þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, nóvember 25, 2010
mikið fyrr.
er fyrsti í aðventu of snemmt?
mig langar að setja upp jólatréið mitt....
talandi um jóla, þá fær pabbi minn fullt hús stiga fyrir að hætta við aðkaupa vínarbrauð með kaffinu og gefa mér í staðinn steikt fallega jólastjörnu :)
ef einhverjum vantar hugmynd af afmælisgjöf handa mér þá langar mig í salat-þeytivindu.... svona sem maður setur salatið sitt í og snýr þannig að allt vatn fari af því. ég átti svoleiðis úr IKEA en það fór í taugarnar á mér einu sinni þegar það festist og ég bankaði laust í lokið á því. með hnefanum. svo það brotnaði :/ úbs.
fimmtudagur, nóvember 04, 2010
om nom nom nom nom
en satt best að segja finnst mér það ekkert mál ða undirbúa eitt svona kvöld fyrir karlakreyið meðan hann er í fullri vinnu og skóla.
annað skemmtilegt frá þessu KaDla-kvöldi að segja, er að þetta er í annað skipti sem ég "aðstoða" (lesist: sé um) undirbúning svona kvölds og þá vorum við jónsæti nýbyrjuð í geðveikinni hjá Hrönn (sem ég sakna þvílíkt... fátt betra en að svitna blóði -næstum) og vorum búin að taka matarræðið alfeg í gegn. s.s. enginn sykur, ekkert hveiti og allskonar. svo kaDla greyin fengu bara sykurlausar kökur, osta og reyndar vöfflur (sem í var enginn sykur). þetta var vitaskuld mikið sjokk fyrir greyin... ekkert kók/spræt/fanta, engar rjóma-marengskökur og ekkert súkkulaði í skálum á hverju horni.
og nú vill svo SKEMMTILEGA til að við jónsæti erum (já ok, EINU sinni enn) að taka okkur á í matarmálum, svo hvað fá karlarnir? jú ekkert nema sykurlaust drasl, osta og kex. Og 3 könnur af vatni. HMOOOAAH!
það fyndna er, að síðan síðasta kaDlakvöldið var höfum við hjónin þvílíkt sukkað í nammi og kóki og snakki og égveitekkihvað. svo er bara sett upp eitthvað diet-bros þegar kaDlarnir koma, híhíhíhí :D
ok róleg með linkana
miðvikudagur, október 27, 2010
en við ÞJJ höfum verið vel upptekin við að gera það sem þarf.
borða, kúka og sofa.
yndislegt líf... mæli með því við alla. reyndar hef ég verið að reyna að rembast við að prjóna á MIG lopapeysu og Kobbi hefur verið að reyna að ná stjórn á höndunum sínum. allt að koma.
svo fer uppáhaldsHrænka hans kobba að koma heim, þá verður nú stuð.
nú skil ég afhverju ég hef ekkert bloggað svona lengi... ég hef bara ekkert að segja.
pú ha!
fimmtudagur, september 09, 2010
4 vikur á morgun
bara ef þið skylduð vera að pæla, þáer EKKI hægt að taka mynd af því hvað Horatio Caine er ÓGEÐSLEGA SVALUR. svo finnst mér Eric Delko sætur og líka þarna Bóa-Vista gellan, en það er kannski af því að hún minnir mig á einhverja disney fígúru... íkorna held ég.
EN í öðrum fréttum er það helst að Þorsteinn Jakob Jónsson fæddist með miklum látum 13. ágúst og hefur allt blessunarlega legið niðri síðan þá. enda er varla annað hægt en að sitja/standa bara endalaust og dást að manninum, sem er bæði fallegasta og gáfaðasta barn sem hefur fæðst í heiminum :)
jónsæti tók sér meira að segja sumarfrí svo við gætum nú bæði setið/staðið og starað á afkvæmið. þvílíkt stuð. byrjendamistökin eru öll á undanhaldi, við Þorsteinn erum meira að segja farin að drekka brjóst svo að segja þjáningarlaust (ég fékk sár :/ ógeðslega vont) og stundum fáum við foreldrarnir ráðrúm til að gera eitthvað annað en sofa þegar ÞJJ ákveður að leggja sig. núna tók ég t.d. til í eldhúsinu og fann dauða flugu rétt hjá hraðsuðukatlinum. sem er náttúrulega stórkostlegt, en það sem meira var, allar fæturnar voru dottnar af henni :S wtf?
það er nú líkast til af því að við jónsæti erum búin að maraþon-horfa á CSI:Miami núna í sumar (SJÖ þáttaraðir thankyou), en mér langaði um leið að rannsaka málið til hlýtar... gera tilraunir í hvítum slopp (samt með uppsett hárið og mega-make up... gleymum ekki pinnahælunum), fletta upp í tölvukerfinu þannig að komi "bíb-bíb-bíb" hljóð og finna svo "perfect match" á einhverju fingrafari.
en gerði það ekki... ryksugaði bara í staðinn.
allt að gerast á H64 :)
og btw þá opnuðum við myndasíðu með fallegum myndum af myndarlega fallegs-barninu okkar á http://nonniogtota.shutterfly.com/ en það þarf lykilorð til að komast inn... just ask for it :)
fimmtudagur, ágúst 12, 2010
rýming
:)
annars er ég í óða önn að skella upp heimasíðu fyrir komu Hr. Jónssonar. getur vel verið maður deili henni hér að einhverju leyti. nú held ég samt að það sé óvitlaust að leggja sig í pínu stund.
miðvikudagur, ágúst 11, 2010
nenni nenn?
nennti ekki á fætur
nennti ekki í sturtu,
nenni ekki að klára að klæða mig
nenni ekki að greiða mér
nenni ekki að fá mér morgunmat (samt er ég mjööööög svöng)
nenni ekki að taka til í eldhúsinu (það angar allt af fiskinum sem var í gær í kvöldmatinn)
nenni ekki nenni ekki
ég nenni eiginlega ekki einu sinni þessum pósti.
meiri álögurnar á manni, ha?
þriðjudagur, ágúst 10, 2010
úff.
en þær gáfu mér svo ís, svo þetta sleppur :)
laugardagur, ágúst 07, 2010
er á mega bömmer yfir að hafa ekki æft mig í meira en mánuð *roðn*, en í staðinn fyrir að gera eitthvað í því þá byrja ég bara á hverju prjóna/hekl verkefninu á fætur öðru. nú er það rúmteppi.
jeminn.
en það er svossem ekki á allt kosið eins og segir í leikritinu, kannski er þetta bara lognið á undan storminum? :)
fór að kaupa í matinn í gær, sem er nú ekki í frásögur færandi enda ætla ég ekkert að segja frá því, en um kvöldið fékk ég tvo mega-meiriháttar gesti í vöfflu kaffi. yay hvað er gaman að fá svona hressa gesti, ég ætti klárlega að taka það upp hjá sjálfri mér að sofa minna á sólarhring og heimsækja frekar skemmtilegt fólk. reyndar er líka mjög skemmtilegt fólk heima hjá mér og köttur, en það er ekki eins.
talandi um skemmtilegt fólk þá eignaðist ég stórkostlega svala vinkonu í síðustu viku sem var svo geðveikt skemmtileg ég hef bara sjaldan upplifað annað eins. hún var sko "bara með pínulítið barn í maganum" (skyrdrykk) og frekar hneyksluð á því að "pabbi minn" (jónsæti) væri ennþá sofandi kl. 10.30. sem er auðvitað rétt hjá henni. en nátla þegar maður er af svona góðum ættum er ekki von á öðru.
núna er ég hinsvegar búin að vera á fótum í hátt í klukkutíma, svo ég er meira en úrvinda úr þreytu.... best að leggja sig.
híhí!
fimmtudagur, júlí 22, 2010
3 vikur
CIMG0785
Originally uploaded by tota121280
jæja... styttist óðum, bara 3 vikur í dag. og herra jónsson orðinn það stór að hann gæti hæglega sjálfur hringt á sjúkrabíl og klippt sjálfur á naflastrenginn. eða svo gott sem. það er s.s. úr sögunni að okkur fæðist fyrirburi. ætli það sé ekki bara good news? held það.
áðan kúkaði mávur á bílrúðuna mína, það var hins vegar ekki eins skemmtilegt og ég neyddist til að kaupa mér Lion Bar og sódavatn til að komast yfir sjokkið, alfeg skelfilegt sem getur tekið á ða fá svona kúk á bílinn sinn.
Óskar er í fýlu af því ég nenni ekki að fara með hann út. það sem hann hinsvegar veit ekki er að úti er rigning og eiginlega bara pínu kalt svo það er ekkert gaman þar. maður hefur alltaf haldið að kettir væru svo næmir á umhverfið og svona... herra fúll nær ekki einu sinni að tengja veðrið á svölunum við veðrið á bílaplaninu fyrir neðan. en hanner svo sætur það er fyrirgefið (já þótt hann sé í fýlu og ég sé búin að fá "illa augnaráðið").
svo fór ég í Rúmfó. sem er því miður næstum því að verða daglegt brauð. ótrúlegustu hlutir sem fást í Rúmfó. í þetta skiptið keypti ég 2 hlýraboli, 2 liti af rándýru garni og 5 prjóna nr. 2. prjónarnir voru í pakka svo ég þurfti bara að borga eitt verð fyrir þá, SCORE! svo hefur konan á kassanum örugglega vorkennt mér svakalega fyrir að vera svona eins og hnöttur og passa bara í LARGE mega-súper síða hlýraboli að ég borgaði bara fyrir einn. ef ég væri eins heiðarleg og mamma mín hefði ég bent á þetta, en ég var að kaupa mér baðherbergi svo ég er mega-súper blönk.
mál að pissa.
stanslaust.
miðvikudagur, júlí 07, 2010
5 vikur
haldiði ekki ég hafi fundið hálft box af piparkökum inní skáp?
jeminn hvað það gladdi mig mikið, þó súkkulaðirúsínur hefðu vitaskuld glatt mig heilmikið meira. það er nú reyndar ekkert gott fyrir mig að vera að borða svona óhollt, held allavega að bjúgurinn/bjúgin/bjúgirin/bjúgrin á fótunum á mér minnki ekkert við það. einhverja hluta vegna finnst mér lappirnar á mér soldið sætar svona feitar, hver þarf hvort sem er að vera með sýnilega ökkla? svo er hægri löppin feitari, þvílíkur karakter!
talandi um smábörn þá vorum við að fá lánaðan ömmustól (hvað er málið með það nafn? var þetta notað á ömmur?) frá vinkonu vinafólks okkar sem við þekkjum ekki. en það var reyndar með hennar samþykki og soldið fyndin saga fylgir, en hún er bara fyrir lifandi eyru (allir að koma í heimsókn ;). Óskar var fljótur að draga þá ályktun að stóllinn væri sérstaklega kominn til að auka úrval svefnstaða fyrir hann og lá þar meðvitundarlaus í alla nótt. ég veit hann var þar í alla nótt af því að ég þurfti að fara þrisvar fram að pissa.
eiga ekkisvona bjúgu að draga í sig vatn? mér finnst þau nú geta dregið í sig eitthvað af þessum milljónhundruðum lítrum sem ég virðist þurfa ða pissa á hverri nóttu. oh well. en það gengur allt vel og þetta er allt að verða pínu spennandi :)
mánudagur, júní 21, 2010
vakandi önd
svo nennti ég ekki að ganga frá eftir matinn í gær svo það er MEGA mikil matarlykt og ég að kálast úr hungri, nenni bara ekki aðfara að vekja neinn, tillitsemin uppmáluð.
oh jæja.
kannski maður taki nokkra spider kapla eða kíki á krossgátu. vaknar enginn við það.
miðvikudagur, júní 16, 2010
Béla Béla
núna er ég að hlusta á fiðlukonsert nr. 1 eftir aðal-kallinn. veit það er svolítið framhjáhald og auðvitað væri mér nær að hlusta á víólukonsertinn. en svona er maður mikið ólíkindatól. þetta er samt geggjaður konsert. þriggja vasaklúta.
en svona er þegar maður sefur lítið og illa á nóttunni og er svo eins og tuskudrusla allan daginn og eiginlega sefur bara. ég fór nú samt með tómar flöskur niður í kjallara.... alltaf svo dugleg. NOT, hélt ég myndi ekki komast upp stigann til baka, máttleysið í algjörum blóma. svo voru nágrannar mínir búnir að henda lökunum mínum í ruslið niðri í þvottahúsi -RUDE!
þau voru nú reyndar búin að vera þar ...ehem... í nokkrar vikur, en samt. eins gott það fer aldrei neinn út með ruslið þarna niðri, þessi annars fínu lök hefðu bara tapast. mikið eru annars sameignir leiðinlegar. oj. en núna þegar við jónsæti erum komin með Þvottavél og Þurrkara inn á baðið okkar þá þurfum við eiginlega ekkert að nota sameignina nema til að labba inn og út. það væri nú kannski hægt að skella rúllustiga fram af svölunum, nei segi bara svona.
jæja. kominn tími á meira hrökk brauð úr ikea, það er svo stórt að það kemst ekki inní skáp svo ég verð að drífa mig að éta það.
mánudagur, júní 14, 2010
why not?
talandi um innihaldsríki þá er ég gjörsamlega að farast úr framtaksleysi. ég reyndar setti saman skóhillu. en var bara útslitin á eftir og nenni þ.a.l. alls ekki aðgera restina af því sem ég verð að gera í dag. púú.
mikið er samt gooooott að vera í sumarfríi... jafnvel þó það sé sparkað í mann daglega :)
sunnudagur, maí 09, 2010
kennó með allt á hreinu
wish me luck! ekki nema búin að falla í þessu tvisvar (reyndar fór ég bara einu sinni í prófið, skráði mig í endurtektarpróf og mætti ekki.... frekar leimó).
Námskeiðsnúmer Námskeiðsheiti Dagsetning Tímasetning Bygging Stofa Borð
MVS009F Kenningar um nám barna og fullorðinna 10. maí 2010 09:00-12:00 Klettur K208 4
föstudagur, apríl 23, 2010
takatil tiltaka takk
jónsæti er að vinna þannig að ég er ein heima með fúla kettinum. ég var s.s. að kíkja uppí hann áðan og sjá hvort hann sé nokkuð með tannholdsbólgu sem hann fær stundum, en það virtist vera í ókei-inu. en fýlan hefur núna staðið á annan klukkutíma. ÉG SAGÐI SORRY!
oh jæja.
baðframkvæmdirnar komnar á næstum því loka-level... múrararnir farnir og píparinn búinn að koma og skrifa miða. en samt verður sturtu, vask og klósettlaust fram á mánudag. sem er ástæðan fyrir því ég fer ekki fram og fæ mér vatnsglas þó ég sé svona líka agalega þyrst. það er reyndar klósett í húsinu... niðrí kjallara. oj.
en ég er búin að taka til í 2/5 hluta efriskápanna í eldhúsinu og innri ganginn og næstum því hornið mitt í borðstofunni. mæli ekki með því fyrir börn og hjartveika að láta sér detta í hug að þrífa bak við borð og borðtölvu sem ekki hafa verið hreyfð svo mánuðum skiptir. frekar steypt ástand þar á bak við. svo fannst mér ég verða að taka allt skrifborðið í gegn líka... og er strand. er búin að skipta þessu nokkurnvegin niður í þrjá hauga: drasl, meira-drasl, tunnu-drasl.
bara búin að ákveða hvað ég geri við þann síðastnefnda.
en í bjartsýnni kantinum þá erhægt að nefna það ég fann sápukúlubox... kannski það verði til að gleðja litla loðdýrið (ég reyndi að setja á hann partýgrímu sem ég fann en honum fannst það ekki skemmtilegt).
fimmtudagur, apríl 15, 2010
ælu-bleikar grifflur/pink-fusion mittens
okei, kannski komið nóg af þessum grifflum... eða ekki :)
hér eru einar líka byggðar á munstri úr dagatalinu góðu, þetta mun vera 28. nóvember og heita Staggered Fern Lace Panel sem ég veit ekkert hvað þýðir, held að fern sé burkni.
allavega. þetta hefði nýtt sín mikið betur með einlitu garni, en maður vinnur víst ekki alltaf.
UPPSKRIFT
prjónar nr. 3
fitja upp 14 + 20 + 14 (=48)
talan í miðjunni (20) er munstrið sjálft, lykkjurnar sitthvoru megin verða bara sléttar, svo ef þið þurfið að þrengja/víkka þá þarf að gera það jafnt sitthvoru megin (t.d. 10 + 20 + 10 = 40)
í hverri umferð prjónið 14 lykkjur slétt + BEKK + 14 lykkjur slétt
BEKKUR
röð 1: 2 brugnar, 9 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 3 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
röð 2 (og alltaf önnur hver umferð): prjóna slétt
röð 3: 2 brugnar, 10 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 2 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
röð 5: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 4 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 3 slétt, (band yfir, 1 slétt) tvisvar, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
röð 7: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 3 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 9 slétt, 2 brugnar
röð 9: 2 brugnar, prjónið 3 saman, 2 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 10 slétt, 2 brugnar
röð 11: 2 brugnar, prjónið 3 saman, (slétt 1, band yfir) tvisvar, 3 slétt, band yfir, 1 slétt, band yfir, 4 slétt, taka eina óprjónaða - prjóna 2 saman - setja óprjónuðu yfir, 2 brugnar
endurtakið 4 sinnum (eða oftar ef þið viljið hafa lengri)
ÞUMALL
í röð 2: 4 slétt, setjið 10 lykkjur á hjálparband (þetta verður þumallinn), setjið hjálparbands-lykkjurnar aftur á prjóninn og prjónið yfir þær eins og ekkert hafi í skorist.
endurtakið munstrið 1 sinni (eða oftar ef þið viljið að grifflurnar nái lengra upp á handarbakið), sláið af.
setjið 20 lykkjur á prjóna (lykkjurnar sem voru á hjálparbandinu) og prjónið 14 umferðir (eða fleiri ef þið viljið hafa lengri þumal), sláið af.
FRÁGANGUR
til að kantarnir rúllist ekki upp heklaði ég eina umferð af einföldu hekl-spori að neðan og ofan og á þumlinum. kannski er nóg að stífa bara grifflurnar.
English version
PATTERN
needles no. 3
CO 14 + 20 + 14 (=48)
the number in the middle (20) is the main pattern, stitches each side are "background". so if you want tighter/wider mittens, those are the ones to mess with (f. ex smaller: 10 + 20 + 10 (=CO 40), wider: 15 + 20 + 15 (=CO 50)
every row knit 14 sts + MIDDLE + 14 sts.
MIDDLE
row 1: P2, K9, YO, K1, YO, K3, sl 1 - K2tog- psso, P2
row 2 (and every other row): knit
row 3: P2, K10, YO, K1, YO, K2, sl 1 - K2tog - psso, P2
row 5: P2, K3tog, K4, YO, K1, YO, K3, (YO, K1) twice, sl 1 - K2tog - psso, P2
row 7: P2, K3tog, K3, YO, K1, YO, K9, P2
row 9: P2, K3tog, K2, YO, K1, YO, K10, P2
row 11: P2, K3tog, (K1, YO) twice, K3, YO, K1, YO, K4, sl 1 - K2tog - psso, P2
repeat 4 times (or more if you want longer mittens)
THUMB
in row 2: K4, put 10 sts on help-yarn (this will be the thumb), put the help-yarn sts back on the right needle and knit as usual.
now repeat the MIDDLE 1 more time (or more if you want the mittens to go longer over the back of your hand), cast off.
put the 20 thumb- sts on needles (the sts from the help-yarn) and knit 14 rows (or more if you want longer thumb), cast off.
FINAL STUFF
to prevent the edges to curl, i crochet-ed one row of single-crochet each end + the thumb. maybe blocking it would be enough with some yarns.
laugardagur, apríl 10, 2010
túrkís stúkur/ turquose wrist warmers
þetta er tekið úr AGALEGA sniðugu dagatali sem ég keypti mér þar sem hver dagur er með einni uppskrift. þetta er s.s. 1. nóvember og heitir á ensku Lacy ZigZag :)
ég var að spá í að hekla eitthvða krúttulegt framan á þær af því að jaðarinn rúllast pínu upp, en nennti því ekki.
uppskrift
prjónar nr. 3
1/2 dokka af kambgarni
Fitja upp 43 lykkjur (til að gera þrengri stúkur eða víðari þarf þessi tala að ganga uppí 6 + 1)
röð 1: *taka 1 óprjónaða - prjóna 1 - steypa óprjónuðu yfir (það er líka hægt að prjóna 2 saman en fara í gegnum lykkjuna að aftanverðu, mér finnst það yfirleitt koma betur út), prjóna 2, band yfir, prjóna 2*
endurtaka * til * þangað til 1 lykkja er eftir; prjóna eina
röð 2: prjóna slétt
röð 3: prjóna 3, *band yfir, prjóna 2, prjóna 2 saman, prjóna 2*
endurtaka * til * þangað til það eru 4 lykkjur eftir; band yfir, prjóna 2, prjóna 2 saman.
röð 4: prjóna slétt
svo eru þessar 4 umferðir endurteknar þangað til stúkan er orðin nógu stór til að passa á hramminn sem hún er ætluð. stúkan sem ég gerði á myndinni er með 5 endurtekningum.
pattern
CO 43 sts (if you want bigger or smaller, it has to add up to 6 + 1)
row 1: *sl 1, K1, psso, K2, YO, K2*
rep * to * until last st; K1
row 2: knit
row 3: K3, *YO, K2, K2tog, K2*
rep * to * until last 4 sts; YO, K2, K2tog
row 4: knit
repeat these 4 rows until the wristwarmer is long enough for the hand it's made for, the one i did on the photo had 5 rep. of the pattern :)
sunnudagur, apríl 04, 2010
gleðilega páska!
ó je.
miðvikudagur, mars 31, 2010
appelsínu-stúkur.... now also in english!
CIMG0442
Originally uploaded by tota121280
appelsínu-stúkur/orange wrist warmers
svona af því að það er kúl að vera með stúkur bjó ég til þessar hér úr afgangs Kambgarni sem ég átti. notaði ekki nema rúmlega hálfan hnykil svo þetta er eiginlega alfeg tilvalið.
og gæti varla verið einfaldara.
prjónar nr. 3,5 (eða hringprjón)
fitjið upp 48 lykkur (ef þið viljið hafa þrengri eða víðar þá verður það að ganga uppí 12)
röð 1: prjónið 2 saman tvisvar, loftlykkja + prjónið eina fjórum sinnum, prjónið 2 saman tvisvar
röð 2: prjónað slétt
endilega látið mig vita ef það eru villur... :)
in english:
2 point needles no. 3,5 (or a circle)
CO 48 st (if you want it smaller or bigger it's no problem, just make sure it adds up to 12)
row 1: K2tog, K2tog, *m1, K1* (*4 times), K2tog, K2tog
row 2: K
i wrote it down by memory, possibly some errors... let me know :)
mánudagur, mars 29, 2010
all gone now!
CIMG0309
Originally uploaded by tota121280
ein af síðustu stundum mínum á gamla ekkisvo-góða klósettinu.
baðið
tildæmis saga í sundur rafmagnsvírinn sem tengir eldavélina og rífa alla tengla úr eldhúsinu.
jú þið lásuð rétt, við erum að gera upp baðið.
en þetta verður OSOM næs og flott og það verður þvottavél og þurrkari í íbúðinni, svo að skokk-ferðir mínar niður í kjallara með þvott heyra sögunni til. þurrkarinn er meira að segja svo tæknilegur að hann segir bíb-bíb-bíb þegar þvotturinn er þurr, samt erhann barkalaus (a. ha. ha. ha.), við prófuðum hann og í þessum töluðu orðum sit ég í þurrkara-þurrkuðum naríum. reyndar í fleiri fötum líka því hér ganga iðnaðarmenn fram og til baka með allskonar dót sem mér finnst allt líta eins út og heita það sama.
annað spennandi við svona framkvæmdir er að það er búið að taka klósett hurðina af hjörunum (reyndar er líka búið að taka hjarirnar allar og vegginn sem hjarirnar voru á, en það er önnursaga) svo þegar maður pissar þá þarf maður helst að raula í leiðinni svo enginn komi eða fari að hlusta á það hversu aum bunan manns er.
ef hún er aum þeas.
ó je.
annað í fréttum er það helst að utanlandsferð páskanna hefur verið pöntuð, borguð og bíður þess eins að við fjölskyldan skundum af stað.
allt í boði ungfrú Lovísu, yaaay! þannig að ef þjófar lesa þetta verða þeir að muna að pissa áður en þeir brjótast inn. djók.
föstudagur, febrúar 19, 2010
fljótshlíðin bíður
annars er bara brjáluð stemming, svolítið kalt og ég er gjörsamlega að sálast mig langar svo í nammi og kók. og helst pulsu líka.... eða pizzu.... vó.
kannski best að leggja sig bara :p
þriðjudagur, febrúar 16, 2010
óskar vs. blaðran
svona getur farið með mann að vera með athyglisbrest.
miðvikudagur, febrúar 03, 2010
*dæs*
svo nær maður bara varla andanum.
eða svona. mér er svossem nær að vera að troða mér í allt.
ástæða þess að ég er HEIMA hjá mér þetta virka vikukvöld og m.a. segja búin að gera ekkert í rúman klukkutíma er sú að það féll niður Esju-æfing. sem er mikið sorgarefni af því esja er best í heiminum og þó ég væri í fimmfaldri vinnu og stjarnvísindalega yfirgripsmiklu og tímafreku háskólanámi myndi ég samt gefa mér tíma að hitta þau alltaf. alltaf segi ég.
enda ætlum við að sigra heiminn (erum nú þegar búin að taka mosfellsbæ og akranes).
en þó sorgin særi mig að beini inn
og svíður tár í auga
verður gott að gráa hnoðrann sinn
geta kúrt og kyssað
kyssað er nú reyndar ekki orð og svo er óskar gjörsamlega úrvinda eftir átök dagsins. lagði sig og át kattamat og sleikti stjörnuna og þið skiljið... mikil átök í gangi.
en ég á víst að vera að skrifa formála að rannsóknarritgerð sem þarf að skilast á mánudag... best að vinda sér í verkið.
vonandi án vindverkja... aaah, ha, ha..... ha
föstudagur, janúar 22, 2010
nýja besta vinkona mín
Nýja besta vinkona mín er svertingi og nennir bara að hitta mig þegar ég er í strætó og ætti að vera að læra. svona er þetta stundum. en reyndar kíkti hún um daginn í nýju stofuna mína með rauðu flauelis gardínunum og var mjög almennileg eins og myndin sýnir.
je.
ég á s.s. að vera að hlusta á fyrirlestur um nám í félags- og menningarlegu samhengi. uh... spes.
mánudagur, janúar 04, 2010
sæt er sameiginleg stöðumælasekt
mér fannst bókabúðirnar voðalega almennilegar aðtaka af þessa asnalegu ljótu skilamiða sem voru einu sinni, "skilamiðinn skiptir ekki máli" og álíka. HINSVEGAR er komið á svokallað Skilagjald á hverja þá bók sem ekki er MERKT bókabúðinni. eh?
afhverju eru allir að plokka af manni pening? af hverju er ekki bara hægt að hafa hlutina eðlilega? tuð.
hey vá svo ætlaði ég að skipta bókum og fá í staðinn Halldór Laxness... sem ég fékk, en vissuði að það er ekkert bókaforlag að gefa út dóra ell? heimsljós er t.d. uppseld og konan sagði bara "æ dónt nó", eða því sem næst. benti mér á að finna hana hjá Braga. púff. þetta er agalegt... merkasti rithöfundur Íslands (já mér finnst hann betri en einar már og stefán máni) bara óútgefinn! jemn.
mig langar í kaffi en er svo að segja fullviss um að mér verði flökurt af því... einhver súrmetis fílingur í maganum á mér. spurning hvort verður yfirsterkara, kaffilöngunin eða vitið?
svo finnst mér agalega hvimleitt að það skuli vera svona kalt. ég þurfti að opna út á svalir af því það var svo þungt loft hjá okkur óskari, en þá varð bara skítkalt. reyndar góð afsökun til að fara uppí rúm og undir sæng... aaaaaah!
en maður er að reyna að vera almennilegur, vinna á morgun :( já okok ekki jafn hræðilegt og hjá þeim sem eru í vinnunni í dag, iknow. en þúst samt.
svo þarf ég að hringja.
mikið þarf ég að losa mig við þessa símafælni. fáránlegt. hef reyndar skánað, átti erfitt með að panta pizzur þegar ég var yngri, hoho :D held þetta sé af því ég heyri svo illa í gegnum tæki... skilur einhver tildæmis þegar eitthvað er sagt í hátölurum í búðum? það gæti alfeg eins verið að þylja upp arabíska stafrófið fyrir mér, heyri ekkert nema "skvvveeessshhhþþ sveoojjjs fajjjeeeelssss aaaa".
svo fékk ég stöðumælasekt meðan ég var að borga fyrir að skila þessum bókum. frekar fúl þangað til ég sá að risastóri mikið bónaði ógeðs-jeppinn í stæðinu fyrir framan mig var LÍKA með sekt, hohohoh!
reyndar fór ég líka til augnlæknis (talandi um að massa morgunverkin) í síðustu skoðun eftir augn-leiðréttingar-leiser-aðgerðina sem ég fór í september. jeminn haldiði ekki bara að kellingin sé með MEIRA EN 100% sjón! þannig að núna sé ég í gegnum þykka veggi og einfalt blýlag. nei djók. en ég sé s.s. töluvert betur núna helduren þegar ég var með rétt gler í gleraugum. það er næs :)
svo er af mér rakspíralykt frá því í morgun þegar ég kyssti nýrakaðan eiginmann minn bless... þannig að þetta er nú svossem ekki svo slæmur dagur eftir allt saman :)
laugardagur, janúar 02, 2010
quick-n-easy socks
This is kind of taken from the grey shop socks we all know (here in iceland) and love. i did it with double threaded (plötu) Lopi and size 4 needles. i guess with triple threaded they would be even thicker. these are quite warm enough though.
***
this is approx. size 38
leg:
CO 44 sts
K2 P2 for 30 rows (or longer if you want)
K 1 row
heel:
K 22sts back and forth on 2 needles (P on the wrong side).
every row slip the first st and dont knit the last st. so every row there are 2 less sts knitted than before (you're kind of making a triangle).
when there are 2 sts left unknitted on each needle you start knitting back, every row K2tog and M1 (also on P side, which is a bit harder :/ ).
end on P.
now you should again have 22 sts and a heel.
foot:
K 30 rows
now start making the toe, K2tog in the beginning of needle 1 and 3 but K2tog at the end of needle 2 and 4.
***
this is the first pattern i write down for other people so plz tell me if(what) needs to be better :)
yay!