jæja.... gusast alfeg inn nýjir linkar á bloggara. ég sem hélt að það væri alfeg "ÚTI" að blogga. en það er víst ekki. en ég hef nú líka svossem aldrei verið neitt rosalega "FLJÓT" að hugsa, hvað þá framkvæma eða "FATTA" hluti, svo þetta eru örugglega gamlir bloggarar allt upptil hópa. en talandi um það þá fékk ég mér köku áðan af því að ein gella sem er að vinna hérna átti afmæli. kööööööökur eru góðar.
en nýji linkurinn er yfir á gelluna Elfu Dröfn sem er eins og stendur (eða situr, liggur, hleypur) að au-pair-ast úti í köben. kom einmitt með okkur Svöfu í óperuferðina sem ég er búin að monta mig svo mikið yfir.
jammsý.
svo endurnýjaði ég líka linkinn hans Huga, sambýlismann Berglindar... en hann þurfti greinilega smá endurbætur. linkurinn þeas.... hugi er nokkuð góður á því bara. alla vega síðast þegar ég vissi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli