ég var að finna uppá leik sem er mjög leiðinlegur, en þegar maður stendur við þartilgerða ljósritunarvél og er að ljósrita ógeðslega þunga bók sem er 400 síður og maður er rétt svo komin á bls. 35 eða eitthvað þá er hann alfeg sniðugur. svona smá allavega. en leikurinn er þannig að maður hugsar eitthvað orð og svo ljósritar maður 10 bls og hugsar þá annað orð. svo reynir maður að tengja þau saman.
sviti -> gíraffi
ég var í ræktinni áðan og svitnaði geðveikt mikið, Mamma mín elskuleg skrópaði hinsvegar í tímann og var ég mjög leið yfir því. það minnti mig hinsvegar á það að í gær gerðist ég mamma. þeas, hún Hulda lét mig skrifa undir eitthvað svona plagg, sem gerir það að verkum að ég borga fólki pening fyrir að bjarga litlum börnum. sem minnir mig á bókina sem ég er að lesa um hana Mme Ramotswe (eða hvað hún nú heitir) sem var einmitt í síðasta kafla að taka að sér tvö munaðarlaus börn. og sú bók heitir einmitt "tár gíraffans". svona er auðvelt, börnin mín, að tengja saman þessi tvö ólíku orð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli