við letilufsurnar tókum okkur til og löbbuðum niður í bæ í dag. þó ALLS EKKI til að mæta á mótmælin, enda erum við fullkomnlega á móti mótmælunum. hvað er annars málið með að kenna Davíð Oddssyni um allt illt sem gerist í veröldinni? þessar ofsóknir á manninn eru orðnar svakalegar, maður þorir varla orðið að skoða moggabloggin lengur. ég fæ allavega orðið illt í magann af því.
en ég ætlaði nú ekki að vera með eitthvað pólítískt ávarp, enda afar fjarri áhugakúrvunni.
við jónsæti s.s. löbbuðum niður á Borgarbókasafn til að ég gæti fengið mér bókasafnskort. hef verið haldin fáránlegri bókakaupsáráttu sem lýsir sér helst í því að mér fannst ég verða ða kaupa þær bækur sem ég las. kenni ódýru bókaverði í Englandi algjörlega um þetta, en þar sem kiljur eru á minnst 1500 kall hér á landi og 3/4 af þeim leiðinlegar, varð bókasafnskort kærkomin tillaga mín til míns. ó je.
þar sem éger að skrá nafn mitt, heimilsfang og póstnúmer (Andrés Önd, Andabæjargötu 13, 1313) rekur jónsæti augun í svo kallað Artótek sem er staðsett þarna við afgreiðsluna á neðstu hæð.
Þar er hægt að fá leigð málverk á mjög sanngjörnu verði, og ef maður svo ákveður að kaupa slettuna, gengur það leiguverð sem maður hefur borgað beint upp í söluverðið. frekar næs.
svo við gjöruðum okkur svo vel og tókum 3 málverk á leigu. þau eru öll geggjuð, stefnum algjörlega á að eignast þau með tímanum.
svo að þegar flest fólk hamstrar haframjöl og pasta, finnst slátur allt í einu orðið herramannsmatur og segir upp áskriftinni af séð og heyrt, fara hjarðarhagshjónin og fá sér málverk.
mér finnst við kúl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli