miðvikudagur, janúar 28, 2009

oh God

er búin að hlusta á sama lagið með Jamie Cullum í hálftíma sem er engum manni bjóðandi. gott lag samt.
kláraði í leiðinni að prenta út myndir sem ég hef verið að ýta á undan mér lengi. það var gott-vont.
aðallega vont.
lagið sló aðeins á.
en ég var víst búin að lofa að skella skyrtum í þvottavélina svo krúttusponsið hann jónsæti kæmist í vinnuna í öðru en stuttermabol.... best að skunda af stað.

næææææs

tjekkið á þessu:

How I Made a 1,474-Megapixel Photo During President Obama’s Inaugural Address

talandi um SKÖLL. td er hægt að súmma inná annað trompet og sjá að hann er að reyna ða bora í nefið með tungunni (tekst ekki) og við hrossastyttuna lengst til hægri (og þá meina ég LENGST, hjá hvíta veggnum) stendur maður í grænum buxum við hliðina á konu sem er með bláan trefil.

talandi um jólastemmingu, eruði að tjekka á snjónum?

mánudagur, janúar 26, 2009

æj

búin að hanga í tölvunni núna í tvo tíma og drekka 3 bolla af kaffi.
sterku.
samt líður mér ekki betur.
það á að banna óléttar konur í sundi.

svo er skanninn minn bilaður, blikkar bara öllum ljósunum á fullu. það er ekki næs.

öll í kortunum

tók mig til (í staðinn fyrir að TAKA TIL, sem þyrfti svo sannarlega að gera) og sótti um fullt af kortum. eða svona... allavega tvö. sem er nú meira en ég sótti um í gær. allt út af þeirri staðreynd að ég er víst orðinn nemi við HÍ. sem er spes.
þannig að ég á rétt á því að komast ÓKEYPIS Í STRÆTÓ, öll þau tvo skipti á ári sem ég nota gulu limmuna og svo stúdentakort. sem er eiginlega bara eyðsla á plasti, fæ samt afslátt hér og þar.
aðallega þar.
þá get ég t.d. VALIÐ um hvort ég vilji fá mér kaffi hjá teogkaffi á 25% starfsmannaafslætti eða 15% HÍ afslætti. yay!
talandi um te og kaffi þá er ég aftur byrjuð að vinna. mán-fim 8-12. víóluleikarar fá sérstakan afslátt án þess að sýna nein kort.

til hamiiiingjuuuu!


PÍNULITLA systir mín hún Dagga á afmæli í dag! yay!
22 ára... fer að ná mér :)

veit það er soldið asnó að setja akkúrat þessa mynd, sérstaklega þar sem ég er í miðjunni og negra-systir okkar er inná líka. en ég er náttúrulega úrhrak og viðurstyggð :)
jæja best að skella nógu mörgum póstum inn svo fólk hætti aðlesa pólítíska pistilinn minn. RÖNG SKOÐUN.
svo það er best að sitja bara á henni og fokkin steinhalda kjafti. það er nefnilega bara málfrelsi fyrir suma og sumar skoðanir á þessu landi.

fimmtudagur, janúar 22, 2009

skítapakk drullið ykkur til svíþjóðar

frá því bankarnir hrundu og mótmælin á Austurvelli (og víðar) byrjuðu hef ég verið á báðum áttum. var aldrei sérstaklega sammála því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér, segja af sér hvert? þetta er bara ákveðinn hópur fólks, skiptir það máli hvar hver situr? eru ekki allir hvort sem er búnir að skíta uppá bak? hver á að setjast inná alþingi? sturla vörubílstjóri og Hörður Torfason? ég hata Davíð Oddsson ekki útaf lífinu, hef aldrei gert og finnst ekkert sérstaklega réttlátt að hann þurfi að segja af sér sem seðlabanki þegar þeir eru þrír (veit einhver hvað hinir tveir heita til dæmis?)
en ég var aldrei neitt sérstaklega á Móti mótmælunum heldur. var jafnvel á tímabili svolítið öfundsjúk að hafa ekki svona sterkar skoðanir. flott hjá fólki að fylgja samfæringu sinni og mótmæla og vera með ræður og lemja potta. jafnvel að henda eggjum og skyri. á mörkunum að rífa niður osló-tréið, slapp þó afþví jólin voru búin.

En eftir að hafa hlustað á hádegisfréttirnar er ég ALGJÖRLEGA Á MÓTI mótmælunum og mótmælendum. þetta er greinilega algjört hyski og ég vil ekki koma NÁLÆGT þessu liði. aldrei. mig langar til að flytja burt af landinu til að börnin mín þurfi ekki að horfa uppá svona viðbjóðslega hegðun og alast upp í svona sjúku samfélagi.
fór fólk í alvörunni með piss og kúk í poka niður í bæ í nótt til að hella á lögguna?!
hvað heldur eiginlega fólk að löggan sé?
hversu mikið þolinmæði er lögreglan búin að sýna þessar 12 vikur sem mótmælin eru búin að vera? er ekki aðalforgangur lögreglunnar búinn að vera að VERNDA mótmælendur? og hvenær byrjaði lögreglan að sprauta piparúða? það var ekki í viku eitt. það var ekki í viku tvö heldur. ef mig misminnir ekki var það þegar skríllinn var að reyna að brjótast inn í Lögreglustöðina á hverfisgötu, rifu hátalara og brutu og eyðilögðu útidyrahurð.
átti að hleypa öllum inn kannski? hefði kannski líka átt að láta sem ekkert væri þegar fólk réðst að Geir H. Haarde? bara vona hann hefði ekki verið barinn til dauða?
ég tek undir með yfirlögreglustjóra og spyr: hverju er fólk að mótmæla þegar það hendir gangstéttarhellum í lögregluþjóna svo amk 4 fóru á bráðamóttökuna? vill það að lögreglan segi af sér? það væri þessari þjóð mátulegt að lögreglan pakkaði bara saman og færi til kanarí í frí. Litháenskar glæpaklíkur myndu ná ráðum hérna á nótæm, nota alþingishúsið sem bruggverksmiðju og ef einhver myndi mótmæla... eitt skot. piparúði hvað?

svo sér maður í fréttunum flissandi ungt fólk í hettupeysum. FLISSANDI! er fólk í alvörunni að mótmæla vegna þess að það á svo bágt útaf ástandinu eða er það bara geðveikt ánægt að geta loksins gert eitthvað sem það heldur ða skipti máli?

ég eiginlega er orðlaus, en líka æf af reiði. ég vissi að íslendingar væru staðfastir og létu ekki vaða yfir sig endalaust, en að við værum ofbeldishneigð og andstyggileg vissi ég ekki. ég vil ekki tilheyra þessari þjóð eins og hún kemur fram.


Nafnbirtingar lögreglumanna
Sex komu á slysadeild eftir átökin

sunnudagur, janúar 18, 2009

Mjér langar í svooooonaaa!
urgh af hverju er ekki dollarinn lægri, ísland nær ameríku og ég geðveikt rík?
og WHY OH WHY eru 11 mánuðir í afmælið mitt?! grát grát

Flottasta peysan

föstudagur, janúar 16, 2009

urgh


skúli fúli þurfti að rekja byrjunina af sjalinu upp AFTUR! hann er alfeg glataður prjónamaður.
usss fuss

miðvikudagur, janúar 14, 2009

komin tími á smá blogg. komin tími til að fara úr náttbuxunum líka, en það er annað mál. er reyndar búin að vera hörkudugleg í morgun, hlustaði á "huggulegan" fyrirlestur um skráningaraðferðum í sambandi við hegðunarvandamál barna. jeminn. hvað í óskupunum er ég komin í? jæja jæja, allt nám bætir og það er aldrei að vita nema þetta eigi eftir að nýtast mér. kannski næ ég, eftir allt saman, að fá jónsæta til að setja notaðar nærbuxur annarsstaðar en á gólfið og óhreint leirtau OFANÍ vaskinn, ekki á VASKBRÚNINA (hvað ER málið með það?!?!!?) svo hringdi ég í ömmu mína. hún er sæt og best.

en þá að hannyrðum af því það er svo vinsælt :)
er búin að vera að byrja á sjali núna í þrjá daga. er búin að rekja upp og byrja að nýju of mörgum sinnum til að geta talið það (hefði ég bara verið með góða skráningaraðferð!), en þrjóskan, úbs ég meina staðfestan (þrjóska er neikvætt orð og fær nemdendur til að efast um eigið ágæti, fá í kjölfarið óbeit á námi og öllum skólastofnunum) hafði betur og er ég núna komin með 19 umferðir. yay! eiginlega búin með "grille1" sem frönskumælandinn BerglindÝr ætti nú að vita allt um hvða þýðir.

þriðjudagur, janúar 13, 2009

æj æj

er ekki kominn tími á breytt útlit? fíliði þetta? ég er á báðum áttum... sakna þessa gamla soldið.

mánudagur, janúar 05, 2009

gleðilegt nýtt ár!

2009.
eitt ár eftir hjá mér.
nei djók, ein voða svartsýn. annars er ég komin algjörlega á bólakaf í eitthvað handavinnukreisíness. prjónaði (ekki alltaf) í góðum fílíng 13 pör af vettlingum fyrir jólin til að gefa í jólagjafir og heklaði stóran dúk. stóran.
eftir þetta allt hef ég svo bara ekki getað hægt. næstum eins og pringles. svo er netið nú ekki að draga úr þessu hjá manni, er búin að vera að gúgla hægri vinstri og skoða síður hjá fólki, ókei konum, sem eru alltaf að prjóna og svona. virðast bara blogga til aðsegja frá hvað og hvernig þær eru að prjóna. mér finnst það næs.
og svona til að herma þá ákvað ég að pósta mynd af nýjasta dúknum og grifflum sem ég gerði.

dúkurinn er helkaður úr minni meira en ástkærri "Bestemors hækelopskrifter" úr einhverju rándýru heklugarni (held að dokkan hafi kostað 800 kall :p en ég notaði nú bara svona 1/3), en grifflurnar eru bara úr júróprís garni (sem brakar í þegar það blotnar) og gerðar uppúr mér. og eins og sést þá var ekki til alfeg nógu mikill blár. en getur maður ekki bara sagt að þetta sé hönnun? held það.

annars allt gott af Hjarðarhaganum, geðheilsan öll að koma til. sumir halda, en ég VEIT að 2009 verður frábært ár :)