vó getiðið hvað gerðist í gær?! (allir nema dagga)
haldiði ekki bara það hafi verið JARÐSKJÁLFTI í birmingham í gær! eða í nótt þeas, um eitt leytið og kannski ekkert endilega í birm, en þúst... næstum. EN þettu bjóst ég nú ekki við, enda bretland svossem ekki þekkt fyrir miklar skekingar.
ég er ekki viss um að skekingar sé orð.
en allavega, svossem enginn 17. júní en nóg samt til að maður fékk svona fiðrildi í iljarnar eftir á. asnalega eins og það hljómar, þá var ég viss um að einhver hefði keyrt á húsið mitt og þessvegna væri það að hristast. eins og maður hefði ekki heyrt skrens og beygluhljóð? fundið högg og heyrt fólk blóta? þvílíkt rugl. ojæja.
líður betur í maganum, samt ekki orðin "eins og ég var" og msnið hjá mér er í tómu rugli, frýs bara. óóóþolandi. en í sambandi við mallakút... ég ætla nú ekki að gera þetta að einhverju lækna-sjúkdóma-aumingjaég-bloggi, en ég fór áðan útí búð og keypti laxer-pillur og ef það virkar ekki þá er ég farin til læknis. ég get nefnilega ekki ennþá sofið í rúminu mínu, það er svo vont að liggja. og þó það sé nú ekkert endilega vont að sofa í sófanum mínum þá grunar mig það sé ekki hollt til framtíðar.
komin dagsetning á lokatónleikana mína, þeir verða þriðjudaginn 27. maí! allir að koma, það verður stuð. á reyndar eftir að ákveða helminginn af prógramminu, en það hlýtur að reddast :D
jæja ætla að fá mér bakaðar baunir á ristuðu brauði (þetta ernæstum því rím, já?) og rótsterkt kaffi. svo sér maður hvort pee og poo komi ekki til hjálpar.
knúsíknú
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
auuuuumingja tóta litla
átti yndislega helgi með jónisæta, hefði þó kannski mátt vera örlítið lengri, get ekki sagt icelandexpress hafi gert mikið fyrir okkur hjónleysin með fokkin 9 tíma seinkun á flugi. grrr. en allt er betra en ekki neitt og ég væri alfeg til í að bíða mikið lengur en 9 tíma til að fá að hitta manninn minn.
ókei nóg af væmni, helgin endaði hinsvegar (eins og oft vill vera) á mánudagsmorgni. jónsæti fór í flugið sitt (hefði ekki verið hægt að seinka ÞVÍ flugi?!) þá var ég með smá magaverk en svossem ekkert dramatískt. annað kom samt í ljós því verkurinn fór versnandi sem á leið daginn. hélt ég myndi ekki hafa það að labba frá hótelinu, í tjúbið og svo í lestina til Birm. tókst á hörkunni (búastaða genin láta sko ekki magaverk hægja á sér) og var komin heim í herbergið mitt um tvö leytið.
komst þá að því að það var mikið mikið MIKIÐ verra að liggja en sitja og er því búin að hálfliggja-hálfsitja í sófanum mínum síðan þá. með svakalega verki, ógleði og máttleysi. þetta var meira að segja orðið það slæmt að ég fékk mér verkjalyf. er lítil pillu-kona í mér.
en viti menn, verkjalyf virka! húrra.
en reyndar bara í sovna 3 tíma.
svo ég bruddi þetta á sirka 4 tíma fresti og lá svo í móki inná milli. hringdi svo loks í hjúkku-ráðgjafarlínuna um miðnætti og rakti raunir mínar.
hún sagði mér þetta væri nú örugglega ekki alvarlegt þar sem ég var hvorki ælandi né í yfirliði og ráðlagði mér að drekka vatn og bryðja verkjalyf.
sem ég er búin að gera síðan. og þetta er að lagast, svei mér þá.
en þvílíkar kvalir. púff púff. nú loksins fær maður samúð með grenjandi smábörnum með magaverk. eða svona... :)
þurfti reyndar að afbóka mig af 3 æfingum og svo er Rivka að koma á morgun, þannig að ég er með smá sammara... en hvað getur maður gert? manneskja sem varla getur gengið eða andað eðlilega gerir nú ekki mikið gagn á kvartettæfingu. held ég.
djók.
þannig að allir að vorkenna mér smá og hugsa vel til mín... VERÐ að fara í skólann á morgun.
kyssikyssi, ætla útí búð að kaupa sveskjur :)
ókei nóg af væmni, helgin endaði hinsvegar (eins og oft vill vera) á mánudagsmorgni. jónsæti fór í flugið sitt (hefði ekki verið hægt að seinka ÞVÍ flugi?!) þá var ég með smá magaverk en svossem ekkert dramatískt. annað kom samt í ljós því verkurinn fór versnandi sem á leið daginn. hélt ég myndi ekki hafa það að labba frá hótelinu, í tjúbið og svo í lestina til Birm. tókst á hörkunni (búastaða genin láta sko ekki magaverk hægja á sér) og var komin heim í herbergið mitt um tvö leytið.
komst þá að því að það var mikið mikið MIKIÐ verra að liggja en sitja og er því búin að hálfliggja-hálfsitja í sófanum mínum síðan þá. með svakalega verki, ógleði og máttleysi. þetta var meira að segja orðið það slæmt að ég fékk mér verkjalyf. er lítil pillu-kona í mér.
en viti menn, verkjalyf virka! húrra.
en reyndar bara í sovna 3 tíma.
svo ég bruddi þetta á sirka 4 tíma fresti og lá svo í móki inná milli. hringdi svo loks í hjúkku-ráðgjafarlínuna um miðnætti og rakti raunir mínar.
hún sagði mér þetta væri nú örugglega ekki alvarlegt þar sem ég var hvorki ælandi né í yfirliði og ráðlagði mér að drekka vatn og bryðja verkjalyf.
sem ég er búin að gera síðan. og þetta er að lagast, svei mér þá.
en þvílíkar kvalir. púff púff. nú loksins fær maður samúð með grenjandi smábörnum með magaverk. eða svona... :)
þurfti reyndar að afbóka mig af 3 æfingum og svo er Rivka að koma á morgun, þannig að ég er með smá sammara... en hvað getur maður gert? manneskja sem varla getur gengið eða andað eðlilega gerir nú ekki mikið gagn á kvartettæfingu. held ég.
djók.
þannig að allir að vorkenna mér smá og hugsa vel til mín... VERÐ að fara í skólann á morgun.
kyssikyssi, ætla útí búð að kaupa sveskjur :)
mánudagur, febrúar 25, 2008
föstudagur, febrúar 22, 2008
útlitsbreyting og djúpnæring
ég er búin að taka ákvörðun um að breyta útlitinu á þessu bloggi, það fer í taugarnar á mér allt í einu (ekki nema 4 ár síðan ég html-aði það).
hins vegar mun örugglega líða mjög mjög langur tími þar til heimurinn sjálfur fær að sjá þessar ljúfu breytingar.
talandi um ljúft, þá verð ég bara gjörsamlega að skella mér í auglýsinga-radda gírinn og segja ykkur frá djúpnæringu sem ég keypti frá Aussiehair. ef þið eruð sjónvarpssjúklingar eða bara fædd eftir 1960 þá sjáið þið án efa fyrir ykkur (og heyrið hroðalegu tónlistina líka) svona hárauglýsingar... ó je.
en ég s.s. keypti svona lítið bréf af djúpnæringu og skellti í mig áðan. liðinn u.þ.b. hálftími síðan ég þvoði hann úr en ég get eiginlega ekki hægt að þefa af hárinu á mér og hrista það framan í spegil.
permanettið góða sem ég fékk mér um jólin er m.a.s. búið að láta AÐEINS bera á sér, eftir 2 mánaða fjarveru og fallegi rauði bjarminn sem kemur stundum á hausinn á mér (ömmu-arfleið í báðar ættir) virðist fíla þetta. semsagt tryllt stemming. tónleikar í kvöld hjá hljómsveitinni sem mér tókst að segja mig úr, brahms 4, rómeó og júlía og eitthvað álíka. hljómsveitarstjórinn ætlar víst að láta alla strengina (nema sellóin ha ha) standa meðan þau spila sinfóníuna. gott hjá honum segi ég nú bara.
ég verð allavega á fremsta bekk með hárið, get þá allavega þefað af því ef mér fer að leiðast.
hins vegar mun örugglega líða mjög mjög langur tími þar til heimurinn sjálfur fær að sjá þessar ljúfu breytingar.
talandi um ljúft, þá verð ég bara gjörsamlega að skella mér í auglýsinga-radda gírinn og segja ykkur frá djúpnæringu sem ég keypti frá Aussiehair. ef þið eruð sjónvarpssjúklingar eða bara fædd eftir 1960 þá sjáið þið án efa fyrir ykkur (og heyrið hroðalegu tónlistina líka) svona hárauglýsingar... ó je.
en ég s.s. keypti svona lítið bréf af djúpnæringu og skellti í mig áðan. liðinn u.þ.b. hálftími síðan ég þvoði hann úr en ég get eiginlega ekki hægt að þefa af hárinu á mér og hrista það framan í spegil.
permanettið góða sem ég fékk mér um jólin er m.a.s. búið að láta AÐEINS bera á sér, eftir 2 mánaða fjarveru og fallegi rauði bjarminn sem kemur stundum á hausinn á mér (ömmu-arfleið í báðar ættir) virðist fíla þetta. semsagt tryllt stemming. tónleikar í kvöld hjá hljómsveitinni sem mér tókst að segja mig úr, brahms 4, rómeó og júlía og eitthvað álíka. hljómsveitarstjórinn ætlar víst að láta alla strengina (nema sellóin ha ha) standa meðan þau spila sinfóníuna. gott hjá honum segi ég nú bara.
ég verð allavega á fremsta bekk með hárið, get þá allavega þefað af því ef mér fer að leiðast.
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
madam queen viola hringdi í mig í gær og sagðist ekki ætla að kenna í dag. væri eitthvað slöpp og ble ble.
svo ég ákvað að vera ekkert að stilla neinar verkjaraklukkur. sofa bara út svona einu sinni og hafa það náðugt. svaf þar af leiðandi í næstum 11 tíma.
ó je!
svo lufsast ég á fætur og fæ mér "morgunmat". og getiði hvað?
jú alfeg rétt, ég er algjörlega uppgefin og held ég verði bara að leggja mig smá áður en ég byrja að æfa mig. ég á allt gott skilið.
svo ég ákvað að vera ekkert að stilla neinar verkjaraklukkur. sofa bara út svona einu sinni og hafa það náðugt. svaf þar af leiðandi í næstum 11 tíma.
ó je!
svo lufsast ég á fætur og fæ mér "morgunmat". og getiði hvað?
jú alfeg rétt, ég er algjörlega uppgefin og held ég verði bara að leggja mig smá áður en ég byrja að æfa mig. ég á allt gott skilið.
þriðjudagur, febrúar 19, 2008
Aksjón heimafyrir
Hagley Road þar sem ég bý, er greinilega aðalpleisið, samkvæmt nákvæmum athugunum mínum síðustu tvo daga. í gærkvöldi kom annar svía-sækóinn inn til mín og spurði hvort ég hefði ekki heyrt ópin. óp smóp segi ég og ranghvolfi augunum, gerði fastlega ráð fyrir því að þessi sambýliskona mín væri búin að finna nýja hlið á sálrænum kvillum sínum og þyrfti að deila þeim með mér. aldeilis ekki. gjörsamlega beint fyrir utan gluggann hjá okkur (sem betur fer erum við á 3ju hæð) lá maður og ofan á honum 2 lögreglumenn. seinna komu svo tveir löggubílar með ljósum og látum. svaka stuð (nema fyrir bófann).
varla voru liðnar nema nokkrar mínútur þegar mikill bumbusláttur byrjar. ég opna gluggann og glápi niður eftir götunni... og alfeg eins og mig grunaði (uh... nei) þá var hvítur, loðinn dreki að dansa fyrir utan kínverska veitingarstaðinn sem er rétt hjá. kringum þennan ekkiíþettaskiptið eldspúandi og dansandi dreka voru svo (geri ég ráð fyrir) asískir menn með bumbur að gera bomm-bomm. þessu fylgdi svo einhverskonar lúðrablástur sem hljómaði nokkurn veginn svona:
"HJEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE"
það hefði verið hægt að segja þessi dreka bissness hefði verið útaf kínverska nýja árinu. en það var í síðustu viku, svo ég veit ekki hvað í óskupunum lá fyrir þessum austurlensku nágrönnum mínum. kannski var svona hrikalega gott tilboð á hrísgrjónum?
maður veit ekki.
svo í dag skall á enn ein fyrirferðin þegar lítill rauður bíll klessukeyrði á gangstéttarsúludæmi á nákvæmlega sama stað og bófinn var gómaður (eins gott það var daginn áður búið að vippa honum inní löggubíl og í burtu). ég var nú bara að æfa mig í rólegheitum (vona innilega það hafi nú ekki verið 5. kafli hindemith sónötu sem olli þessum árekstri) þegar skrans og beygluhljóð berast til mín.
ég lít út og þegar ég sá að enginn var meiddur (stelpurnar stigu allar útúr bílnum óhultar, þó ein hafi reyndar verið grenjandi) tók ég mynd. ég veit ekki hvað sjúkrabíllinn var að ómaka sig við að mæta og hversvegna í óskupunum hann þurfti endilega að parkera rassgatinu á sér út á miðja götu, en svona er þetta stundum.
næst þegar ég leit út var bíllinn farinn og allar stelpurnar, en í staðinn kominn rauðbrún möl.
þetta er kannski svona eitthvað breskt... að merkja alla árekstursstaði með rauðri möl, öðrum til varnaðar?
varla voru liðnar nema nokkrar mínútur þegar mikill bumbusláttur byrjar. ég opna gluggann og glápi niður eftir götunni... og alfeg eins og mig grunaði (uh... nei) þá var hvítur, loðinn dreki að dansa fyrir utan kínverska veitingarstaðinn sem er rétt hjá. kringum þennan ekkiíþettaskiptið eldspúandi og dansandi dreka voru svo (geri ég ráð fyrir) asískir menn með bumbur að gera bomm-bomm. þessu fylgdi svo einhverskonar lúðrablástur sem hljómaði nokkurn veginn svona:
"HJEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE"
það hefði verið hægt að segja þessi dreka bissness hefði verið útaf kínverska nýja árinu. en það var í síðustu viku, svo ég veit ekki hvað í óskupunum lá fyrir þessum austurlensku nágrönnum mínum. kannski var svona hrikalega gott tilboð á hrísgrjónum?
maður veit ekki.
svo í dag skall á enn ein fyrirferðin þegar lítill rauður bíll klessukeyrði á gangstéttarsúludæmi á nákvæmlega sama stað og bófinn var gómaður (eins gott það var daginn áður búið að vippa honum inní löggubíl og í burtu). ég var nú bara að æfa mig í rólegheitum (vona innilega það hafi nú ekki verið 5. kafli hindemith sónötu sem olli þessum árekstri) þegar skrans og beygluhljóð berast til mín.
ég lít út og þegar ég sá að enginn var meiddur (stelpurnar stigu allar útúr bílnum óhultar, þó ein hafi reyndar verið grenjandi) tók ég mynd. ég veit ekki hvað sjúkrabíllinn var að ómaka sig við að mæta og hversvegna í óskupunum hann þurfti endilega að parkera rassgatinu á sér út á miðja götu, en svona er þetta stundum.
næst þegar ég leit út var bíllinn farinn og allar stelpurnar, en í staðinn kominn rauðbrún möl.
þetta er kannski svona eitthvað breskt... að merkja alla árekstursstaði með rauðri möl, öðrum til varnaðar?
sunnudagur, febrúar 17, 2008
það held ég nú
ekkert smá mikið afrek að vakna í morgun, fór alfeg á fætur þið vitið... fyrir 10!
fór svo í kirkjuna mína í Smelly Park, stuðstuðstuð á þeim bænum. ákvað svo að stoppa í tesco á leiðinni heim. endaði á því að kaupa köku-uppskrifta bók og hráefni í eina köku.
sem ég var að enda að taka úr ofninum og hún er hundvond :( en sem betur fer keypti ég líka green & black hvítt (litróf.is) súkkulaði sem ég er að kjamsa mér á. mér tókst líka að missa bæði skurðarbrettin okkar úr Ikea bak við eldhúseininguna þar sem vaskurinn er. einmitt sú eldhúseining sem er BOLTUÐ við styrktarveggi í húsinu. eða því sem næst. svo jah.... ný skurðarbretti á næstunni.
hitamælirinn frá yahoo.co.uk segir mér að það sé 7 stiga hiti úti og 40% raki. eh... LYGI! það er svo ógeðslega kalt og rakt ég tel mig nauðbeygða til að fara aðeins undir sæng og lesa.
eða hugsa.
með lokuð augun.
:)
fór svo í kirkjuna mína í Smelly Park, stuðstuðstuð á þeim bænum. ákvað svo að stoppa í tesco á leiðinni heim. endaði á því að kaupa köku-uppskrifta bók og hráefni í eina köku.
sem ég var að enda að taka úr ofninum og hún er hundvond :( en sem betur fer keypti ég líka green & black hvítt (litróf.is) súkkulaði sem ég er að kjamsa mér á. mér tókst líka að missa bæði skurðarbrettin okkar úr Ikea bak við eldhúseininguna þar sem vaskurinn er. einmitt sú eldhúseining sem er BOLTUÐ við styrktarveggi í húsinu. eða því sem næst. svo jah.... ný skurðarbretti á næstunni.
hitamælirinn frá yahoo.co.uk segir mér að það sé 7 stiga hiti úti og 40% raki. eh... LYGI! það er svo ógeðslega kalt og rakt ég tel mig nauðbeygða til að fara aðeins undir sæng og lesa.
eða hugsa.
með lokuð augun.
:)
mánudagur, febrúar 11, 2008
ég er farin að horfa á Californication þættina með david duchovny (eða hvernig svo sem í rassgatinu hann stafsetur nafnið á sér) og finnst þeir skemtilegir. ekki MJÖG, en þeir fara EKKI í taugarnar á mér, sem er kúl. kiera knightley eða hvað sem þarna beinabera kústskaftið heitir sem lék í sjóræningjamyndinni er ekki í henni, heldur ekki meril streep eða julia roberts.
aftur á móti er fullt af berrössuðum kellingum og sköllótti kallinn sem lék í boston legal. skrítið.
en allavega, david duchofnei leikur mann sem heitir Hank og er rithöfundur.
svo núna langar MÉR að vera rithöfundur og tel mig fullkomna til þess.
ég er líka búin að vera að hlusta á píkupopp.
svo núna er ég þess fullviss að ÉG gæti vel verið fræg söngkona.
smá mikilmennskubrjálæði? :p
kannski er þetta mótvægi við sænsku sækópattana sem ég bý með. þær kúka í vitlausum litatón og eru í depressjón næstu vikuna yfir því. eru svo harðar á því að þær geti EKKI NEITT af því þær eru svo glataðar.
bíðiði bara þangað til ég verð orðin syngjandi rithöfundur, þá fyrst sökkva þær djúpt í depressjón! hohohohoh! HHAHAHAHA! HMOOOOAAAAAH HOOOO HOOO HOOOO!
ok ekki meira kaffi núna.
aftur á móti er fullt af berrössuðum kellingum og sköllótti kallinn sem lék í boston legal. skrítið.
en allavega, david duchofnei leikur mann sem heitir Hank og er rithöfundur.
svo núna langar MÉR að vera rithöfundur og tel mig fullkomna til þess.
ég er líka búin að vera að hlusta á píkupopp.
svo núna er ég þess fullviss að ÉG gæti vel verið fræg söngkona.
smá mikilmennskubrjálæði? :p
kannski er þetta mótvægi við sænsku sækópattana sem ég bý með. þær kúka í vitlausum litatón og eru í depressjón næstu vikuna yfir því. eru svo harðar á því að þær geti EKKI NEITT af því þær eru svo glataðar.
bíðiði bara þangað til ég verð orðin syngjandi rithöfundur, þá fyrst sökkva þær djúpt í depressjón! hohohohoh! HHAHAHAHA! HMOOOOAAAAAH HOOOO HOOO HOOOO!
ok ekki meira kaffi núna.
tjekk it át!
allt í stuðinu, ákvað að nætta að vera í fýlu. fór líka í ræktina. þaðer svo sannarlega bölmóðs-bani. jáhá há há! svo er ég líka að reyna að skrifa alltaf niður hvað ég er að éta svo ég (skv. kenningunni) farið yfir listann og reynt að læra af honum, minnka skammtana afþví sem er óhollt o.s.frv. þið kannist við þetta.
en ég lendi bara yfirleitt í því að skrá ekki niður þá daga sem ég borða óhollt.
dear me.
svo keypti ég "the independent" um daginn. það er sko dagblað og með því fylgdi lítill bæklingur um einhvejra heimspekinga. bara svona uppá djókið. ég skil nú varla nema aðra hvora setningu það eru svo mörg lööööööng orð sem enda á -ism og -tion og þannig. púff. fór samt aðhugsa pínu heimspekilega.
sko... ef maður gæti valið, myndi maður vilja lifa í framtíðinni? þið vitið.... verið með ALLT á hreinu sem gerist í núinu. VITA hvenær er gott að segja nei eða já og afhverju. sleppa því að kynnast fólki sem maður VEIT á ekki eftir að skipta mann máli 3 mánuðum seinna og þannig. verið alltaf með svona fáránlegan "ég veit" svip þegar fólk er að tala við mann og þannig.
geta kannski leiðbeint fólki sem þarf á hjálp og halda og þannig... æj þetta er of flókið, ég verð sybbin af hugsa um þetta.
ég hef bara alltaf verið á þeirri skoðun, og það ferkar hörð á henni, að ALLT sem maður gerir, segir (og segir ekki) og lendir í, skipti máli. það sé ástæða fyrir hverri einustu drulluklessu sem maður labbar oní og þessvegna sé ég voðalega lítið eftir einu né neinu sem ég hef gert, þó ég hafi nú *hóst* kannski oft fulla ástæðu til.
en svo allt í einu fer ég að hugsa pínulítið, sem hefur nú yfirleitt ekki góðar afleiðingar og þá heldur þessi kenning mín kannski ekki öllu vatninu sem í henni er. hvað ef maður labbar oní drulluklessur stanslaust allt sitt líf?
hvað ef maður lendir í sömu aðstöðunni tvisvar en nær SAMT að klúðra því?
á maður þá bara að segja ókeibeibí og bíða spenntur eftir þriðja skiptinu?
og hvað ef maður lendir í sömu aðstöðunni oft, bregst í hvert skiptið við á miðsmunandi hátt en nær SAMT að klúðra því.
í öll skiptin?
vá þessi bæklingur er á leiðina í tunnuna, alfeg búinn að rugla í hausnum á mér.
djöfull langar mig í ben&jerrys ís með smákökudeigi. njamm.
en ég lendi bara yfirleitt í því að skrá ekki niður þá daga sem ég borða óhollt.
dear me.
svo keypti ég "the independent" um daginn. það er sko dagblað og með því fylgdi lítill bæklingur um einhvejra heimspekinga. bara svona uppá djókið. ég skil nú varla nema aðra hvora setningu það eru svo mörg lööööööng orð sem enda á -ism og -tion og þannig. púff. fór samt aðhugsa pínu heimspekilega.
sko... ef maður gæti valið, myndi maður vilja lifa í framtíðinni? þið vitið.... verið með ALLT á hreinu sem gerist í núinu. VITA hvenær er gott að segja nei eða já og afhverju. sleppa því að kynnast fólki sem maður VEIT á ekki eftir að skipta mann máli 3 mánuðum seinna og þannig. verið alltaf með svona fáránlegan "ég veit" svip þegar fólk er að tala við mann og þannig.
geta kannski leiðbeint fólki sem þarf á hjálp og halda og þannig... æj þetta er of flókið, ég verð sybbin af hugsa um þetta.
ég hef bara alltaf verið á þeirri skoðun, og það ferkar hörð á henni, að ALLT sem maður gerir, segir (og segir ekki) og lendir í, skipti máli. það sé ástæða fyrir hverri einustu drulluklessu sem maður labbar oní og þessvegna sé ég voðalega lítið eftir einu né neinu sem ég hef gert, þó ég hafi nú *hóst* kannski oft fulla ástæðu til.
en svo allt í einu fer ég að hugsa pínulítið, sem hefur nú yfirleitt ekki góðar afleiðingar og þá heldur þessi kenning mín kannski ekki öllu vatninu sem í henni er. hvað ef maður labbar oní drulluklessur stanslaust allt sitt líf?
hvað ef maður lendir í sömu aðstöðunni tvisvar en nær SAMT að klúðra því?
á maður þá bara að segja ókeibeibí og bíða spenntur eftir þriðja skiptinu?
og hvað ef maður lendir í sömu aðstöðunni oft, bregst í hvert skiptið við á miðsmunandi hátt en nær SAMT að klúðra því.
í öll skiptin?
vá þessi bæklingur er á leiðina í tunnuna, alfeg búinn að rugla í hausnum á mér.
djöfull langar mig í ben&jerrys ís með smákökudeigi. njamm.
sunnudagur, febrúar 10, 2008
abi
í staðinn fyrir að fara að sofa klukkan hálf tólf eins og hefði nú verið sniðugt ákvað ég að fá mér hálfan líter af dæet kóki.
það var ekki rétt ákvörðun.
ég er í fýlu og langar heim. bara allt of mikið að gera til að geta "skroppið" heim yfir helgi eða eitthvað.
prump prump.
fýla fýla.
stundum, nei eiginlega alltaf, eru fjarsambönd asnaleg og leiðinleg.
það var ekki rétt ákvörðun.
ég er í fýlu og langar heim. bara allt of mikið að gera til að geta "skroppið" heim yfir helgi eða eitthvað.
prump prump.
fýla fýla.
stundum, nei eiginlega alltaf, eru fjarsambönd asnaleg og leiðinleg.
laugardagur, febrúar 09, 2008
jessör
Brahms gekk bara vel. eða svona. kannski ekkert illa, en heldur ekki mjög vel. en þá er bara meira pláss fyrir áframhaldandi árangur, ekki satt?
en svo voru barrokk tónleikar í gær, föstudag. fyrir þá sem ekki vita, en eru mjög áhugasamir, þá er ég öllum að óvörum (og sérstaklega mér sjálfri) orðin aðal Barrokk víóluleikarinn í skólanum. held það sé nú aðallega vegna þess að ég get nokkurnvegin haldið á kassaskrímslinu og hata það ekki út af lífinu að spila á það. barrokk og gömul hljóðfæri eru nú bara allt í læ stundum. en vó hvað var gott þegar tónleikarnir voru búnir. púff!
voru sko búnar að vera massífar æfingar í heila viku og ekkert verið að slá af á tónleikadaginn, æfðum næstum 4 tíma, svo voru tónleikar um kvöldið.
en þetta tókst voða vel, held ég bara, fluttum Messías eftir Handel. jólatónlist segja sumir, jújú, en líka páskatónlist segja aðrir. svo það er kannski bara við hæfi að spila þetta mitt á milli?
en jújú, stuð stuð stuð.
breksa píkupopps-tímabilið virðist ekkert vera í rénum, hlusta hér stanslaust á Leonu Lewis og er farin að syngja með. jahérna...
hey já svo er ég að fara að spila á mánudaginn í forkeppni fyrir konsert-keppnina í skólanum (sá sem vinnur fær s.s. að spila með hljómsveit skólans í lok árs) og leggst það bara vel í mig, FYRIR utan að ég er ekki búin að finna píanista.
hoho!
já það er laugardagur í dag, svo sannarlega. og hvða ætli ég sé búin að spurja marga?
SEX STYKKI!
úff púff. spurning umað mæta bara með geisladisk og taka karókí spil á þetta?
hlýtur að reddast.
:)
annars er ég bara kát og hress, er meira aðsegja að spá í að fá mér ís á eftir. það sást nefnilega til sólar í dag hér í birmingham rigningarviðbjóðsútnára og það var ekki drulluskítskalt.
spurning... ætti að ég að breyta um útlit á blogginu?
L8ER
en svo voru barrokk tónleikar í gær, föstudag. fyrir þá sem ekki vita, en eru mjög áhugasamir, þá er ég öllum að óvörum (og sérstaklega mér sjálfri) orðin aðal Barrokk víóluleikarinn í skólanum. held það sé nú aðallega vegna þess að ég get nokkurnvegin haldið á kassaskrímslinu og hata það ekki út af lífinu að spila á það. barrokk og gömul hljóðfæri eru nú bara allt í læ stundum. en vó hvað var gott þegar tónleikarnir voru búnir. púff!
voru sko búnar að vera massífar æfingar í heila viku og ekkert verið að slá af á tónleikadaginn, æfðum næstum 4 tíma, svo voru tónleikar um kvöldið.
en þetta tókst voða vel, held ég bara, fluttum Messías eftir Handel. jólatónlist segja sumir, jújú, en líka páskatónlist segja aðrir. svo það er kannski bara við hæfi að spila þetta mitt á milli?
en jújú, stuð stuð stuð.
breksa píkupopps-tímabilið virðist ekkert vera í rénum, hlusta hér stanslaust á Leonu Lewis og er farin að syngja með. jahérna...
hey já svo er ég að fara að spila á mánudaginn í forkeppni fyrir konsert-keppnina í skólanum (sá sem vinnur fær s.s. að spila með hljómsveit skólans í lok árs) og leggst það bara vel í mig, FYRIR utan að ég er ekki búin að finna píanista.
hoho!
já það er laugardagur í dag, svo sannarlega. og hvða ætli ég sé búin að spurja marga?
SEX STYKKI!
úff púff. spurning umað mæta bara með geisladisk og taka karókí spil á þetta?
hlýtur að reddast.
:)
annars er ég bara kát og hress, er meira aðsegja að spá í að fá mér ís á eftir. það sást nefnilega til sólar í dag hér í birmingham rigningarviðbjóðsútnára og það var ekki drulluskítskalt.
spurning... ætti að ég að breyta um útlit á blogginu?
L8ER
þriðjudagur, febrúar 05, 2008
ábending til sjóndaufs matargerðarfólks
það er ekki gott (né gaman) að taka úr sér linsur eftir að hafa skorið niður chilli.
það er hins vegar vel vatnslosandi fyrir efri helming andlits.
það er hins vegar vel vatnslosandi fyrir efri helming andlits.
mánudagur, febrúar 04, 2008
snap out of it bitch!
stundum eru hlutirnir skrítnir. ég er við það að falla á tíma við það að undirbúa Brammsa litla fyrir miðvikudagstónleika en það eina sem mér tekst að gera er að drekka te, lesa blogg og hlusta á breskt píkupopp. og jú ég reyndar límdi Bruch píanópartinn minn.
vandinn virðist að einhverju leyti snúast um fyrrnefnt píkupopp, en þar grenja misgóðar breskar söngkonur um ástina á misgóðan hátt. og gáfulegan. samt sem áður er ég í kjölfarið komin með massa-heimþrá og finnst ég algjörlega ein og yfirgefin. sem er nú bull í meira lagi, hér er allt morandi í fólki.
eða svona.
svo var ég með stæla við kvartettinn minn. samt mjög þarfa stæla og ég baðst seinna afsökunar og útskýrði mál mitt. ég er bara alls ekki til í að vera með kvartettæfingar sem snúast bara um það að blaðra um ekki neitt og spila í gegnum verk. ég vil æfa eins og manneskja, svo er vel hægt að blaðra eftirá. fékk nú samt smá sammara, bretar taka svona yfirlýsingum illa... það er ekki í þeirra kúltúr að bara segja hlutina eins og þeir eru. allt fer fram einhvernveginn án þess að orða það beint út.
óþolandi drasl.
oh jæja.... 5 mánuðir eftir. :)
vandinn virðist að einhverju leyti snúast um fyrrnefnt píkupopp, en þar grenja misgóðar breskar söngkonur um ástina á misgóðan hátt. og gáfulegan. samt sem áður er ég í kjölfarið komin með massa-heimþrá og finnst ég algjörlega ein og yfirgefin. sem er nú bull í meira lagi, hér er allt morandi í fólki.
eða svona.
svo var ég með stæla við kvartettinn minn. samt mjög þarfa stæla og ég baðst seinna afsökunar og útskýrði mál mitt. ég er bara alls ekki til í að vera með kvartettæfingar sem snúast bara um það að blaðra um ekki neitt og spila í gegnum verk. ég vil æfa eins og manneskja, svo er vel hægt að blaðra eftirá. fékk nú samt smá sammara, bretar taka svona yfirlýsingum illa... það er ekki í þeirra kúltúr að bara segja hlutina eins og þeir eru. allt fer fram einhvernveginn án þess að orða það beint út.
óþolandi drasl.
oh jæja.... 5 mánuðir eftir. :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)