mánudagur, september 01, 2003

Ástin er í a-moll
jeminn eini. nú er ég að hlusta á 2. þáttinn úr píanókonsertinum hans Grieg. oh! þvílíkar gæsabólur sem hlaupa hér um allan skrokk. hvað er eiginlega AÐ? mætti halda að ég hefði verið að fá bréf frá strák í Lettlandi sem spilar betur á horn, heldur en ísland er svart í janúar og ég var þvílíkt hrifin af í fleiri, fleiri mánuði, öllum (sérstaklega mér) til mikillar gremju.

um daginn, gott ef ekki bara í gær, spurði geðgt fallegur strákur mig hvort ég hlakkaði ekki til að nú væri að koma vetur og myrkur. ég svaraði : "jú auðvitað, þá get ég farið að kveikja á kertum, vorkenna mér og vera þunglynd í friði frá þessu helvítis pakki sem er alltaf að troðast upp á mig yfir sumartímann."
en svo fór ég að hugsa (eins og maðurinn í 10-11 auglýsingunni) og fattaði að eiginlega líður manni betur á veturnar, VEGNA þess að maður getur verið í fýlu í friði og þarf ekkert að vera alltaf í góðu skapi. en af hverju ÞARF maður að vera í góðu skapi af því það er gott veður?
af hverju eru íslendingar svona Ógeðslega uppteknir af sambandi veðurs og lundarfari?
það er eins og maður MEGI vera í fýlu inni hjá sér ef það er myrkur. æj bleah. þetta er skrítið blogg.
en ég er alfeg kominn með þetta fyrirsagnakerfi. það rokkar.

Engin ummæli: