miðvikudagur, desember 18, 2002

miðvikudagur til mæðu.
ég held nú samt ekki að sá sem bjó til þennan málshátt hafi gert sér grein fyrir HVE mikil mæða er stundum á mann lagt á miðvikudögum. í dag þurfti ég að vakna, tiltölulega snemma, þ.e. fyrir hádegi, sem er ekkert nema verkfæri djöfulsins (allt sem er fyrir hádegi) og svo er ég að fara í hljómfræðitíma á eftir og hef ekkert lært heima.
sem er mjög leiðinlegt, vegna þess að það er voðalega gaman í hljómfræði.
en allavega....
Eyjólfur Eyjólfsson tenór, gerði sér lítið fyrir og vippaði sér til Spánar í gær, og sendi henni tótu sinni fallegt email af hótelinu. hann er svoddan krútturassgat.svo getið þið skoðað spænsku heimasíðuna, þar sem tónleikarnir sem hann er að fara að syngja á eru kynntir á lýtalausri spænsku, með því að ýta hér
eru setningarnar mínar ekki soldið illa uppbyggðar?
allavega....
svo fékk ég afmælis og jóla email frá honum Lutz vini mínum sem er þýskur. mjög mjög mjög fyndið. enda er maðurinn snargeggjaður. og í verkfræðinámi. úff.
:)

Engin ummæli: