fimmtudagur, maí 22, 2003

Hljómeykis tónleikarnir í gær gengu bara soldið vel, svona þó ég segi sjálf frá. margt mjög skemmtilegt og sætt. tala nú ekki um Fjagra orða, auk eins sérhljóða, sólóið okkar Ragnheiðar í laginu "hear my prayer, o lord". en það voru einmitt orðin "hear my prayer, O lord". mjög huggulegt.
svo tók Hildigunnur Britten í rassgatið með hjálp Sigga Marteins. mjög smekklegt.
amma og mamma komu og voru áberandi fallegustu konurnar í kirkjunni.
þaðheldégnú.
svo keyrðum við Viggó'skan heim og hittum Guðný Birnu og Magga. GB var ótrúlega sæt eins og alltaf, en var þar að auki nýkomin úr klippingu. On fire! hún er nú meira hottie-ið. enda stoppuðu bílar hægri vinstri ville-vekk til að dást að dýrðinni.
jessöríbob.
vignir kom svo með mér heim og við skoðuðum heiminn upp í rúmi hjá mér yfir góðum Tropical fruit te-bolla. heims atlasinn rokkar, það held ég nú. Palli wecomealongway kíkti svo í heimsókn og náði í gelið sitt og 3 eftirlegu bjóra frá því um kosningahelgina. búið að vera hálf erfitt að koma okkur saman upp á síðkastið, hehe :)
svo styttist óðfluga í Júróvisjón, pulsupartýið er OFF :( og bráðum þarf kvartettinn að spila á listasýningu, útskriftarveislu og í giftingu.
þokkalegt rokk og ról framundan

Engin ummæli: