mánudagur, september 08, 2003



Jónína úr Breiðholtinu
...kom ekki í partýið hjá mér á laugardaginn og ÞAÐ ER EKKERT LÍTIÐ sem hún missti af. þetta varsvo skemmtilegt kvöld að ég brosi og brosi og brosi :D
það var svo skemmtilegt að ég get eiginlega bara ekki lýst því. svo ég ætla bara að lýsa því stuttlega hvað gerðist. eh?
byrjaði um átta leytið þegar Eyfi, Vignir og Tinna sætilíus komu í mat hjá mér. skáluðum að sjálfsögðu í OFUR sætu bleiku kampavíni og settum upp party hatta sem vignir fann inní skáp. svo átum við og átum þangað til að augun í okkur voru orðin útstæð, þá tókum við okkur til og rúlluðum yfir í sófann. þar drukkum við ógeðslega mikið af bjór og vorum flissandi og asnaleg þegar iðunn, svava og hildur brynja komu askvaðandi, fóru svo eiginlega strax aftur, en komu svo aftur.
vantaði bland sko.
eydís bætti betra oná gott með nærveru sinni og dagga uppáhalds miðju systir mín var ekki leiðinleg heldur. Bara bilaði Bjarni leiklistarnemi kom með bleik sólgleraugu og hræðilega hárgreiðslu (sem ég bjargaði á Nó Tæm, enda þokkalega öflug í hárinu). rétt fyrir endalok kom hinn Fjallmyndarlegi Hlynur og Bergþór sem var í flottum jakkafötum og urðu samferða öllum nema okkur fjarðarfólkinu í bæinn. við aftur á móti sönnuðum það fyrir almættinu að Fjórir geta ekki sofið í rúminu mínu í einu.
gott að hafa það á hreinu samt :)
Skemmtilegasta party í heimi. enda vorum við Vignir flissandi og tístandi eins og smábörn allan sunnudaginn, vorum sko memm alfeg næstum því í 48 tíma.... algjörar samlokur. :)
ég held ég verði bara að lýsa því yfir með minni þekktu hógværð að ég held skemmtilegustu partý veraldarsögunnar. Í HEIMI! :D :D :D

Engin ummæli: