þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, júlí 07, 2010
5 vikur
haldiði ekki ég hafi fundið hálft box af piparkökum inní skáp?
jeminn hvað það gladdi mig mikið, þó súkkulaðirúsínur hefðu vitaskuld glatt mig heilmikið meira. það er nú reyndar ekkert gott fyrir mig að vera að borða svona óhollt, held allavega að bjúgurinn/bjúgin/bjúgirin/bjúgrin á fótunum á mér minnki ekkert við það. einhverja hluta vegna finnst mér lappirnar á mér soldið sætar svona feitar, hver þarf hvort sem er að vera með sýnilega ökkla? svo er hægri löppin feitari, þvílíkur karakter!
talandi um smábörn þá vorum við að fá lánaðan ömmustól (hvað er málið með það nafn? var þetta notað á ömmur?) frá vinkonu vinafólks okkar sem við þekkjum ekki. en það var reyndar með hennar samþykki og soldið fyndin saga fylgir, en hún er bara fyrir lifandi eyru (allir að koma í heimsókn ;). Óskar var fljótur að draga þá ályktun að stóllinn væri sérstaklega kominn til að auka úrval svefnstaða fyrir hann og lá þar meðvitundarlaus í alla nótt. ég veit hann var þar í alla nótt af því að ég þurfti að fara þrisvar fram að pissa.
eiga ekkisvona bjúgu að draga í sig vatn? mér finnst þau nú geta dregið í sig eitthvað af þessum milljónhundruðum lítrum sem ég virðist þurfa ða pissa á hverri nóttu. oh well. en það gengur allt vel og þetta er allt að verða pínu spennandi :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Óskar góður! Ertu búin að prófa hina stórkostlegu formúlu teskeið/matskeið af eplaediki og smá hunang út í vatnsglas sirka einu sinni á dag? Á að virka svona líka vel. Ekki þar fyrir að mér þykja þessar tásur afskaplega krúttulegar í þessu ásigkomulagi!
Sjáumst fljótt aftur og étum snúð, heilan!
Berglindýr
HEILAN SNÚÐ ef ekki tvo! hey ég prófa þetta edik/hunang :) svo á ég víst að kaupa einhverja níðþrönga sokka, en mér lýst betur á þitt ráð.
xx
Mæli alls ekki með níðþröngu sokkunum, ég var sett í þannig í flugvél um daginn og hélt að fæturnir ætluðu af við hné. Kannski fer bjúgur ef blóðrásin er stoppuð? Það er vit í því. Oh, nú langar mig í snúð! Aftur! B
níþröngir sokkar eiga víst að gera gott... en ég er sammála með það að ef ég fer í svoleiðis þá finnst mér löppin vera að detta af!... alls ekki kósý!
drekktu bara mikið vatn og láttu jón nudda á þér tærnar á kvöldin!...
svo geturu líka bara sagt krílinu að fara að koma því dagga frænka er SVOOO mikið spennt að hún getur ekki beðið!... þá hlítur bjúgurinn að fara :)
ætla að koma að kyssa þig bráðum..
love love
Dagga
mér finnst taernar á tér snilld! hahahahhaaaaa! Sammála tessu med karakterinn! Fonky ad tessi haegri sé staerri! Ekki er ég med baun í bumbunni minni (alla vega ekki svo ég viti) og lappirnar á mer blésu út einsog blodrur í hitanum um helgina! Ekki svo notalegt fannst mér! Tannig hér med sendast "auwwwvorkennitotuminni" straumar til tín yfir hafid!
Oskar er nottla bara demantur! hahahahaa! Geturdu ýmindad tér svipinn á honum tegar barnid leggst i "ommustólinn" og hann fattar ad tetta er ekkert fyrir hann! Skúlafúlasvipur í nánd! TAKAMYND og senda!
Skrifa ummæli