...með sly stallone og henni þarna gellu er að byrja á skjá einum. sharon stone heitir hún víst blessunin. brjáluð stemming svo ég segi ekki meir. ég bjó til svona rjómaosts/salsasósu ídýfu með dorrit snakkinu og erum við heimilisfólk ásamt gesti búin að freta svo mikið að það er open-flame bann í íbúðinni. en gesturinn fyrrnefndi lætur ekki búkhljóð úr einum enda nægja. ási litli bróðir er í "pössun" og hrýtur uppí sófa. ljái honum svosem ekki, við tókum nefnilega King Arthur á dvd. djöfull er það hræðilega leiðileg, langdregin og asnaleg mynd. til dæmi... af hverju í óskupunum er þessi gella endilega orðin helblá í síðasta bardaga-atriðinu? og þarf hún endilega að vera í bikiníi? er ekki sniðugara að fara í sverða- og axabardaga í einhverju Aðeins skjólbetra? og blóð er EKKI ljósbleikt á litinn og skvettist uppí loftið eins og sólberjasafi.
svo vil ég enn og aftur lýsa yfir óbeit minni á notkun permanetts í bíómyndum. þetta var mig lifandi að drepa í lord of the rings þar sem varla sást fleiri en 4 hár saman án þess að það væri búið að krulla þau og hér er sama dæmi í gangi. má fólk ekki bara vera með slétt hár í friði þó það sé úti að hlaupa öskrandi með skít og blóðslettur framan í sér?
svo er égsvo illa lesin að ég vissi ekkert um hvað þetta var, finnst alltaf eins og Lanselot sé nafn á sjampói eða body lósjóni og svo blanda ég yfirleitt skyttunum þremur (eða hvað þær voru nú margar) saman við riddara hringborðsins.
en talandi um skyttur, þá þarf ég að fara að einbeita mér að specialist... sly stallone er gjörsamlega ALFEG að meika það í þessari mynd, sí-sveittur með sólgleraugu í hvítum strigaskóm og gallabuxum. lemur og drepur ALLA vondu kallana án þess að breyta um svip, enda er hann víst með einhvern sjaldgæfan lömunarsjúkdóm í andlitinu (hafiði séð hann brosa?) svo það gæti reynst þrautinni þyngri. en er samt með svo meirt hjarta að hann tók að sér lítinn útigangs kisa.
liggur við að maður tárist.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli