gallar tótunnar
það kann að hljóma ankannarlega í eyrum fólks og ég er viss um að einhversstaðar þarna úti mótmæla margir hástöfum (Caps Lock), en það verður bara að segjast að ég, miss Löve af tótutröð, er ekki fullkomin. það hrjáði suma stundum hvað ég get verið Ófeimin og aðra hvað ég er stundum orðhvöss. það sem mér sjálfri finnst þó eiginlega allra verst (svona fyrir utan að vera löt, ljót og leiðinleg), er hvað ég sýni öðru fólki litla virðingu. eða ölluheldur... sýni "SUMU" öðru fólki litila viðringu. (á mannamáli þá hef ég aldrei getað sleikt rassgöt). oftast fatta ég það nú samt ekki fyrr en eftir að ég er búin að móðga einhvern allsvakalega og búin að bola sjálfri mér útúr alla merkilegustu og mest áhrifamestu klíkunum vegna þess að ég gleymdi að... jah... sleikja. svo á ég líka svo ótrúlega erfitt með að koma vel fram við "SUMT" fólk bara vegna þess að það er svo heppið að vera þetta "SUMA" fólk sem allir eiga að koma vel fram við. eins og þegar fyrrverandi kórstjórinn minn skammaði mig fyrir að sýna ekki bæjarstjórninni virðingu, þegar ég + 10 manna hópur fórum með þeim til eistlands. fallega, virðingaverða bæjarstjórnin var blindfull allan tímann og mætti ekki einu sinni á tónleikana okkar af því að hún voru svo þunn! ég sé nú bara enga ástæðu að sýna svoleiðis fólki virðingu, ÞÓTT þau hafi verið einhver andskotans bæjarstjórn. svo er þetta með hæfileika. mér finnst ekkert að fólk sem fæðist með afburða-hæfileika eigi endilega að fá sérstaka meðhöndluna, bara út af hæfileikunum sínum. það gerir mann ekkert að fullkominni manneskju þó maður geti talað 10 tungumál eða steypt 100 kerti á klukkutíma eða hvað það ernú sem fólk gerir. mér finnst að fólk eigi að dæma og vera dæmt eftir því hvernig það breytir.
ég ætlaði nú ekki að nefna nein dæmi, og mjög líklega er ég að bola mér útúr enn einni "sumra" mann klíku, en ég bara SKIL ekki hvernig komið er fram við einn mann, sem (eftir því sem maður hefur heyrt) hefur ekkert verið nema leiðinlegheitin og stælarnir, við allt og alla, allrahelst þó við þá sem næst honum standa, en af því að hann er Snillingur þá kyngja allir öllu sem hann hefur gert eins og volgu vatni, klappa honum og kyssa í tíma og ótíma og bera hann um bæinn eins og nýkrýndan konung veraldar.
ó kei soldið ýkt og frekar mikið drama, en allavega.... mér er mikið undir niðri fyrir. eða hvað það er nú ;)
pís át
Engin ummæli:
Skrifa ummæli