miðvikudagur, maí 21, 2003

og svona til að bæta svörtu ofan á grátt (eða hvernig sem þetta nú er) þá var ég að minna sjálfa mig á að það fer að koma SÓLMYRKVI bráðum.
í sumum menningarheimum er litið á sólmyrkva sem fyrirboða heimsendis.
smart.
en ég fann svona líka huggulega síðu (reyndar bara Dr****-flotta) um hvernig þetta allt saman fer fram, hvað gerist og hversvegna. það eru meira að segja hreyfimyndir þannig að fólk eins og ég, sem er algjörlega heiladautt með öllu, fær Nokkuð skýra mynd af óskupunum, og þarf bara alls ekki að hugsa neitt mjög mikið.
þrýstið á þessa fögru bláu línu til að sjá SÓLMYRKVANN (síðasta orðið sagt með matrix-röddinni)

Engin ummæli: