oh ég man ekki hvenær ég setti upp jólatréið mitt síðasta ár. mamma setti jólatréið alltaf upp á Þorláksmessu, en mig minnir að ég hafi ekki getað beðið í fyrra og sett það upp fyrr.
mikið fyrr.
er fyrsti í aðventu of snemmt?
mig langar að setja upp jólatréið mitt....
talandi um jóla, þá fær pabbi minn fullt hús stiga fyrir að hætta við aðkaupa vínarbrauð með kaffinu og gefa mér í staðinn steikt fallega jólastjörnu :)
ef einhverjum vantar hugmynd af afmælisgjöf handa mér þá langar mig í salat-þeytivindu.... svona sem maður setur salatið sitt í og snýr þannig að allt vatn fari af því. ég átti svoleiðis úr IKEA en það fór í taugarnar á mér einu sinni þegar það festist og ég bankaði laust í lokið á því. með hnefanum. svo það brotnaði :/ úbs.
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, nóvember 25, 2010
fimmtudagur, nóvember 04, 2010
om nom nom nom nom
nú hef ég þrifið íbúðina hátt (uh... nei glætan ég fari að þrífa loftin hérna) og lágt, bakað skinkuhorn og hjónabandssælu. svo stendur einnig til að henda í einn brauðrétt. allt vegna þess að elskulegur eiginmaður minn verður með KaDla-klúbb í kvöld. anti-femínisti. eins gott það fréttist ekki af þessu, þær myndu klárlega senda á mig einhverja skýryrta kvensu með þau skilaboð að ég ætti að láta manninn sjálfan um að undirbúa sín karlakvöld.
en satt best að segja finnst mér það ekkert mál ða undirbúa eitt svona kvöld fyrir karlakreyið meðan hann er í fullri vinnu og skóla.
annað skemmtilegt frá þessu KaDla-kvöldi að segja, er að þetta er í annað skipti sem ég "aðstoða" (lesist: sé um) undirbúning svona kvölds og þá vorum við jónsæti nýbyrjuð í geðveikinni hjá Hrönn (sem ég sakna þvílíkt... fátt betra en að svitna blóði -næstum) og vorum búin að taka matarræðið alfeg í gegn. s.s. enginn sykur, ekkert hveiti og allskonar. svo kaDla greyin fengu bara sykurlausar kökur, osta og reyndar vöfflur (sem í var enginn sykur). þetta var vitaskuld mikið sjokk fyrir greyin... ekkert kók/spræt/fanta, engar rjóma-marengskökur og ekkert súkkulaði í skálum á hverju horni.
og nú vill svo SKEMMTILEGA til að við jónsæti erum (já ok, EINU sinni enn) að taka okkur á í matarmálum, svo hvað fá karlarnir? jú ekkert nema sykurlaust drasl, osta og kex. Og 3 könnur af vatni. HMOOOAAH!
það fyndna er, að síðan síðasta kaDlakvöldið var höfum við hjónin þvílíkt sukkað í nammi og kóki og snakki og égveitekkihvað. svo er bara sett upp eitthvað diet-bros þegar kaDlarnir koma, híhíhíhí :D
ok róleg með linkana
en satt best að segja finnst mér það ekkert mál ða undirbúa eitt svona kvöld fyrir karlakreyið meðan hann er í fullri vinnu og skóla.
annað skemmtilegt frá þessu KaDla-kvöldi að segja, er að þetta er í annað skipti sem ég "aðstoða" (lesist: sé um) undirbúning svona kvölds og þá vorum við jónsæti nýbyrjuð í geðveikinni hjá Hrönn (sem ég sakna þvílíkt... fátt betra en að svitna blóði -næstum) og vorum búin að taka matarræðið alfeg í gegn. s.s. enginn sykur, ekkert hveiti og allskonar. svo kaDla greyin fengu bara sykurlausar kökur, osta og reyndar vöfflur (sem í var enginn sykur). þetta var vitaskuld mikið sjokk fyrir greyin... ekkert kók/spræt/fanta, engar rjóma-marengskökur og ekkert súkkulaði í skálum á hverju horni.
og nú vill svo SKEMMTILEGA til að við jónsæti erum (já ok, EINU sinni enn) að taka okkur á í matarmálum, svo hvað fá karlarnir? jú ekkert nema sykurlaust drasl, osta og kex. Og 3 könnur af vatni. HMOOOAAH!
það fyndna er, að síðan síðasta kaDlakvöldið var höfum við hjónin þvílíkt sukkað í nammi og kóki og snakki og égveitekkihvað. svo er bara sett upp eitthvað diet-bros þegar kaDlarnir koma, híhíhíhí :D
ok róleg með linkana
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)