brosið. og sömu hárgreiðsluna. og sama innilega blikið í augum.
já ég er alfeg hörð á því að þetta sé málið.
sætust
stelpa: hey þú þarna með klútinn! ég er með hendina fasta aftan á hausnum á þér! þú ert búin að vera að draga mig á eftir þér í allt kvöld.
Deggie McCool: shut the fuck up bitch.
eða
Deggie McCool: anskotinn sjálfur ég er búin að líma símann minn fastan við kinnina á mér Enn Eitt Skiptið.
stelpa: það er nú ekkert, ég límdi mig aftan á hausinn á þér fyrr í kvöld og er búin að vera föst hérna síðan.
sunnudagur, janúar 16, 2005
ég heyrði í gær mjög skemmtilegt.... eða allavega soldið áhugavert viðtal við hana Báru okkar Grímsdóttur sem var að gefa út nýjan disk með svona íslenskum þjóðlögum og allskonar. voða stemming. svo var flutt eitt lagið og það var bara voða þjóðlegt og fínt.
útvarpskonan: já þetta ver nú skemmtilegt og í þessu lagi var mjög forvitnileg og fjölbreytt hljóðfæranotkun. getur útskýrt fyrir okkur hvaða hljóðfæri þetta voru og hvernig mismunandi stefnur sameinuðust þarna?
Bára: jah, þetta var nú bara harmónikka...
mér fannst þetta allavega ógeðslega fyndið. og svo kom stuttu seinna:
útvarpskonan: svo ert þú nú búin að vera að kenna TVÍUNDASÖNGINN okkar á þjóðlagamótum, ekki satt?
útvarpskonan: já þetta ver nú skemmtilegt og í þessu lagi var mjög forvitnileg og fjölbreytt hljóðfæranotkun. getur útskýrt fyrir okkur hvaða hljóðfæri þetta voru og hvernig mismunandi stefnur sameinuðust þarna?
Bára: jah, þetta var nú bara harmónikka...
mér fannst þetta allavega ógeðslega fyndið. og svo kom stuttu seinna:
útvarpskonan: svo ert þú nú búin að vera að kenna TVÍUNDASÖNGINN okkar á þjóðlagamótum, ekki satt?
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Skömm í hatt
ég verð nú bara að gjöra svo vel og skammast mín.
var að fatta það að ég hef ekki sett link yfir á STÓR vinkonu mín og sálufélaga, samviskurauðvíns samdrykkjunaut og allra handa yndæli, hana Siggu mína!
skammi skamm tóta litla.
ég vona að heimsókn í byrjun febrúar með rauðvín, ekkimjög dýra osta og sultu, bæti þér þetta upp, elsku hjartans Sigga mín.
afsakið veröld
var að fatta það að ég hef ekki sett link yfir á STÓR vinkonu mín og sálufélaga, samviskurauðvíns samdrykkjunaut og allra handa yndæli, hana Siggu mína!
skammi skamm tóta litla.
ég vona að heimsókn í byrjun febrúar með rauðvín, ekkimjög dýra osta og sultu, bæti þér þetta upp, elsku hjartans Sigga mín.
afsakið veröld
bólur
ég er með RISA stóra bólu á hökunni. hún er svo ógeðslega stór að ég get ekki kinkað kolli svo vel sé. hún er búin að vera þarna í nokkra daga og ekki gera neitt nema stækka og breikka og vera mér og öðrum til ama og leiðinda. sérstaklega mér þó og fólki sem er að bíða eftir því að ég kinki til þeirra kolli.
og ekki nóg með það. haldiði að "litla" krúttið hafi ekki bara boðið vinkonu sinni í heimsókn, svo að núna er ég með TVÆR stórar bókur á hökunni.
hvað næst?! bóla á mitt ennið?!
og ekki nóg með það. haldiði að "litla" krúttið hafi ekki bara boðið vinkonu sinni í heimsókn, svo að núna er ég með TVÆR stórar bókur á hökunni.
hvað næst?! bóla á mitt ennið?!
þriðjudagur, janúar 11, 2005
ég er svo löt að ég gæti gjörsamlega lagst útaf í þessum töluðu orðum og gert ekki neitt. sem er nú samt eiginlega það eina sem ég er búin að gera í vinnunni í dag. he he. nema nottla ég lá ekki. maður verður allavega að þykjast gera eitthvað. en svo verð ég að taka mig á og drulla mér inn í hinn fagra og sarga af lífs og sálar kröftum. sé nú samt ekkert tilganginn... ég á hvort sem er eftir að verða eins og hálfviti í þessu andskotans prufuspili hversu mikið sem ég æfi mig. hrumpf!
svo þurfti ég að eyða 440 krónum í strætó í gær af því að það var uppselt á víkings-tónleikana. sem er nottla geðveikt gaman fyrir hann og svona, en frekar glatað fyrir mig. sérstaklega þar sem ég var með tösku, íþróttadót og víólu á bakinu. OG ég var blaut í fæturna. en svo fór ég bara á kaffibrennsluna með Tinsel og svei mér þá ef ég varð ekki aðeins kátari við það. og líka aðeins reyktari, ef fólk veit hvað ég meina, ef fólk hefur farið nýlega á kaffibrennsluna, ef fólk er ekki alfeg með á því að reykingar séu næs.
ég þoli ekki reykingar. þær fara svo mikið í taugarnar á mér að ég fékk Ógeðslega stóra bólu á hökuna. og hún stækkar bara og stækkar helvítis bólan og ég er búin að vera að hnjaskast svo mikið á henni að ég er komin með marblett á hálsinn.
sem er ekki kúl heldur.
æj ble.
en mamma mín sælust er búin að lofa að kaupa handa okkur pizzu í kvöldmat, svona í skaðabætur fyrir það að hún fór til akureyrar í morgun og verður ekki komin heim fyrr en svona um áttaleytið. eða eitthvað. kannski soldið skrýtin útskýring á pizzu í kvöldmatinn, en mér er D-sama. jónsæti ætlar hvort sem er að fara út að borða með einhverjum tölvunörd vini sínum, sem hann á bara eftir að tala tölvunördamál við sem enginn skilur, örugglega ekki þeir heldur(já mér var boðið með...) þannig að ég fæ ekkert samviskubit.
hvernig er líka hægt að fá samviskubit ef maður er með svona Massa mikla bólu á hökunni?
ég spyr.
svo þurfti ég að eyða 440 krónum í strætó í gær af því að það var uppselt á víkings-tónleikana. sem er nottla geðveikt gaman fyrir hann og svona, en frekar glatað fyrir mig. sérstaklega þar sem ég var með tösku, íþróttadót og víólu á bakinu. OG ég var blaut í fæturna. en svo fór ég bara á kaffibrennsluna með Tinsel og svei mér þá ef ég varð ekki aðeins kátari við það. og líka aðeins reyktari, ef fólk veit hvað ég meina, ef fólk hefur farið nýlega á kaffibrennsluna, ef fólk er ekki alfeg með á því að reykingar séu næs.
ég þoli ekki reykingar. þær fara svo mikið í taugarnar á mér að ég fékk Ógeðslega stóra bólu á hökuna. og hún stækkar bara og stækkar helvítis bólan og ég er búin að vera að hnjaskast svo mikið á henni að ég er komin með marblett á hálsinn.
sem er ekki kúl heldur.
æj ble.
en mamma mín sælust er búin að lofa að kaupa handa okkur pizzu í kvöldmat, svona í skaðabætur fyrir það að hún fór til akureyrar í morgun og verður ekki komin heim fyrr en svona um áttaleytið. eða eitthvað. kannski soldið skrýtin útskýring á pizzu í kvöldmatinn, en mér er D-sama. jónsæti ætlar hvort sem er að fara út að borða með einhverjum tölvunörd vini sínum, sem hann á bara eftir að tala tölvunördamál við sem enginn skilur, örugglega ekki þeir heldur(já mér var boðið með...) þannig að ég fæ ekkert samviskubit.
hvernig er líka hægt að fá samviskubit ef maður er með svona Massa mikla bólu á hökunni?
ég spyr.
þetta er svo ógeðslega kúl að ég var næstum því bara hlupin af stað útí næstu ljósastofu (þar sem Hallveig hressa liggur örugglega núna... ;) til að ná mér í smá brúnku, svo ég geti nú allavega verið soldið svertingjaleg.
hvað í andskotanum er maður að þjarka alltaf á þetta djöfulsins klassíska hljóðfæri og syngja e-r aríur og shitt. þetta er kúlið.
Búmm tsjagga búmm búmm
hvað í andskotanum er maður að þjarka alltaf á þetta djöfulsins klassíska hljóðfæri og syngja e-r aríur og shitt. þetta er kúlið.
Búmm tsjagga búmm búmm
nú veit ég ekki hvort dýrategundin "herdúfur" eru til, en hafiði velt því fyrir ykkur hvað það er líkt orðinu "derhúfur"?
fimmtudagur, janúar 06, 2005
herra og frú danmörk 2005...
... hér kem ég. búið ykkur undir mikinn víóluleik og afburða kunnáttu í tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögu, svo ég minnist nú ekki á hið Magnaða píanóspil sem mun heilla prófshaldara konungslega danska tónlistarskólans uppúr fleiru en bara skónum, he he he.
eða það.
var semsagt að leysa út jólagjöfina frá ástkærri móður minni og mun fljúga á vit góðra pulsna þann 24. janúar með gæðaflugfyrirtækinu icelandic express.
brottför áætluð síðar (1. febrúar). nú er bara að setja bjórinn í kæli... eða ætti ég að segja: nu skal i sette öllen i köleren?
eða það.
var semsagt að leysa út jólagjöfina frá ástkærri móður minni og mun fljúga á vit góðra pulsna þann 24. janúar með gæðaflugfyrirtækinu icelandic express.
brottför áætluð síðar (1. febrúar). nú er bara að setja bjórinn í kæli... eða ætti ég að segja: nu skal i sette öllen i köleren?
muuuu hu hu :(
diskurinn með ógeðslega góða og flotta víóluleikaranum Garth Knox sem ég ætlaði að kaupa á Amazon "is currently unavailable" líka bókin um Boy George.
ég á svo bágt, muuuuu hu hu hu, aumingja ég.
diskurinn með ógeðslega góða og flotta víóluleikaranum Garth Knox sem ég ætlaði að kaupa á Amazon "is currently unavailable" líka bókin um Boy George.
ég á svo bágt, muuuuu hu hu hu, aumingja ég.
í gær...
...var ömurlegur dagur. einn af þessum égvildiaðégværiskjalbakaáhafsbotni dagur, svo ég eyddi nær öllum deginum uppí sófa með flísteppi, ullarteppi og sæng. mamma var samt góð við mig og gaf mér grænmetis-súpu og rúgbrauð, Hildigunnur var líka góð, vakti mig 5 mín eftir að tíminn sem ég var að sofa yfir mig í var byrjaður og gaf mér svo frí. síðan var Þórunn líka ofsalega góð við mig í söngtímanum mínum, þannig að ég þurfti eiginlega ekkert að syngja, sem betur fer, því þá hefði ég farið að væla og það hefði hvorki mér né henni þótt skemmtilegt.
þannig að staðan er: tóta-3, heimurinn-1.
en þar sem heimurinn er miklu stærri en ég (þó ég hafi fitnað um jólin) líður mér ennþá eins og sjávarskriðdýri.
þannig að staðan er: tóta-3, heimurinn-1.
en þar sem heimurinn er miklu stærri en ég (þó ég hafi fitnað um jólin) líður mér ennþá eins og sjávarskriðdýri.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
hó hó og ha?
það held ég nú... bara nýkomin úr ræktinni og get varla hreyft mig af hassperrum og látum. ákvað að Taka Á Því. geri það ekki aftur. held að allar fimmhundruð nýju konurnar sem komu í dag hafi orðið hálf skelkaðar, ég gretti mig svo mikið.
stemmari
stemmari
mánudagur, janúar 03, 2005
gleðilegt nýtt ár
alle sammen og takk fyrir það gamla.
sit hérna við tölvuna niðri í tónlistarskóla vegna þess að ég bara varð að taka mér smá pásu til að gá að einhverju á netinu. og hér er ég mætt, en man bara alls ekki hvða það var sem ég ætlaði að athuga.
sjett.
sona er þegar maður plantar sér í helvítis næst innst á ganginum stofuna númer 18. ef þið skiljið. annars gengur hálf brösunarlega með þetta prufuspil, tókst til að mynda að klemma þumalinn á mér áðan þegar ég var að opna gluggann. það kom blóð og allt, ég var gjörsamlega miður mín. þurfti að fara og kaupa plástur meira að segja :´( en sembetur fer get ég nú samt alfeg spilað, 3-4 MILLImetrar og það hefði verið bæ-bæ orkesternorden. svona getur nú verið hættulegt að opna glugga góðir hálsar. nú langar mig heim að sofa, er svona eiginlega óglatt af þreytu. mjög smart. jónsæti og skemmtilegi ákvað, sér sjálfum óaðvitandi að æfa sig í að líkja eftir frekar stórum utanborðsmótor milli kl. 3 og 7 í nótt. gekk svona líka vel hjá honum blessuðum.
*geisp*
sit hérna við tölvuna niðri í tónlistarskóla vegna þess að ég bara varð að taka mér smá pásu til að gá að einhverju á netinu. og hér er ég mætt, en man bara alls ekki hvða það var sem ég ætlaði að athuga.
sjett.
sona er þegar maður plantar sér í helvítis næst innst á ganginum stofuna númer 18. ef þið skiljið. annars gengur hálf brösunarlega með þetta prufuspil, tókst til að mynda að klemma þumalinn á mér áðan þegar ég var að opna gluggann. það kom blóð og allt, ég var gjörsamlega miður mín. þurfti að fara og kaupa plástur meira að segja :´( en sembetur fer get ég nú samt alfeg spilað, 3-4 MILLImetrar og það hefði verið bæ-bæ orkesternorden. svona getur nú verið hættulegt að opna glugga góðir hálsar. nú langar mig heim að sofa, er svona eiginlega óglatt af þreytu. mjög smart. jónsæti og skemmtilegi ákvað, sér sjálfum óaðvitandi að æfa sig í að líkja eftir frekar stórum utanborðsmótor milli kl. 3 og 7 í nótt. gekk svona líka vel hjá honum blessuðum.
*geisp*
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)