föstudagur, september 29, 2006

tóta tölvukall

dojo jojo joooon!
eða eitthvað. mér finnst ég bara verða að mega monta mig, en prentarinn/skannarinn sem darling David seldi mér í júní, vildi áðan bara prenta út (svo ég prentaði út blað sem á stóð "prump" ég=fyndin) en ekki skanna.
ég bölvaði mikið, fór á klósettið og fékk mér te. rístartaði svona þrisvar og fór í svo útí dramatískar aðgerðir eins og að spurja hina yndælu iðunni um hjálp sem ég og fékk. reyndar virkaði skanninn ekki eftir hina góðfúslega veittu hjálp og var honum því blótað enn meir. en ég, tóta tölvukall, gekk skrefinu lengra og fann hvað var að og lagaði það!
húrra fyrir mér.
ekki spurja mig samt hvað það var sem ég gerði, því ég veit það ekki. :)
en það sem ég vildi endilega, ENDILEGA skanna svona klukkan hálf eitt á föstudagskvöldi var þessi mynd hér:



bara svona sanna fyrir mér og öðrum að ég nota hendurnar ekki bara í að spila á þessa víólu, klóra mér í eyranu og búa mér til ógeðslega vondar samlokur í kvöldmat :)

fimmtudagur, september 28, 2006

ámm

ég bjó mér til grjónagraut með rússínum í kvöldmatog tróð í mig ristuðu brauði með osti með því. nammi namm.
einhverra hluta vegna stend ég á þvílíku blístri að ég get eiginlega ekki hreyft mig og finnst ég alfeg vera að sofna vakandi.
enda væri nú soldið að sofna ef maður væri sofandi, ekki satt?
allavega.
HJÓLIÐ MITT KOM Í MORGUN!!!
og það er ógeðslega flott og gott og sniðugt og skemmtilegt. ég var svo ánægð að ég var farin að minna mig sjálfa á tístudúkku. frekar púkó svona þegar maður er orðinn þokkalega gamall og virðulegur og hættur öllum svona skrípaleik. en ég fór s.s. í kjölfarið niður í bæ og keypti lás, ljós og körfu :) skildi hjólið eftir í stofunni, ohoh (var nú með smá bömmsa yfir því). en svo fór alfeg klukkutími í að skrúfa alla þessa aukahluti á, enú er fákurinn tilbúinn til reiðar.
svo fór ég í smá hjólatúr út í Co-op og keypti mjólk og rússínur. alfeg með körfuna og allt. vá ég er orðin svo pró-hjólagella. :) var samt alfeg með í maganum inní búðinni því að ég var viss um að einhver myndi stela hjólinu mínu þó það væri læst.... það var nefnilega myrkur.
:p
maður er ekki normal í þessu.
en svona getur nú verið gaman í Birm þó mðaur sé fjölskyldu, vina og kærastalaus :)

þriðjudagur, september 26, 2006

bömms

ég var að reyna að æfa mig en finnst ég geðveikt léleg svo ég hætti. svo kom Vicky og spurði hvort hún mætti endurraða í skápana sem ég var í 3 tíma í gær og einhverra hluta vegna fer það geðveikt í taugarnar á mér :p
soldið púkó, en svona er maður bara. stundum fara hlutir í mann án þess kannski að það sé mikil (eða nokkur) ástæða fyrir því. annars var ég mjög hugrökk áðan og handsamaði (með glasi og blaði) riiiisa stóra kónguló.
núna ætla ég útí búð og kaupa brauð og eitthvað að éta. og setja það svo í skápinn MINN, ekki skápana OKKAR :@

en hér fylgir svo mynd af (núna) frjálsu kóngulónni...


mánudagur, september 25, 2006

ó mæ god!


haldiði ekki bara að ég hafi verið að kaupa mér hjól.
online!
frá ARGOS!
og þeir ætla að senda það heim til mín!

ómæ þetta á eftir að enda í einhverju geðvonsku kastinu :) hef ekki mjög góða reynslu af svona senda heim fyrirtækjum hér í Bretlandi.
en þetta er samt ógeðslega flott hjól... sko alfeg þokkalega Ladies Comfort Front Suspension Cycle, ég get bara varla beðið :D

þeir sem þurfa að segja eitthvað ljótt um hluti keypta úr katalógum geta bara gjört sér svo vel og loggað sig inná www.kuktuathig.com, en þeir sem vilja koma í hjólatúr með mér eftir (vonandi, krossleggið fingur plís, jafvel tær) minna en 10 daga, eru meira en lítið velkomnir.

húrra húú!
ykkar einlæga,
hjóla-tóta

vídjó af fuglum

sem voru mjög frekir. við fórum sko í smá göngu, ég, David og Haniyyah. gáfum fuglunum rits kex og vorum næstum týnd :)

e: the video of the bitchy birds in the park :)

:(

búin að reyna að ná sambandi við þrjár manneskjur á msn en enginn svarar mér.
annað hvort er msn bilað eða ég mikið óvinsælli en ég gerði mér grein fyrir.
neinei þarna svarar ein :) núna önnur...
fyrsti skóladagurinn var í dag, fór í tíma af "baroque counterpoint" sem er mjög athyglisvert í ljósi þess að ég kann ekki kontrapunkt og hef lítinn sem engann áhuga á barrokk músík. en þetta var nú samt bara ok. svo hékk ég í miðbænum, æfði mig og drakk kaffi til hálf fjögur þegar ég hélt ég ætti að mæta í "professional development" en það var nú ekki aldeilis, kennarinn var svo huggulegur að hengja bara miða á hurðina með þeim skilaboðum að þessi tími yrði ekki kenndur fyrr en í næstu viku.
smart að setja það ekki á eina af þessum milljón töflum um allan skóla.
en svo hundskaðist ég heim og þreif eldhúsið. ef þið haldið að það sé að vaska upp, þurrka og setja uppí skáp þá er ykkur mikið að skjátlast. ég nefnilega tók alla skápa og þreif þá svo hægt væri að borða af þeim (ef maður er týpa sem fýlar sápubragð) og raðaði í þá.
ég er dugleg.
svo fór ég í geðvonskukast út af því að internetið virkaði ekki og lét það bitna á tvemur þjóðverjum sem ætla að sofa á gólfinu hjá okkur. en þeim var nú bara nær að vera svona helvíti hrokafullir og leiðinlegir.
svo var náttúrulega bara einhver snúra ekki tengd og svo var slökkt á einhverju. úff. mér fannst nú samt óþarfi af þeim að vera að segja mér hvernig ég ætti að setja upp ráderinn og passa eitthvað passport og ble. ég veit ekki einu sinni hvað ráter er!!! :@ apar.
en allavega... það er svossem ekki hægt að gera ráðfyrir að allir séu jafn sætir og skemmtilegir og svafa og sif sem báðar eru aðtala við mig á msn :D
en ég tók nokkrar myndir af kraftaverkinu í eldhúsinu og þær fara bráðum að koma inná flickr.
stay tuned!

laugardagur, september 23, 2006

komin aftur til Birmingham

já það held ég nú. búin að koma mér þokkalega vel fyrir í FJÓLUBLÁA herberginu. sem væri nú ekkert jafn hræðilega FJÓLUBLÁTT ef ekki væri fyrir þessa ógeðslegu pastel grænu lista meðfram öllu. svo maður tali nú ekki um hurðarnar og horror of-bleiku gardínurnar.
úff.
en gardínurnar fengu að fjúka og svo er bara að hengja sem mest á veggina, óska hér með eftir póstkortum, plakötum og fallegum teiknuðum myndum (ekki endilega eftir börn) til að bjarga sjóninni minni í vetur.
jess
annars er ég hálf sorgmædd, mamman mín besta var nefnilega að fara aftur heim til Íslands, búin að vera með mér í nokkra daga, fór með mér í IKEA (sem var nú heldur betur ferðalag... getur verið ég fari útí díteila á því seinna ;) og í leikhús og út að borða. svo þurfti hún líka greyið að versla sér föt.
það var næstum því fljótgert í HM. nema hvað.
ég ætti nú kannski að fara að róa mig í þessu svía-hatri mínu, ég geri ekki annað en að versla við sænsk fyrirtæki.
oh well.
en hann David óþolandi paranoju sjúklingur og dæet kók þambari verður mér til halds og trausts fram á mánudag, en þá þarf ég líklega að fara að byrja að vera vingjarnleg við annað fólk og eignast nýja vini. :(
djók, það er stuð líka. var t.d. að eignast húsfélaga í fyrradag. heitir Kristine og er frá Þýskalandi, lærir lögfræði og er mjög indæl. ljóshærð með stór blá augu og fyllti baðherbergið af snyrtivörum (það litla pláss sem var eftir þegar að David var búin að skella sínu dóti) þannig að þetta fer nú alfeg að verða eins og hús bráðum.
jámm.
fjórði fasti íbúi hússins, einhver kvenmaður sem heitir Vicky (kannski pollard?) hefur enn ekki sést og er það nokkuð spennandi að vita hvort hún sé í alvörunni til, því við erum búin að heyra helling um hana, tala við hana í síma (auðvelt að feika það) og ganga frá póstinum hennar hátt á fjórða mánuð en aldrei barið hana augum.
húrra fyrir því.
allavega, nú held ég að ég fari inná skólavefinn og skrái mig í þessi aukafög sem ég verð víst að taka til að ná árinu og svo er það morgun-lúrinn. það er náttúrulega snarfáránlegt að senda fólk í lest um sjöleytið svo það nái flugvélinni sinni.

until later (eins og hér er sagt)

yours tootie

miðvikudagur, september 13, 2006

hélt það myndi vera meira.... :/

You Are 58% Evil

You are evil, but you haven't yet mastered the dark side.
Fear not though - you are on your way to world domination.

rugluð kelling

já þau undur og stórmerki gerðust að við vellystingaparið fórum á fætur í morgun, ekki bara fyrir hádegi heldur vorum við komin útúrhúsi kl. 8.30!
það er ótrúlegt í meira lagi. en ég tók þá eftir (eða svo gott sem miðað við ástand meðvitundar minnar) að það er orðið ógeðslega kalt og einhvernvegin svona lykt eins og var alltaf þegar maður var á leiðina í skólann.
jessör.
en ég var nú bara að fara í vinnuna... held meira að segja að þetta verð minn síðasti dagur hér að þessu sinni, svo ótrúlega mikið af fólki sem ég er búin að lofa að hitta áður en ég hverf af skerinu að mér veitir ekki af tímanum. svo er líka leiðinlegt að vinna... ;)
eníveis pípól, hringið í mig og pantið tíma NÚNA.

rock

þriðjudagur, september 05, 2006

líf mitt....

ER bara sjö?! hvaða djöfulsins della. og hvað er málið með love? :@

This Is My Life, Rated
Life:
7
Mind:
7.3
Body:
6.5
Spirit:
8.3
Friends/Family:
5.3
Love:
2
Finance:
8.1
Take the Rate My Life Quiz

Til hamingju með afmælið


Freddie Mercury hefði orðið 60 ára í dag.
veit ekki með ykkur en ég ætla að hafa Queen á repeat í allan dag og ganga um með kolsvart yfirvaraskegg.

the Legend lives.

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

google

fyrir áhugasama er sniðugt að slá inn fuglinn "solitaria" í myndasíðu google. það er nefnilega ýmislegt fleira sem opinberast.... :)
ég er nú aðallega að skrifa eitthvað til að losna við þessa ógeðslegu mynd út af blogginu mínu. frekar ljót. eða svona. ég er mjög pirruð samt og svo hef ég áhyggjur af því að ég hef ekki æft mig í viku. sem er frekar hallærislegt.
fer að taka mig á. eða eitthvað.

annars bara tryllt stuð og allt að verða vitlaust

föstudagur, september 01, 2006

Going out with my homies!!!

er að fara út með hinum fimm fræknu, samt engar frænkur sko... snilldsnilldsnilld. ef þið sjáið rauðan bæ í kvöld.... þá vorum það við! :D





bjór...bjór....bjór....bjór....bjór