í gær fór ég með elsku uppáhalds systur minni í bíó, hún var það þokklaega yndislega að bjóða mér og nokkrum "Vinum" sínum í bíó, vegna þess að pabbi fékk enhverja milljón frímiða. við sæta fórum á myndina "I, Robot", seinna mun ég tala um hina.
og myndin er góð... mjöööög góð. það góð að maður fær að sjá í beran rassinn á Will Smith, hann brosir hvorki né hlær í myndinni, dansar ekki og syngur/rappar Engin lög. sem er mjög gott.
þetta er svona framtíðarmynd og af því að ég er nú svo athugul að eðlisfari þá tók ég eftir því að flestir (allavega Will og Gellan sem hann fékk ekki að pota í, en sem var hangandi í honum alla myndina) eru í leðri. leðurfrökkum, leðurbuxum, leðurvestum eða með leðurhúfur, sem ég persónulega held að sé ekki gott að sofa með. en er þetta ekki soldið mikið Skurup(útúr kú)? þar sem framtíðarmyndir gerast nú í framtíðinni (duuuh) þar sem allt er orðið tæknivæddAST og vélmenni og tölvur og svona... er þá ekki hægt að gera ráð fyrir því að minna sé um nautgripi og önnur dýr sem búa til leður með því að vera til? er ekki hugsanlegra að ný efni séu komin á boðstólinn sem auðveldara er að framleiða heldur en að stríðala einhverjar beljur?
svo er nú leður soldið last síson... ekki satt?
allavega setti ég upp "svipinn" þegar Jónsæti mátaði leðurjakka á strikinu hér fyrr í mánuðinum. en það var nú líka útaf því að hann leit út eins og sófasett í honum. ekki gott snið.
nú ætla ég svo að blogga illa um vini systur minnar vegna þess að þau eru vanþakklát skrípi sem ég myndi ALDREI aftur bjóða í bíó (frekar bara bjóða góðuskemmtilegu Skyldu fólki með mér milljón sinnum í bíó. hehe) en málið er að þau Nenntu bara als ekki á I, Robot, sögðu samt ekki afhverju (voru ekki búin að sjá hana)og tóku ekki tillit til þess að mínsæta var búin að sjá helvítis Spiderman 2, sem þau hin þurftu endilega að fara á. mér finnst bara að ef einhver er að bjóða manni í bíó, eigi maður að fara með þeim á þá mynd sem manni er boðið á... ekki bara einhverja aðra mynd og sitja bara með einhverjum Herjólfi eða Jóhönnu í næsta sal. ég er kannski bara svona fokkin hneykslunargjörn, en sóbíett, svona fólk sko.... uss-uss-uss segi ég núbara eins og amma.
jæja nú drepur dagga mig.
adíós pípol
Engin ummæli:
Skrifa ummæli