föstudagur, september 13, 2002

jæja.
ætli maður fari ekki að kveðja fyrir helgina, enda er klukkan langt gengin sjö. gott hjá mér að hanga bara í vinnunni endalaust, bara því að ég er að fara í mat hjá Tinnu Öðlingi....
ég sem er ósturtuð með fitugt hár og svitafýlu.
svo er ég eiginlega líka í fýlu, því að kvartettinn ógurlegi sem ég er að spila í í Listaháskólanum (sagt hægt og vandlega með mikilli upphefð) er svo fokking drulluleiðinlegur að ég gæti ælt.
Karólína, ef þú ert að lesa.... HÆTTU AÐ SEMJA SVONA LEIÐINLEGA KVARTETTA!!!!!!!
en stelpurnar sem ég er að spila með eru fínar. tíhí :) stelpurnar sem ég er að spila með!
það er eins og ég sé einhver svakalegur níðingur eða eitthvað, alltaf að spila með stelpurnar, hehe!
en svo ég haldi nú áfram að vera í fýlu, þá get ég líka sagt það með miklum trega að á meðan ég var að spila hörmungina, voru KÖKUR með kaffinu hér á skjaló og þær voru allar búinar þegar ég kom til baka :(
BÚHÚ!!!
mér finnast nefnilega kökur góðar.
en jæja.
bless bless í bili gærurnar mínar og góða helgi ;*

Engin ummæli: