þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, maí 28, 2004
harðsperur
eins og sést þá er ég AFAR mygluð svo ekki sé meira sagt. fór í mesta masókistatíma sem hægt er að hugsa sér, rmp, eða rpm eða "rip my heart out". svona spinning tími. ég lenti að ég held á gölluðu hjóli, allavega var ég allantíman asnalega boginn og í keng og gat með engu móti stillt hjólið. fékk nottla illt í bakið. svo ég minnist nú ekki á Fáránlega mikla verki í vöðvunum sem eru Undir... jah.... allavega er mér mjög illt í mjög asnalegum vöðvum. ó ó og aumingja ég.
eftir það fór ég á kvartett æfingu með hinum 7-henta Tuma. afar sorglegt, en þó soldið skondið á sama hátt, sé fram á maraþonístískar intónasjón æfingar innraddanna. ég sem hélt að törnin væri á enda runnin.
talandi um törn, þá er búið að tæma Tjörnina fyrir framan tónlistarskóla hafnarfjarðar og hún er svo fokking ógeðsleg að ég hef sjaldan séð annað eins. vibbó var hún með vatni í og skrítnum, skítkenndum, grágulum "gróðri", en nú er það allt þornað, svo það er þykk, hvít skán yfir öllum steinunum... og lyktin! sjæsefokk. og ég veit ekki hvernig þeir/þær hafa hugsað sér að þrífa þetta ógeð, stein fyrir stein?
mikið er ég stundum fegin að vera ekki í vinnuskólanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli