miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Eyrnaslapi


í þessari viku hef ég vaknað á morgnana með mjög skrítinn verk í eyrunum. eða öllu heldur Á eyrunum. og alltaf er það verkur í því eyra sem ég ligg á. það er aumt og asnalegt allan daginn, eyrað þeas, og svo er það rautt allavega til hádegis.
nú spyr ég mig sjálfa: ertu geimvera?
hvernig í óskupunum get ég skyndilega fengið leguverk í eyrun?
ætli ég sé farin að sofa svona FAST að eyrun hreinlega ráða ekki við álagið?
eða ætli ég hafi þyngst svona mikið síðustu vikurnar og allt auka-álegg, spik og fitusöfnun hafi lags á höfuðið svo núna ráða eyrun ekki lengur við að halda hausnum uppi heila nótt?
nú skal tekið fram að ég NOTA kodda og hann er ekki fylltur með múrsteinsfyllingu eða frosnum kjúklingabitum (eins og í einum ónefndum gististað í Rúmeníu).
ætli ég krumpi eyrun á mér óviljandi í svefni og skelli svo hausnum oná þannig að vesalings heyrnarhlustirnar haldist beyglaðar alla nóttina?
hverskonar eiginlega framkoma er þetta við tvö saklaus eyru sem hafa þurft að hanga sitthvoru megin við fésið á mér alla ævi?
ég biðst innilegrar afsökunar.
samt get ég engan vegin fundið út af hverju þetta gerist.
held ég fari í mikilli alvöru að hugsa útí það að sofa með húfu eða heyrnarhlífar.

Engin ummæli: