var reynt við mig í lauginni?
nú er enneitt heilsuátak þórunnar hafið og hófst með miklum gusugangi. það er að segja þegar ég stakk mér til sunds í suðurbæjarlauginni og synti 2 kílómetra án þess að blása úr nös. eða svo gott sem. reyndar var á sama tíma nýupptekinn og ferskur tónheyrnartími sem ég var gjörsamlega grunlaus um á þessari stundu. eftir að hafa synt í smá stund kom feitur ljótur maður og hlammaði sér svo að segja í töluðu orðum á brautina mína. og byrjaði að synda. ef sund er hægt að kalla. mér var skapi næst að hringja í heimsmetabók gunness og benda þeim á hægustu hreyfingu í vatni -án þess að sökkva- hjá miðaldra landspendýri. ég var ekki kát og eitt skiptið þegar ég var að koma að bakkanum þá stóð hann í rólegheitunum (örugglega að ná hjartslættinum niður úr 300 slögum á mínútu). þar sem ég var sem áður segir ekki kát Urraði ég einu égergeðveiktpirruð tótu urri (mjög ægilegt geta vinir og vandamenn vitnað um) og muldraði "helvítis fíbl" oní sundlaugina. viti menn! þegar ég hef lokið einni umferð til viðbótar er manngreyið ekki bara búinn að hliðra aðeins til, heldur hefur hann bara fært sig ALFEG út í hinn endann á lauginni, á brautina sem var fjærst mér! ja nú brá mér í brún. og svo brá mér í brúnni því að meðan ég er að endurstilla sundgleraugun kallar hann á mig:
"þú syndir ansi vel!"
"ha?" sagði ég svona til að komast yfir mestu undrunina, ég hafði vel heyrt í manninum.
"þú syndir svo mikið."
"já" segi ég bein í baki með nefið upp í loft. "maður verður að taka á því."
"hvað syndiru mikið?" spyr hann svo varfærnislega og ábyggilega með flóttlegt augnaráð (sá það ekki því ég var ekki með gleraugun mín)
"ég syndi 2 kílómetra" svara ég sigri hrósandi
"flott" segir hann þá.
þetta samtal kann ekki að virðast vera mjög merkilegt aflestrar en svo fór ég að hugsa.
var maðurinn kannski ekki jafn mikið fíbl og ég vildi láta vera?
var hann e.t.v. viljandi að synda á lúsarhraða á brautinni minni, kannski til að geta horft betur á mig (og minn óaðfinnanlega sundstíl)?
var reynt við mig í lauginni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli