föstudagur, september 19, 2003

Morðið í Alþingishúsinu
mér var að detta í hug að nota þetta blogg til að rakka niður bókmenntir. það er bæði skemmtilegt og fyndið, og þar sem ég er nú sjálf Bókmennafræði-dropout þá tel ég mig sjálfa vera einkar vel í stakk búna til þess arna. alvöru bókmenntafræðingar eru nefnilega allt of klárir og vel lesnir til að geta hreytt almennilega. með öðrum orðum, þeir hafa ÞURFT illu heillu að lesa svo hrottalega leiðinlegar bækur í námi sínu. ég held í alvörunni að það sé til einn áfangi uppí H.Í. sem heitir "leiðinlegar bókmenntir", sem er þá væntanlega undanfari "drepleiðinlegar bókmenntir" (kenndur annað hvert ár, sem tillitsemi við kennarann) og svo getur maður tekið valáfangann "leiðinlegri en allt í heiminum bókmenntir" sem er virkilega óspennandi. furðu margir sem taka áfangann, flestir þó úr raunvísindadeild.
en nóg um það og yfir í rakkið.


ég var að lesa Morðið í Alþingishúsinu. þess vegna stendur Morðið í Alþingishúsinu hérna efst. fyrirsögnin sko, ekki bullið um háskólann. en morðið í alþingishúsinu (bókin) er svona spennusaga. þannig að hún á að vera spennandi. þetta er það fyrsta sem klikkar. sagan vellur einhvernvegin áfram á asnalegan hátt, atburðarásin er hröð á þann hátt að maður fattar yfirleitt ekki hvað er aðgerast og lausir endar eru út um allt eins og á gömlu, illa vafnu teppi. aðalsöguhetjann er Lögfræðingur að nafni Stella Blómkvist (þvílík tilviljun, það er einmitt líka höfundur bókarinnar!) og hún er bæði sexý, fyndin, hörð í horn að taka, einhleyp, tvíkynhneigð, klár og ferlega rík. þekkir fólk útum allt, t.d. blaðamann, löggu og einn sem er krimmi. allt ferlega fyrirsjáanlegt og leiðinlegt. Og það er EKKI SJENS Í HELVÍTI að höfudur bókarinn sé kvenkyns, það getur ekki verið. þetta er ábiggilega einhver graður, bólugrafinn unglingsstrákur sem finnst töff þegar stelpur eru með stelpum.
svo endar bókin á því að stella leysir öll vandamálin, veltir bílnum sínum ofan á Jódísi sem myrti Salvöru og þegar stella kemur heim til sín bíður á tröppunum lettnesk ofur fyrirsæta með kampavín. en þær sváfu einmitt saman fyrr í sögunni. voða krútlegt allt saman.
hoh!
nú er ég búin að eyðileggja morðið í alþingishúsinu fyrir öllum, hohoho hooooooo!!

Engin ummæli: