sunnudagur, febrúar 04, 2007

drrraasl

netið hjá mér er í ruglinu, dettur inn og út og er hroðalega leiðinlegt :( svo er ég að drepast úr leti. nenni ekki á fætur, nenni ekki að klæða mig, nenni ekki að fá mér morgunmat o.s.frv. kannski gott að taka fram í framhaldi að ég er að fara í tæknipróf á föstudaginn. svona eiginlega 2. stæðsta próf ársins. er svossem alfeg á góðu róli, búin að vera dugleg framan af. en núna vil ég bara sofasofa sofa.
ansans bansans.
hey já í gær fór ég úti búð að kaupa dót með miklum sykri í svo ég myndi kannski ekki sofna með víóluna á öxlinni og Mark sem ég bý með bað mig að kaupa fyrir sig banana. ekki málið ég keypti banana en þegar ég kom heim var hann kominn inní herbergið sitt. þannig að ég skildi bananana eftir í eldhúsinu en skrifaði á þá "Mark´s Bananas".
mér finnst þetta ennþá fyndið.
honum fannst þetta líak mjög fyndið. en ekki jafn fyndið og mér, enda tiltölulega eðlilegur ungur maður.
kvartettinn minn spilaði á tónleikum í St. Martins kirkjunni Birmingham, rétt hjá the Bullring. það gekk bara mjög vel þó við hefðum VEL mátt æfa MIKIÐ meira.
þetta er bara soldið mikið steik.... 2. fiðlan okkar hefur aldrei tíma til að æfa og er óþolandi (týnir nótum, á erfitt með að einbeita sér(ég er viss um að hún sé ofvirk og/eða með athyglsibrest)er alltaf þreytt) en hún er samt nokkuð góð. sellóleikarinn er yndisleg og talar stanslaust en það er bara sætt af því að hún er svo mikil dúlla og svo er 1. fiðlan geðveikt áhugasamur. vill helst æfa 2svar á dag og svoaðsegja lifir fyrir kvartett æfingar. hann er bara svo lélegur! eða svona... ekkert eitthvað vandræðalega lélegur, hefur bara greinilega aldrei verið með almennilegan kennara sem hefur tekið á því að krakkinn spilar eins og gömul eldhústuska. sumir kennarar taka bara ekki ábyrgð á neinu og finnst það ekki vera þeirra að bæta tæknina hjá fólki. en hvernig er hægt að vera frambærilegur hljóðfæraleikari ef það er EITTHVAÐ í tækninni manns sem ekki virkar? ætlaru segja "nei því miður get ég ekki spilað Walton konsertinn með Berlinar fílharmóníunni... ég er nefnilega með svo hræðilega tækni í að spila sexundir"?
hélt ekki. en það sem er eiginlega verst við greyið 1stu fiðluna er að hann tekur allri gagnrýni svo illa. ég er alltaf að reyna ða fá hann til að spila almennilegan tón, sem er reyndar hans versta hlið svo kannski ætti ég að hætta... en hann fer bara í geðveika vörn og ble.
hvernig er hægt að vinna með svona fólki?
æj hvða ég Sakna Tuma. það var kvartett sem kunni að æfa. held... nei, ég VEIT að í gegnum allt námið mitt heima á Íslandi (að öllum viðkomandi nokkurnvegin ólöstuðum)lærði ég mest af því að vinna með stelpunum mínum í Tuma. og það var nú eiginlega bara við sem gerðum allt... fórum í rosalega fáa tíma og fengum sjaldan tilsögn.
aaaallavega. ef einhver er til í að gerast karríer-leigumorðingi á einn lögfræðing og stærðfræðing þá skal ég byrja að safna. djók! :)
æj jæja, nú er ég búin að vera á fótum í næstum tvo tíma, kominn tími á að leggja sig...
já eða drulla sér af stað og æfa:

*alla skala, dúr og moll, arpeggíur og krómatík
*d, es og f dúr og moll í 3undum, 6undum og 8undum.
*c dúr flaututóna, 2 áttundir
*Rode drulluskítaógeðsæfingu nr. 4
*2 hljómsveitarparta (prokofiev og tsjæ 6)

vá þegar maður er búin að skrifa þetta niður lítur þetta út fyrir að vera EKKI NEITT.

leggja.
mig.

Engin ummæli: