föstudagur, apríl 23, 2010

takatil tiltaka takk


jónsæti er að vinna þannig að ég er ein heima með fúla kettinum. ég var s.s. að kíkja uppí hann áðan og sjá hvort hann sé nokkuð með tannholdsbólgu sem hann fær stundum, en það virtist vera í ókei-inu. en fýlan hefur núna staðið á annan klukkutíma. ÉG SAGÐI SORRY!
oh jæja.
baðframkvæmdirnar komnar á næstum því loka-level... múrararnir farnir og píparinn búinn að koma og skrifa miða. en samt verður sturtu, vask og klósettlaust fram á mánudag. sem er ástæðan fyrir því ég fer ekki fram og fæ mér vatnsglas þó ég sé svona líka agalega þyrst. það er reyndar klósett í húsinu... niðrí kjallara. oj.
en ég er búin að taka til í 2/5 hluta efriskápanna í eldhúsinu og innri ganginn og næstum því hornið mitt í borðstofunni. mæli ekki með því fyrir börn og hjartveika að láta sér detta í hug að þrífa bak við borð og borðtölvu sem ekki hafa verið hreyfð svo mánuðum skiptir. frekar steypt ástand þar á bak við. svo fannst mér ég verða að taka allt skrifborðið í gegn líka... og er strand. er búin að skipta þessu nokkurnvegin niður í þrjá hauga: drasl, meira-drasl, tunnu-drasl.
bara búin að ákveða hvað ég geri við þann síðastnefnda.
en í bjartsýnni kantinum þá erhægt að nefna það ég fann sápukúlubox... kannski það verði til að gleðja litla loðdýrið (ég reyndi að setja á hann partýgrímu sem ég fann en honum fannst það ekki skemmtilegt).

fimmtudagur, apríl 15, 2010

ælu-bleikar grifflur/pink-fusion mittens

CIMG0569
okei, kannski komið nóg af þessum grifflum... eða ekki :)
hér eru einar líka byggðar á munstri úr dagatalinu góðu, þetta mun vera 28. nóvember og heita Staggered Fern Lace Panel sem ég veit ekkert hvað þýðir, held að fern sé burkni.
allavega. þetta hefði nýtt sín mikið betur með einlitu garni, en maður vinnur víst ekki alltaf.

UPPSKRIFT
prjónar nr. 3
fitja upp 14 + 20 + 14 (=48)
talan í miðjunni (20) er munstrið sjálft, lykkjurnar sitthvoru megin verða bara sléttar, svo ef þið þurfið að þrengja/víkka þá þarf að gera það jafnt sitthvoru megin (t.d. 10 + 20 + 10 = 40)

í hverri umferð prjónið 14 lykkjur slétt + BEKK + 14 lykkjur slétt

BEKKUR
röð 1: 2 brugnar, 9 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 3 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar

röð 2 (og alltaf önnur hver umferð): prjóna slétt

röð 3: 2 brugnar, 10 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 2 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar

röð 5: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 4 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 3 slétt, (band yfir, 1 slétt) tvisvar, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar

röð 7: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 3 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 9 slétt, 2 brugnar

CIMG0574

röð 9: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 2 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 10 slétt, 2 brugnar

röð 11: 2 brugnar, prjónið 3 saman, (slétt 1, band yfir) tvisvar, 3 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 4 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar

endurtakið 4 sinnum (eða oftar ef þið viljið hafa lengri)

ÞUMALL
í röð 2: 4 slétt, setjið 10 lykkjur á hjálparband (þetta verður þumallinn), setjið hjálparbands-lykkjurnar aftur á prjóninn og prjónið yfir þær eins og ekkert hafi í skorist.

endurtakið munstrið 1 sinni (eða oftar ef þið viljið að grifflurnar nái lengra upp á handarbakið), sláið af.

setjið 20 lykkjur á prjóna (lykkjurnar sem voru á hjálparbandinu) og prjónið 14 umferðir (eða fleiri ef þið viljið hafa lengri þumal), sláið af.

FRÁGANGUR
til að kantarnir rúllist ekki upp heklaði ég eina umferð af einföldu hekl-spori að neðan og ofan og á þumlinum. kannski er nóg að stífa bara grifflurnar.


English version

PATTERN
needles no. 3
CO 14 + 20 + 14 (=48)
the number in the middle (20) is the main pattern, stitches each side are "background". so if you want tighter/wider mittens, those are the ones to mess with (f. ex smaller: 10 + 20 + 10 (=CO 40), wider: 15 + 20 + 15 (=CO 50)

every row knit 14 sts + MIDDLE + 14 sts.

MIDDLE
row 1: P2, K9, YO, K1, YO, K3, sl 1 - K2tog- psso, P2

row 2 (and every other row): knit

row 3: P2, K10, YO, K1, YO, K2, sl 1 - K2tog - psso, P2

row 5: P2, K3tog, K4, YO, K1, YO, K3, (YO, K1) twice, sl 1 - K2tog - psso, P2

row 7: P2, K3tog, K3, YO, K1, YO, K9, P2

row 9: P2, K3tog, K2, YO, K1, YO, K10, P2

row 11: P2, K3tog, (K1, YO) twice, K3, YO, K1, YO, K4, sl 1 - K2tog - psso, P2

repeat 4 times (or more if you want longer mittens)

THUMB
in row 2: K4, put 10 sts on help-yarn (this will be the thumb), put the help-yarn sts back on the right needle and knit as usual.

now repeat the MIDDLE 1 more time (or more if you want the mittens to go longer over the back of your hand), cast off.

put the 20 thumb- sts on needles (the sts from the help-yarn) and knit 14 rows (or more if you want longer thumb), cast off.CIMG0573


FINAL STUFF
to prevent the edges to curl, i crochet-ed one row of single-crochet each end + the thumb. maybe blocking it would be enough with some yarns.

laugardagur, apríl 10, 2010

túrkís stúkur/ turquose wrist warmers

CIMG0530

þetta er tekið úr AGALEGA sniðugu dagatali sem ég keypti mér þar sem hver dagur er með einni uppskrift. þetta er s.s. 1. nóvember og heitir á ensku Lacy ZigZag :)
ég var að spá í að hekla eitthvða krúttulegt framan á þær af því að jaðarinn rúllast pínu upp, en nennti því ekki.


uppskrift
CIMG0523
prjónar nr. 3
1/2 dokka af kambgarni

Fitja upp 43 lykkjur (til að gera þrengri stúkur eða víðari þarf þessi tala að ganga uppí 6 + 1)

röð 1: *taka 1 óprjónaða - prjóna 1 - steypa óprjónuðu yfir (það er líka hægt að prjóna 2 saman en fara í gegnum lykkjuna að aftanverðu, mér finnst það yfirleitt koma betur út), prjóna 2, band yfir, prjóna 2*
endurtaka * til * þangað til 1 lykkja er eftir; prjóna eina

röð 2: prjóna slétt

röð 3: prjóna 3, *band yfir, prjóna 2, prjóna 2 saman, prjóna 2*
endurtaka * til * þangað til það eru 4 lykkjur eftir; band yfir, prjóna 2, prjóna 2 saman.

röð 4: prjóna slétt

svo eru þessar 4 umferðir endurteknar þangað til stúkan er orðin nógu stór til að passa á hramminn sem hún er ætluð. stúkan sem ég gerði á myndinni er með 5 endurtekningum.


pattern

CO 43 sts (if you want bigger or smaller, it has to add up to 6 + 1)

row 1: *sl 1, K1, psso, K2, YO, K2*
rep * to * until last st; K1

row 2: knit

row 3: K3, *YO, K2, K2tog, K2*
rep * to * until last 4 sts; YO, K2, K2tog

row 4: knit

repeat these 4 rows until the wristwarmer is long enough for the hand it's made for, the one i did on the photo had 5 rep. of the pattern :)

óskari fannst þetta ekki sniðugt, nennti samt ekkert að gera

sunnudagur, apríl 04, 2010

gleðilega páska!

erum á leið í matarboð og verðum pottþétt vinsælustu gestirnir því áður en við fáum að borða ætlum við að fara í sturtu.
ó je.