þriðjudagur, september 25, 2007

enn á lífi (og í góðum gír)

já há nú er allt að komast í sæmilega lifanlegt form hér í Birminghamminu, er komin með tvöfalt rúm og fataskáp, búin að setja upp bókahilluna mína og nokkurnvegin raða í hana. svo er ég líka búin að redda okkur landlínu og vonandi verður komið internet í gullmolann (íbúðina) minn í þessari viku, eða þá snemma í næstu.
púff!
fór í tíma í vikunni og spilaði alfeg næstum því 3 takta, s.s. gekk bara mjög vel :) svo hélt ég tónleika síðasta föstudag og þeir gengu líka bara mjög vel, tók þá meira að segja upp, gæti vel verið maður skelli þeim ONLINE þegar blessaða geimskipið (borðtalvan mín) er komin uppúr kassanum sínum og nettengd.
húrra húrra.

langaði nú bara ða segja hæ hæ og hóhó...

miðvikudagur, september 12, 2007

ÉG NÁÐI PRÓFINU!!!!!!

og fæ íbúðina afhenta á föstudaginn.
aaah hvað góðar fréttir geta stundum verið góðar :)

laugardagur, september 08, 2007

ho ho ho

ég er búin að stilla lyklaborðið á þessari ljótu skólatölvu þannig að það er íslenskt lyklaborð!
hversu evil er það? heimsku bretar, þeir eiga aldrei eftir að fatta að neðst í hægrahorninu stendur "IS" en ekki "EN". og glætan að einhver kunni að breyta þessu! aaaah hvað er gott að gera svona illskuverk inná milli.
afsaka innilega allt þetta þunglyndi síðustu daga, hef lítið látið heyra í mér, og þá aðallega til að láta vorkenna mér. en svona er þetta bara stundum, það er erfiðara en það sýnist að búa hvergi. ég er nú reyndar kominn uppí herbergi heima hjá vinkonu minni, sem tæmdist óvart þegar ein sambýliskona hennar lenti undir strætó (bara djók, hún fór heim til sín til svíþjóðar í 2 vikur), þannig að nú fæ ég að sofa í rúmi og get lokað að mér þegar ég tek stæðstu "AUMINGJA ÉÉÉÉG!" köstin mín. það er bara fínt. jájá, svo fæ ég að nota þvottavélina þeirra þannig að ég á líka hrein nærföt.
s.s. allt í gúddí!
Skemmtilegustu fréttirnar eru þó að mín eigin (ásamt reyndar 2 öðrum) íbúð er í sjónmáli, fundum eina alfeg geðveikt flotta í gær sem er reyndar soldið dýr, en af því hún er svo geðveikt flott ákváðum við að týma(tíma?) því. en afþví að eiginlega allt í heimi hefur gengið á afturfótunum síðustu 2 vikur ætla ég ekki að segja neitt meira, eða vera neitt súper glöð yfir íbúðinni fyrr en við erum búnar að skrifa undir ALLA pappíra og komnar með lykla og farnar að panta flutningabíl.
jessör.
ekkert heyrst af prófinu. þannig að það er ennþá smá sjens að fá panikk köst og "ég er ömurlegur hljóðfæraleikari" sjálfsvorkunar dýfur.
:)

keep you posted, eins og þeir segja hér í þessu fáránlega leiðinlega landi.
aaadjuu

fimmtudagur, september 06, 2007

profid buid, gekk mjog mjog mjog illa og er alfeg ad kuka i buxurnar eg se fallin aftur. veit alls ekki hvad gerist ta, fae nottla ekki lan og ble ef eg tarf ad taka arid aftur.
aej aej.
svo er eg ekki heldur buin ad finna ibud og tad gengur haegt og illa.
svo tyndi eg simanum minum.
eina jakvaeda er ad tad er sol i birm og eg keypti mer harry potter 7.

nuna mega allir vorkenna mer soldid :)

mánudagur, september 03, 2007

prof a morgun :s

klukkan 15:00, 14:00 a islenskum tima. vinsamlegast hugsid vel til min, eda ta illa til yfirmanns strengjadeildar.
er s.s. komin til birmingham og hef tad nokkud gott bara. er reyndar faranlega stressud, sem gerist yfirleitt aldrei (verd aldrei stressud, sofna bara ef tad er of mikid alag) svo eg veit eiginlega ekkert hvad eg a ad gera vid mig sjalfa. er reynar med stodugan hausverk og stundum flokurt. en tad getur lika verid af tvi eg nenni ekki (og eiginlega get ekki) eldad mer neitt, svo eg er buin ad lifa a ristudu braudi og sukkuladi i viku.
en profid er a morgun svo tetta astand er vid tad ad terminate-ast.
i ofanalag a tessa dramatisku sogu, erum vid EKKI bunar ad finna ibud. skodudum 4 ibudir i dag. 1 var oged, 2 voru dyrar og langt i burtu (en GEGGJADAR) og tegar vid vorum komnar med pennann i hendina ad skrifa undir samninga af teirri fjordu kom i ljos ad tad var nu tegar buid ad leigja hana ut.
faranlega mikil oheppni i gangi.
en vid hofum ekki gefid upp alla von, enda half leidinlegt ad vera husnaedislausar.... svona i alvoru. puffpuff.
en nu aetla eg i sturtu og bursta tennurnar.
VEI!