mörg er snildin hér á þjóðskjalasafni íslands. hárlakkið og hrukkukremið sem er búið að vera í gluggakistunni á kvennaklóstinu síðan ég byrjaði (2001) er ein, húsvörðurinn sem situr á BIRGÐUM af kexi og deilir því út aðeins þegar honum hentar er önnur, en hin allranýjasta ber þó af. smá forsaga samt fyrst...
á afgreiðslunni eru tvær dyr, ein fram á gang og ein inn á skrifstofurýmið. einu sinni var afgreiðslan bara eitt borð og fólk var alltaf að labba í gegn til að fara inná rýmið, framhjá borðinu, í staðinn fyrir að fara innum dyrnar rétt hjá. þá var sett annað borð, svo að það væri BARA hægt að labba inn í afgreiðsluna og út á sama stað, hvort sem var á ganginum eða rýminu. mjög smart.
nú er búið að setja mjög svo flottan sjálfvirkan dyrastoppara á dyrnar fram á gang sem lokar og læsir hurðinni sjálfvirkt ef eldur skyldi upp koma og líka þegar er lokað á kvöldin. maður ýtir bara á takka, voða tæknó.
en málið er að takkinn er innan á. svo að í rauninni er bara hægt að loka og læsa hurðinni EINU sinni. E V E R.
þetta finnst mér snild.
þetta finnst mér líka soldið leiðinlegur póstur. gggaaaaa...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli