mánudagur, janúar 03, 2011

gleðilegt nýtt ár!

vó.
síðasta ár var klárlega lélegasta bloggár mitt ever.
en mér er líka nokkuð sama, haha.
reyndar var ég að ekki aðspá í að hafa það sem nýársheiti að vera duglegri á blogginu, en ég er að spá í að skrifa nýársheitin mín hér og skrifa svo hvernig gengur að uppfylla þau. s.s. alfeg horrible aflesning fyrir alla nema mig. en þar sem þetta er bloggið mitt...þá verðið þið kæru lesendur bara að 'suck it up'.
en áramótaheitin eru 3... stíllinn er svolítið stolinn frá Ásdísi 'stjúpu' minni, og er það vel, svo maður tali nú eins og hálfviti.

10 KG
10 KM
og
10 tónleikar

þetta eru s.s. tónleikar sem ég ætla að fara á... gengur gjörsamlega ekki legnur hvða ég er löt að fara á tónleika. engin tilviljun ég Þekki engann og fæ aldrei nein gigg þegar ég ligg bara heima hjá mér og borða nammi. 10 KM verða teknir í ágúst á maraþoninu (ef ekkert annað kemur uppá :) og 10 KG eiga að fara AF bumbunni á mér. ekki á.
jæja
þá er bara að byrja að EKKI borða nammi :)