pabbi, sigrún og villa uppáhalds mágkona jónviðars komu í heimsókn í júní og gáfu okkur safapressu. nú pressa ég sem aldrei fyrr og innbyrgði að meðaltali 4 ávexti/grænmeti á dag. sem væri mikið hollara ef ég borðaði þábara, en ekki þambaði.
samt stuð.
svo erum við jónsæti búin að komast að því að við erum geðveikt góð bæði í að bara pönnukökur svo við gerum varla annað. eða svo gott sem. en auk þess að baka pönnsur, höfum við líka étið þær og parketlagt herbergi og tengt rafmagn og síma og internet útum alla íbúð. þetta fer alfeg að verðabara mjög fínt held ég bara. jájájá.
við fórum á Ísafjörð síðustu helgi og það var æði. ég elska vestfirði oger ákveðin í að flytja þangað einhverntímann... ekki alfeg viss ég nái að plata vesturbæjinginn í að flytjast búferlum... líka spurning hvort maður geti í raun ogveru fórnað borgarlífinu fyrir friðsæld og falleg fjöll.
pæling pæling.
á leiðinni vestur sáum við kastala við vegabrúnina og er ég hér með byrjuð að safna fyrir honum og lóðinni, svo mun ég (mamma er búin að lofa að hjálpa mér) koma þar upp sumarbústað fyrir mig og mína, auk þess að selja kaffi og pönnukökur, malt og appelsín fyrir þyrst fólk og svangt.
jebb.
jæja.... bach æfir sig ekki sjálfur.
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, júlí 27, 2007
þriðjudagur, júlí 17, 2007
það held ég
æj það er svo gott að vera komin heim. tala nú ekki um þegar UNNUSTI manns rífur internetið úr sambandi og segir manni ekki að það þráðlausa sé samt í lagi fyrr en viku seinna.
en það er nú líka svossem bara gott að vera netlaus í nokkra daga. maður nær næstum að gleyma því hvað yfirdrátturinn er hár á glitni og að vinir manns eru nær dauða en lífi sökum rigningar í heimsveldinu bretlandi.
annars allt í gúddí, ónefndur strengjakvartett tekinn til starfa af miklum móð og auglýsist hér með tilbúinn með létt og skemmtilegt prógramm í brúðkaup og á skemmtanir. eða eitthvað svoleiðs, stefnum á tónleika í lok sumar.
stuð stuð :)
svo er ég bara að reyna að æfa mig eins mikið og ég get. sem er nú ekki mikið svona í skæðustu sólardögunum. úff púff. en það skánar, bæði er spáð rigningu og svo hef ég dustað rykið af eggjaklukkinni. það er nefnilega þannig að fjórir hálftímar eru tveir tímar. kannski aðeins meira, fer eftir því hvað maður er lengi að hella uppá tebolla.
ó jájá.
alltaf heitt á könnunni, þið vitið ykkur langar að koma í heimsókn :)
kysskyss
en það er nú líka svossem bara gott að vera netlaus í nokkra daga. maður nær næstum að gleyma því hvað yfirdrátturinn er hár á glitni og að vinir manns eru nær dauða en lífi sökum rigningar í heimsveldinu bretlandi.
annars allt í gúddí, ónefndur strengjakvartett tekinn til starfa af miklum móð og auglýsist hér með tilbúinn með létt og skemmtilegt prógramm í brúðkaup og á skemmtanir. eða eitthvað svoleiðs, stefnum á tónleika í lok sumar.
stuð stuð :)
svo er ég bara að reyna að æfa mig eins mikið og ég get. sem er nú ekki mikið svona í skæðustu sólardögunum. úff púff. en það skánar, bæði er spáð rigningu og svo hef ég dustað rykið af eggjaklukkinni. það er nefnilega þannig að fjórir hálftímar eru tveir tímar. kannski aðeins meira, fer eftir því hvað maður er lengi að hella uppá tebolla.
ó jájá.
alltaf heitt á könnunni, þið vitið ykkur langar að koma í heimsókn :)
kysskyss
mánudagur, júlí 09, 2007
veivei
veivei ég er komin heim til Nonna míns á Hjarðarhagann og er í góðu yfirlæti. íbúðarævintýrin í Birmingham enduðu með því að ég fór með allt dótið mitt heim til Lísu vinkonu minnar og við sögðum leigumiðluninni að hoppa uppí sólskinið sitt. kosturinn við það er að við þurfum ekki að borga leigu í sumar en ókosturinn sá að þegar við komum til birm eftir sumarfrí þurfum við ða byrja á því að finna okkur íbúð til að búa í. en það reddast nú eins og annað.
jájá.
annars bara allt í góðu stuði, er á leiðinni í sund og svo er bara gamla góða númerið mitt í gangi... er ekki með neina vinnu svo ég verð bara hér í vesturbænum sargandi frá mér ráð og rænu :)
jájá.
annars bara allt í góðu stuði, er á leiðinni í sund og svo er bara gamla góða númerið mitt í gangi... er ekki með neina vinnu svo ég verð bara hér í vesturbænum sargandi frá mér ráð og rænu :)
sunnudagur, júlí 01, 2007
síðasta færslan
frá Milner Road.
er að fara að unplugga tölvunni og reyna að koma henni niður stigann. bæði er talvan HUGE og stiginn þröngur svo þetta verður soldið ævintýri. en þar sem hún komst upp hlýtur hún að komast niður :D
svo er bara brjálað prógramm og tótan með magaverk af stressi sem gerist nú aldrei... er að fara á kvartett masterklass fram á þriðjudagskvöld, sem er nú bara frábært og skemmtilegt, ef ekki væri sú staðreynd aðég er ekki búin að undirrita leigusamning fyrir nýju íbúðina, þannig að ég/við getum ekki flutt inn fyrr en það gerist, sem verður að vera á mánudag eða þriðjudag því ég á flug heim á miðvikudag.
og masterklassinn er í cheltenham.
púúú.
en þetta verður bara stuð og alltaf reddast allt á endanum :)
xxx
er að fara að unplugga tölvunni og reyna að koma henni niður stigann. bæði er talvan HUGE og stiginn þröngur svo þetta verður soldið ævintýri. en þar sem hún komst upp hlýtur hún að komast niður :D
svo er bara brjálað prógramm og tótan með magaverk af stressi sem gerist nú aldrei... er að fara á kvartett masterklass fram á þriðjudagskvöld, sem er nú bara frábært og skemmtilegt, ef ekki væri sú staðreynd aðég er ekki búin að undirrita leigusamning fyrir nýju íbúðina, þannig að ég/við getum ekki flutt inn fyrr en það gerist, sem verður að vera á mánudag eða þriðjudag því ég á flug heim á miðvikudag.
og masterklassinn er í cheltenham.
púúú.
en þetta verður bara stuð og alltaf reddast allt á endanum :)
xxx
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)