föstudagur, september 12, 2003

spjör?
ég var að lesa mitt eigið blogg áðan og það var ekkert smá skemmtilegt!
vó hvað ég er fyndin og skemmtileg, að það skuli ekki fleiri leggja fúlgur fjár inná bankareikninginn minn, svona til að leggja grundvöll að því að ég geti keypt mér mína eigin tölvu með mínu eigin lyklaborði. og nettri nettengingu, en allavega.... ég var að spá í orðatiltækinu "spryja mann spjörunum úr".
þetta er geggjað!
hvaða SNILLINGUR fann á uppá þessu og hvaða sitúasjón varð þess valdandi að einhver sagði:
"jah, hann spurði mig bara spjörunum úr, þangað til að ég hafði bara ekkert meira að segja. svo var ég bara orðin berrössuð líka!"
mér er spurn! svo ég svaraði mér sjálfri nokkrum svörum.

1) kannski geymdi fólk í gamla öll svörin innan klæða.
dæmi: "hvað ég er gömul? já bíddu nú við, éger með þetta skrifað hérna einhversstaðar... bíddu aðeins.... (fer úr peysunni)... "

2) kannski var þetta svona samkvæmisleikur, við rétt svar fékk maður stig, en þurfti að fara úr ef maður svaraði vitlaust.
dæmi: "neihei, herra Windrew, London er svo sannarlega ekki höfuðborg Spánar! úr hnébuxunum!"

3) spjarir er gælunafn fyrir leyndó.
dæmi: "oh hann Stebbi er búinn að komast að öllum Spjörunum mínum! nú verður sko ekki humar oftar í matinn hjá okkur..."

4) þetta er léleg þýðing á enska orðinu "space-spears", sem var fyrirrennari geilsasverðanna.
dæmi: "if you don´t tell me your secrets.... (þungur andardráttur) i will have to... (þungur andardráttur) kill you with my... (þungur andardráttur) space-spear..."

5) kannski er þetta eitt af þessum lélegu, ljótu og leiðinlegu (LLL) íslensku orðum sem eru engum til gangs né gamans.
dæmi: "óáfengt, fitusnautt, grænmetisréttur"


annars stefnir allt í þriðju bjórstemminguna eftir vinnu hér á skjaló. þetta endar með óskupum held ég sveimmér þá.... :) SNILLD!

Engin ummæli: