það gerðist svo mikið um helgina að ég held að ég eigi eftir að blogga í allan dag barasta. eða svona þannig.
föstudagurinn byrjaði á svo ÓHUGNALEGA fyndnu og skemmtilegu símtali að ég hef eiginlega aldrei vitað annað eins! ég varð svo kát og hress eftir það að ég er eiginlega búin að vera flissandi síðan
málið var að Micheal my brother hringdi í mig frá Bandaríkjunum! klukkan var 5 um nóttina hjá honum og hann hafði verið með party dauðans heima hjá sér. svo stal hann síma frá einhverri "stupid american" stelpu og ákvað að hringja í systur sína! argh hahahah! svo heyrði maður í gellunni bak við... "who are you calling michael? give me back the phone..." þetta var geggjað! svo talaði hann heilan helling og var alltaf að labba einhvert til að reyna að losna við gelluna. ég spurði hann hvað hann væri að gera, djammandi eins og skúnkur á fimmtudegi, þá svaraði hann "because im drunk, that´s focking why!" freeeekar kúl á því amríski bróðir minn, ha? : )
hann var líka að spyrja hvort ég ætlaði til Sviss í sumar og svona. varð mjög fúll yfir því að ég kæmi ekki, og lofaði næstum því að koma til íslands í nokkra daga til að heimsækja okkur siggu. sneld. ég vona að hann geri það, bandarískur eður ei, þessi gaur kann að taka á því!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli