laugardagur, september 10, 2011

aldrei blogga ég

og sama er mér.
þetta er samt allt að gerast.
nei.

skólaárið byrjað með tilheyrandi viðbjóð (stundatöflu-gerð og fiðlu-foreldrum) og svo til að vera óþolandi skráði ég mig í ensku (BA) og til að vera algjörlega sturluð tók ég líka sjálfsnám í frönsku með.

annars allt í góðum gír.

mánudagur, apríl 04, 2011

check this out, bro

langar ekki öllum til að heyra mig spila Kreutzer fiðluæfingu nr. 8?
spiluð samt á víólu, ég er ekki hálfviti.

Kreutzer8 by runnhar-ard-ttir

hér er svo næsti sumarsmellurinn.... Gíga úr sellósvítu eftir Bach.
spiluð á víólu... ég er ekki með nógu stóra hendi.
ps-ef þið hlustið vel má heyra ótrúlega flotta bakrodd

Bach-gigue by runnhar-ard-ttir

föstudagur, febrúar 18, 2011

úbs

gengur ennþá verr með áramótaheitin í dag heldur en í gær. fékk mér ostaköku í morgunmat... oh well.
annars er von á tengdó í kaffi eftir smá svo ég er með kanilsnúða inní eldhúsi að hefast. svo er búið að henda blessuðu barninu útí vagn á svalirnar. reyndar er hann búinn að vera frekar rellinn og leiðinlegur síðustu 2 daga, sem er ótrúlega ólíkt honum, svo það hefði kannski verið save-site að láta hann sofa inni. en hann sefur bara mikið betur úti og ég er viss um að hluti af rellinu er útaf því hann hefur ekki sofið vel.
örugglega að taka tennur, blessaður... allavega flæðir úr honum slefið einso g það sé enginn morgundagur.
ég er að endur-netvæðasta þessa dagana, var að skrá mig á tvo nýja miðla:
www.dailybooth.com sem er nokkurskonar web-cam twitter síða, ég fór nú bara á hana af því að Ray William Johnson sagðist vera þarna og mér finnst hann sætur. svo er hann ekkkert, soldið svekk. en ég á sem betur fer sæta menn hérna heima líka til að horfa á.
svo var það
www.formspring.me
bara af því að www.mbl.is sagði að það væri svo mikið af unglingum að tala um tippi og kynlíf á þessu. svo kom mér skemmtilega á óvart að þegar ég opnaði síðuna var elskuleg systir mín greinilega búin að vera í þessu Á MINNI TÖLVU. sem er samt svolítið fyndið og ég hefði nú átt að nota tækifærið og setja eitthvað dónalegt þar (það ervíst svo vinsælt, sbr. moggann). en lét það úr hendi renna.
en ég er s.s. vel tengd.
og ógeðslega þreytt. kaffi?

þriðjudagur, febrúar 15, 2011

vá hvað gengur illa með áramótaheitin...
reyndar hef ég farið á 2 tónleika. báða með sinfóníunni, sem er btw í næsta húsi. hisnvegar á ég ekki vigt, svo ég get ekki sagt uppá hár hvað ég hef fitnað um mörg kíló frá því á áramótunum.
örugglega hundrað.
eða svona.
en ég er að prjóna vettlinga á elskuna mína hann Þorstein og þeir eru gegt flottir. fyrst prjónaði ég einn sem var of lítill, svo prjónaði ég annan og ákvað að hafa hann 'stærri'.
hann er s.s. of stór.
svona er þetta nú :)

mánudagur, janúar 03, 2011

gleðilegt nýtt ár!

vó.
síðasta ár var klárlega lélegasta bloggár mitt ever.
en mér er líka nokkuð sama, haha.
reyndar var ég að ekki aðspá í að hafa það sem nýársheiti að vera duglegri á blogginu, en ég er að spá í að skrifa nýársheitin mín hér og skrifa svo hvernig gengur að uppfylla þau. s.s. alfeg horrible aflesning fyrir alla nema mig. en þar sem þetta er bloggið mitt...þá verðið þið kæru lesendur bara að 'suck it up'.
en áramótaheitin eru 3... stíllinn er svolítið stolinn frá Ásdísi 'stjúpu' minni, og er það vel, svo maður tali nú eins og hálfviti.

10 KG
10 KM
og
10 tónleikar

þetta eru s.s. tónleikar sem ég ætla að fara á... gengur gjörsamlega ekki legnur hvða ég er löt að fara á tónleika. engin tilviljun ég Þekki engann og fæ aldrei nein gigg þegar ég ligg bara heima hjá mér og borða nammi. 10 KM verða teknir í ágúst á maraþoninu (ef ekkert annað kemur uppá :) og 10 KG eiga að fara AF bumbunni á mér. ekki á.
jæja
þá er bara að byrja að EKKI borða nammi :)