föstudagur, október 18, 2002

er ekki bara kominn föstudagur enn einu sinni og allt að verða vitlaust eins og venjulega.
ég sem sagt lá heima í gær með hita og hausverk andskotans og gerði ekki neitt nema éta óhollan mat og drekka kók. það er semsagt ekki mjög hollt fyrir fólk að vera í megrun í meira en tvo daga í einu.
en núna er ég líka með massa samviskubit og svo gat ég ekkert æft mig fyrir kvartett æfingu áðan, og spilaði eiginlega bara mjög illa.
en það sem var gaman við kvartett æfinguna áðan, var það að nokkrir krakkar úr leiklistarhópnum LHÍ, komu og horfðu á okkur (og hlustuðu vonandi líka). þar á meðal hann Jói Presley, vinur okkar allra. og hann sagði að þetta hefði verið voða flott hjá honum, þannig að jah..... ég held barasta að þetta sé voða flott hjá okkur. ekki lýgur hann Jói Presley.
:)

Engin ummæli: