í dag er ég hálfveik, hálfhress. í svona 50/50 prósentum. í gær var ég 70/30 prósent og mætti ekki í aukafögin mín fallegu, hljómfræði og tónheyrn. þótt ég hafi gert hálft hljómfræðidæmi meðan ég bruddi sólhatt og c vítamín, ætlaði aldeilis að skella mér í þessa tíma og vera hressog kát á kvartettæfingu um kvöldið. en ég rétt náði að skríða að símanum, boða mig veika og deyja uppi í rúmi. mætti reyndar á kvartettæfinguna og var hvorki hress né kát. sem þó lagaðist eftir að hafa spilað í rúman klukkutíma. Strengjakvartettinn Tumi rokkar svo feitt að þið gætuð aldrei trúað því að óséðu og heyrðu. svo kíktum við á vegamót og ég fékk mér brauðkörfu og vatnsglas. svo fékk Guggý vinkona mín sér súpu og fékk alfeg eins brauðkörfu með. þá var mér nú enginn hlátur í hug, fyrr en ég tók eftir því ða ég hafði fengið hvítlaukssmjör en hún ekki! HAHA! svo voru fegurðardrottingar á næsta borði að plana útilegu, það fannst mér fyndið. hélt að svona fegurðardrottningar færu ekki í útilegu. en það er nú bara af því að ég er með svo ótrúlega mikla og hræðilega fordóma útí fallegt fólk, sérstaklega konur.
vond er ég.
en svo er ég núna búin að gata lokaverkefnið hans afa gamla og fæ í staðinn hamborgara franskar og kók :D sem ég á fyllilega skilið fyrir að vera sona næstum því veik.
svo tók ég hrottalega fyndið og skemmtilegt próf áðan, check it out!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli