mánudagur, janúar 19, 2004


Endastöðin - Síðasta æviár Tolstojs

Jay Parini





ég er löngu búin með þessa druslu, þvílík leti í mér að vera ekki búin að afskrifa hana, hér fyrir alþjóð. svona er maður. en síðasta æviár Toljstoljs var svossem allt í læ. svoldið langdregin (sérstakalega þegar maður VISSI að hann myndi hvort sem er drepast í síðasta kaflanum) og oft mjög heimspekileg. sem er kúl, tolstoj var nottla heimspekingur og mjög klár. en ég veit nú ekki hversu mikið af þessari sögu er satt... hvað höfundurinn byggir mikið á alvöru heimildum og svona. í sögunni er nefnilega ekki einn sögumaður, heldur nokkrir og svo koma inná milli bréf frá tolstoj til vina sinna. t.d. er einn sögumaður konan hans, dóttir, læknirinn hans og einhver einkaritari, svo besti vinur hans og einhver gaur sem var allt í heimsókn. þetta er soldið skemmtilegt, en því miður soldið sundurlaust líka.
en ágætis skemmtun fyrir þá sem hafa gaman að heimspeki.
2 drullukökur af 5

Engin ummæli: