miðvikudagur, maí 21, 2003




HÖFUÐSYNDIRNAR Í HÖFUÐBORGINNI.
Annar kafli



Lúðvík fann sæmilega hreinar hvítar buxur á gólfinu hjá sér og þröngan, hvítan stuttermabol. Eiginlega var þetta alltof lítinn bolur, því að ef hann hreyfði efri hluta líkamans mikið sást glitta í loðna bumbu upp úr buxunum. En Lúðvík hafði nú litlar áhyggjur af því, enda var hann sjálfur myndalegasti maðurinn á svæðinu, að hans eigin áliti. Og þar sem enginn annar var á svæðinu til að benda honum á eitthvað annað, var Lúðvík bara ánægður með sig og þennan bol. Hann fór í leðurjakka (sem var líka of lítill, þótt að hann væri nú samt stærri en bolurinn) og gekk út, og upp á efri hæðina.
"Ert þetta þú, Lútli minn?" Sagði konan á efrihæðinni og kom fram í dyrnar með rósótta svuntu og sleif í hendinni.
"Hættu að kalla mig þetta!"
"Ég held ég megi nú kalla þig það sem ég vil, enda á ég þig! Komdu nú og kysstu mig!" Konan kom aðsvífandi með sleifina og faðmaði hann að sér.
"MAMMA!!! Það kemur deig í jakkann!!"
"Oh, þú ert orðinn svo stór, strákurinn minn!" Hún kleip í kinnina á honum og togaði hana til. "Gútsí-gútsí-gúllí-gúll!"
"Maaaamma! Hættu!! Ég þarf að fara, ég er komin með verkefni."
Konan sleppti kinninni og þurrkaði tár úr öðru auganu á sér.
"Oh, ég er svo stolt af honum Lúðla mínum, orðinn spæjari og ég veit ekki hvað og hvað." Lúðvík dustaði deig af jakkanum og kíkti í spegil hvort að hárið væri ekki ábyggilega í lagi.
"Má ég fá bílinn?"
"Já, en þú verður að fara og kaupa hveiti... ég var að klára það. Svo vantar líka mjólk og egg og ég held að allir banan..." Hljóðið í mömmu Lúðvíks dó smá saman út á meðan og hún labbaði inn í eldhúsið og fór að bogra yfir ísskápnum. Lúðvík notaði tækifærið á meðan til að öskra "BLESS-BLESS" og stökkva út.
Einkaspæjarinn og ofurhetjan Lúðvík byrjaði nú samt á því að skokka léttum skrefum 4 hæðum ofar og banka á hurðina þar. Ósköp venjuleg meðalkona kom í dyrnar. Lúðvík hékk á dyrakarminum og reyndi að segja einhvað, en var of móður. Konan leit á hann ósköp venjulega, snéri sér svo við og kallaði...
"Jón minn! Hann Lúðvík er kominn að hitta þig. Þú kannski bendir honum á að það er búið að gera við lyftuna?" Eftir skamma stund kom ósköp venjulegur drengur, sem var eiginlega venjulegri en mamma sín.
"Hæ Lúðvík, sagði mamma þér að það er búið að gera við lyftuna?" Lúðvík setti upp vandlætissvipinn og þurrkaði svita af enninu.
"Ég þarfnast hjálpar þinnar, minn kæri vinur Jón... ég er komin með verkefni. Og það ekki lítið... MANNSRÁN!"
Jón varð ögn spenntur, en svo örvæntingarfullur.
"Ekki þarf maður eitthvað að klifra? þú veist hvað ég er lofthræddur... "
"auðvitað ekki maður! náðu í myndavélina þína, við þurfum að taka myndir af klæentinum... þannig hefur maður nú böffað margan krimmann... " Jón leit á Lúðvík eins og hann skildi bara alls ekkert hvað hann væri að meina.
"ég skil bara alls ekkert hvað þú ert að meina." sagði hann svo aumingjalega en fór samt og náði í myndavélina.
"farðu nú varlega jón og ekkert klifur! þú manst hvernig fór fyrir pabba þínum!" kallaði venjulega konan á eftir jóni þegar þeir lokuðu á eftir sér.
"bíddu... dó pabbi þinn ekki af því að hann fékk hjartaáfall?" spurði Lúðvík.
"jú. Ímyndaðu þér ef hann hefði nú verið að klifra!" sagði Jón alvarlega og hristi höfuðið.
þeir voru komnir inn í bílinn. þetta var gamall tveggjasæta renault með geymsluskotti og lyktaði allur af steikingarlykt, frá þeim tíma þegar mamma lúðvíks bakaði kleinur og seldi í búðir. allt í einu hljóðaði lúðvík upp yfir sig.
"Ó MÆ GOD!!!" jón hrökk við og leit hræðslulega á vin sinn.
"Hvað er það lúðvík? Hvað gerðist?!"
"Svaraðu mér Lúðvík Lárusson!!! Lúðvík, SVARAÐU MÉR!!"
hvað var það sem olli því að Lúðvík hljóðaði?
mun jón fá svar við spurningunum?
til hvers er myndavélin?
ætli lúðvík muni eftir að kaupa hveitið?
man einhver eftir að gefa fiskunum?
hvað sagði veggurinn við hinn vegginn?
kannski allt þetta og e. t. v. fleira í næsta þætti af…..
HÖFUÐSYNDIRNAR Í HÖFUÐBORGINNI



ef þú ert pervert og vilt endilega lesa um Lúðvík í vitlausri röð, þá er hægt að finna fyrsta kaflann hér...

Engin ummæli: