mánudagur, júlí 19, 2004

Rottu-Hundar
sumir hundar líta út eins og Rottur.  langflestir lykta eins og rottur og yfirleitt haga hundar sér eins og rottur.  í gær var ég þó þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá hund sem var NÁKVÆMLEGA eins og rotta.
sagan er svona....  ég fór í apótekið (blogga um það síðar, heldur en ekki saga að segja frá því) og parkeraði fagra bílnum hans jónsæta við hliðina á megamax-quality bónaða Stóra, Flotta, Dýra jepplingnum(svona "lady" jeppi með ljósbrúnum leðursætum og innbyggðum rósailmgjafa)sem stóð á planinu í fullum gangi.  nema hvað.  maður hefur svona bíla í lausagangi allan sólarhringinn, það er svo yndislegt að heyra í þeim malið.  allavega.. ég stíg út úr bílnum, gjörsamlega grandalaus, og lít við.  Horfir þá tóta litla beint framan í rottu.  rauða, loðna og AFAR ljóta rottu.  ekki að rottur séu yfirleitt fagrar. svo blikkar helvítið augunum og rekur útúr sér tunguna. kjölturakkinn íkarus eða parsifal eða ódónis eða hvað það er nú sem fólk skírir svona örvaxna hunda stóð þarna í rólegheitunum meðan fína daman sem átti bílinn var í apótekinu. án efa að kaupa laxerolíu eða annað hægðarlosandi, svona snobb-pakk er svo uppfullt af skít.  ég ranghvoldi í mér augunum og strunsaði inní apótekið á meðan litla holræsispaddan hélt áfram að reyna að vera krúttleg í bílnum og fór svo allt í einu að hugsa (þ.e.a.s. ÉG fór að hugsa, ekki dýrið) hvers vegna eru fínar, ríkar konur (ok, ég er með fordóma) svona hrifnar af því að eiga gæludýr sem líkjast einna skítugasta dýri jarðarinnar?  dýri sem er veraldlegt sameiningartákn fyrir farsóttir og holræsi?  dýri sem líður sem best í úrgangi og étur... jah.... úrgang?
éger með þrjár tillögur (beat that!), en athugið að þetta á bara við um svakafínar snobbkonur á dýrum bílum sem búa í húsum þar sem öll herbergin eru hvert í sínum í stíl, auðvitað veit ég að venjulegt fólk á líka svona hunda... það bara ekki jafn krassandi.  :p
 
1) það að vera með rottu (eða e-ð sem líkist því) skapar ákveðið mótvægi við dýrtogfínt útlit viðkomandi
 
2) það að vera með rottu (eða e-ð sem líkist því) sem þó lítur sæmilega vel út og er í góðu viðhaldi, nýþvegið og blásið, lætur áhorfendur halda að eigandi dýrsins sé svo hreinlátur og fínn, að jafnvel Rottur (eða e. s. l. þ.) virðast nokkurnvegin hreinar.
 
3) þessi dýr eru "ideal" stærð í góða hanska
 
en nú held ég að það sé kominn tími á kaffibolla.  Bara VARÐ að létta þessu af mér, gat varla fest svefn í nótt útaf þessu.
je.


Engin ummæli: