mánudagur, janúar 19, 2004

mánudagur
jæja, mánudagur blánudagur. mér tókst með mikilli snilld að sofa yfir mig og vakna ekki fyrr en kl. 10. einstaklega hentugt þar sem ég á eftir að gera milljón hluti og vikan komandi er svo að segja öll orðin uppbókuð. HVAR, Ó HVAR er hægt að verða sér útum 30 klukkutíma sólarhring?
en jæja, svossem ekkert allt slæmt um daginn að segja, fór í sund og svo að segja kolsvört ljósabekkja kona með ljósar strípur og uþb 3% fitumagn, talaði við mig og fannst ég dugleg að synda svona mikið. hún hefur samt ábyggilega bara verið öfundsjúk, það má á mér sjá hve góðan mat ég hef verið að gúffa í mig síðustu daga. mmmm.... matur.

Engin ummæli: