þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
sunnudagur, júlí 27, 2008
kettir eru til margs nytsamlegir. í gær notuðum við t.d. óskar sem músamottu. hann fílaði það vel og malaði hástöfum, var örugglega ánægður með að fá loksins verðskuldaða athygli.
kannski gott að taka það fram að það var hann sjálfur sem plantaði sér þarna fyrir framan lyklaborðið, oftast lætur hann nú samt vaða beint ofaná það... :)
miðvikudagur, júlí 16, 2008
ka ka ka kaffi
það kom að því að ég fengi mér heiðarlega vinnu eftir gott hlé frá hinum mergsjúgandi vinnumarkaði. og hætti þessari leti. neidjók.
en samt í alvöru, ég var að byrja að vinna!
yay!
mér finnst það meira aðsegja gaman. er s.s. að vinna í Te og kaffi í Saltfélaginu niðri við höfn. svaka fjör, er búin að vera að vinna með henni Hugrúnu sem er algjör snillingur. kom í ljós að hún bjó í bristol í vetur svo við erum aldeilis búin aðtaka baknag á englendinga og enska siði (tókum sérstaklega te drykkjuna fyrir í gær). verð þarna eitthvað á fullu þangað til 30. júlí, en þá verður brunað í brunann. er á leið til spánar með y-litninginum. hefði ég verið strákur.
æj eða eitthvða svoleiðis.
endilega kíkja á kjellinguna ef þið eigið leið framhjá, getið notað tækifærið og skoðað húsgögn sem eru bæði dýr og ljót. :)
svo er ég með svarta svuntu sem er alltaf næs lúkk.
xxx
þriðjudagur, júlí 08, 2008
Surtsey á heimsminjaskrá!
nú getur maður verið stoltur af mömmunni sinni, því hún er ekki bara sæt og góð (og í kinnum rjóð) heldur nýútnefndur Landvörður Surtseyjar og var ein af þeim sem sáu um að gera Surtseyjar skýrsluna sem þurfti til að sækja um heimsminjaskráningu.
yay!
Surtsey á heimsminjaskrá
yay!
Surtsey á heimsminjaskrá
föstudagur, júlí 04, 2008
útlagning
er á leiðinni til Siglufjarðar á eftir með hinni frægu Ungfóníu. skv. morgunblaðinu er ég reyndar ekki í þeirri sveit því hún mun innihalda nemendur á aldrinum 14 til 25 ára.
og því miður er ég hvorugt.
þetta hlýtur nú samt að vera ókei, svona um leið og ég finn svefnpokann minn og dýnu. það er af sem áður var þegar gamla fólkið fékk að sofa á virðulegri stöðum en skólagólfi... en þá veit maður líka hverjum maður gerir ekki greiða næst.
annars er ég komin Langleiðina að pakka uppúr pappakössunum fjórum sem innihéldu breska dótið mitt. er búin að skella upp speissjippinu (tölvan sem ég er akkúrat núna fyrir framan) og einni hillu, svo það er bara smotterí eftir. eins og tildæmis að koma öllum fötunum mínum fyrir (virðist sem allar hirslur hafi sjálfkrafa fyllst af herraskyrtum og jakkafötum meðan ég var í burtu), raða bókum upp í hillu og koma skikki á nótnamál.
núna er ég hinsvegar að spá í að skella mér í sund.
eða bara hanga á netinu. :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)