mér er soldið illt í bakinu vegna þess að ég sat skakkt í strætó áðan.
það er asnalegt.
komin með "gömlu" tölvuna mína aftur, þeas tölvuna sem ég keypti fyrir rúmu ári og var svo voðalega ánægð með. hún er sem sagt núna komin með sitt ÞRIÐJA móðurborð en slekkur samt á sér svona eftir dúk og disk. óóóóóþolandi.
ég er búin að öskra og lemja í skrifborðið mitt, en það virðist ekki virka.
hún er reyndar "bara" búin aðgera þetta tvisvar, en það er tvisvar of oft. við jónsæti erum búin að skrifa mjög harðorðað email til Acer customer service í englandi, en mig grunar nú einhvernveginn að þeir eigi ekki eftir að gera neitt. svo er garmurinn náttúrulega komin úr ábyrgð svo ég sé ekki alfeghvert þetta stefnir.
allir að byrja að safna monní og gefa mér nýja tölvu í jólagjöf? nei segi bara svona.
annars er ég á barmi taugaáfalls, Rivka kemur á morgun og ég er eiginelga ekki búin að æfa mig neitt. þaðer svona þegar maður er að þvælast útum allar jarðir. púff, held ég skelli mér bara á hnéskeljarnar og biðji fyrir þessu, eiginlega það eina sem mér dettur í hug til að bjarga á mér rassgatinu. :)
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
þriðjudagur, október 31, 2006
laugardagur, október 28, 2006
Til Hamingju Með Afmælið Iðunn!!
biðst innilegrar afsökunar á að skrópa í partýið... er bara soldið upptekin við að knúsa einn kall sem ég þekki. :)
bæti þér það upp síðar, lofa!
:*
mánudagur, október 23, 2006
áðan fór ég aðeins að vorkenna sjálfri mér og finnast erfitt að vera ég.
en svo fór ég að spá hvað það væri nú mikið erfiðara að vera einhver annar... ég meina, maður myndi ekki vita neitt, kannski myndi maður hoppa ofan af stól og ekki vita að í raunni væri maður með bilað hné.
til dæmis....
en svo fór ég að spá hvað það væri nú mikið erfiðara að vera einhver annar... ég meina, maður myndi ekki vita neitt, kannski myndi maður hoppa ofan af stól og ekki vita að í raunni væri maður með bilað hné.
til dæmis....
sunnudagur, október 22, 2006
HJÁLP HJÁLP!!
England er að reyna að drekkja mér!
hér er mjög gróf morðtilraun í gangi og enginn sýnist ætla að koma mér til bjargar. nú er búið að rigna stanslaust í allan dag. og við erum ekki að tala um neinn úða eða smá skvettur, NEINEI! hér ganga Gusurnar hver yfir aðra svo maður sér varla útum gluggana, og mér sýnist bakgarðurinn okkar vera smá saman að breytast í sundlaugar busl-laug fyrir börn.
afar athyglisvert er líka að benda á það að ég er EKKI með þvott úti á snúru. aftur á móti gæti verið sniðugt hjá mér að hengja óhreina þvottinn minn út núna, skella á honum handfylli af þvotta efni og láta þessa niðurkomu sjá um afganginn.
jah eða bara leggja mig.... jább, Betra.
hér er mjög gróf morðtilraun í gangi og enginn sýnist ætla að koma mér til bjargar. nú er búið að rigna stanslaust í allan dag. og við erum ekki að tala um neinn úða eða smá skvettur, NEINEI! hér ganga Gusurnar hver yfir aðra svo maður sér varla útum gluggana, og mér sýnist bakgarðurinn okkar vera smá saman að breytast í sundlaugar busl-laug fyrir börn.
afar athyglisvert er líka að benda á það að ég er EKKI með þvott úti á snúru. aftur á móti gæti verið sniðugt hjá mér að hengja óhreina þvottinn minn út núna, skella á honum handfylli af þvotta efni og láta þessa niðurkomu sjá um afganginn.
jah eða bara leggja mig.... jább, Betra.
Bara í Bretlandi
í gær fór ég útí búð (með fjólubláa nectar kortið mitt :) og keypti fullt af allskonar dóti. m.a. þurfti ég að kaupa sykur.
eftir að hafa leytið mjög lengi um alla búð og þá sérstaklega í bökunarvörudeildinni spurði ég eina afgreiðslukonu. útí endarekka... við hliðina á TE-INU!
nema hvað?
eftir að hafa leytið mjög lengi um alla búð og þá sérstaklega í bökunarvörudeildinni spurði ég eina afgreiðslukonu. útí endarekka... við hliðina á TE-INU!
nema hvað?
laugardagur, október 21, 2006
letiblóðið punktur is
vaknað kl. 10 í morgun og fór í sturtu, ætlaði sko aldeilis að vera dugleg og byrja að æfa mig snemma og svona.
en núna, klukkutíma seinna er ég svo þreytt að ég er komin með krónískan geispa og næ varla að halda mér uppréttri. og ég er ekki einu sinni búin að pakka upp! hvað er eiginilega að? kannski lagast þetta ef ég fæ mér eitthvað að borða...ef ekki þá verð ég nú bara að fórna mér og hvíla hausinn á mér á dúnmjúkum kodda undir þéttri og góðri sæng.... mmmmmmm (betra)
en núna, klukkutíma seinna er ég svo þreytt að ég er komin með krónískan geispa og næ varla að halda mér uppréttri. og ég er ekki einu sinni búin að pakka upp! hvað er eiginilega að? kannski lagast þetta ef ég fæ mér eitthvað að borða...ef ekki þá verð ég nú bara að fórna mér og hvíla hausinn á mér á dúnmjúkum kodda undir þéttri og góðri sæng.... mmmmmmm (betra)
fimmtudagur, október 19, 2006
erfiður dagur?
virkar prentarinn illa og ljósritunarvélin með stæla?
http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=2630
þessi gaur er neeeeeeettur :)
http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=2630
þessi gaur er neeeeeeettur :)
mánudagur, október 16, 2006
púff + enn eitt vesen me ðhjólið
fór í Baroque Counterpoint í morgun og það var óóóógeðslega kalt, þannig að (útaf kuldanum) neyddist ég til að fara í Waterstones og kaupa 3 bækur (kauptu 2 og fáðu 3). svo kom ég heim og gladdist yfir því að Nectar kortið mitt var komið innum lúguna. svona afsláttarkort... algjörlega gangslaust, en ég meina hey hver vill ekki eiga fjólublátt kort í veskinu sínu með nafninu sínu á því?
svo ákvað ég að dagurinn í dag væri ekki rétti dagurinn til að byrja að fasta (útaf kuldanum) og fékk mér jógúrt. en mér var ennþá svo kalt (útafkuldanum) svo ég ákvað að fara aaaaaðeins uppí rúm og hlýja mér. það tók 2 tíma og ég náði að hvíla meðvitundina líka sem er gott. mér er samt ennþá kalt.
aaaaaaaallavega!
svo er það blessað hjólið.
vissuði að teinarnir innan í gjörðinni (þessir sem maður festir endurskinsmerki á) eru í rauninni það sem heldur gjörðinni saman og passar að hún sé ekki skökk? allavega þessir teinar voru allir mjög lausir á gjörðinni minni svo að hún var soldið skökk. ég hélt nú að þessi teinar væru bara eitthvað djók, en það er nú ekki. það var s.s píparinn sem endurgerði baðið okkar sem benti mér á þetta.
hann reyndi líka að laga hjólið fyrir mig... það er s.s. hægt að skrúfa til þessa teina. en honum tókst það ekki alfeg svo ég ákvað að reyna bara sjálf að rétta hjólið til.
hversu erfitt getur það verið, ha?
allavega er hjólið núna orðið svo skakkt að það minnir meira á égveit ekki hvað. bara alls ekki kringlótt hjól. en ég hringdi í Selly Oaks Cycles og maðurinn þar hljómaði mjög viðkunnanlegur og sagði mér bara að koma með það og hann myndi líta á það.
púff.
þannig að nú þarf miss tót að fara aftur út.
en þar sem ég verð með Nectar kort í veskinu hljómar það bara alls ekki illa, eiginlega bara vel. og drottinn minn dýri ef þetta verður ekki til þess að hjólið komist í lag og ég geti farið að hjóla í skólann þá veit ég ekki hvaða ógurlegu örlög eru á þessu dóti.
awesome :)
svo ákvað ég að dagurinn í dag væri ekki rétti dagurinn til að byrja að fasta (útaf kuldanum) og fékk mér jógúrt. en mér var ennþá svo kalt (útafkuldanum) svo ég ákvað að fara aaaaaðeins uppí rúm og hlýja mér. það tók 2 tíma og ég náði að hvíla meðvitundina líka sem er gott. mér er samt ennþá kalt.
aaaaaaaallavega!
svo er það blessað hjólið.
vissuði að teinarnir innan í gjörðinni (þessir sem maður festir endurskinsmerki á) eru í rauninni það sem heldur gjörðinni saman og passar að hún sé ekki skökk? allavega þessir teinar voru allir mjög lausir á gjörðinni minni svo að hún var soldið skökk. ég hélt nú að þessi teinar væru bara eitthvað djók, en það er nú ekki. það var s.s píparinn sem endurgerði baðið okkar sem benti mér á þetta.
hann reyndi líka að laga hjólið fyrir mig... það er s.s. hægt að skrúfa til þessa teina. en honum tókst það ekki alfeg svo ég ákvað að reyna bara sjálf að rétta hjólið til.
hversu erfitt getur það verið, ha?
allavega er hjólið núna orðið svo skakkt að það minnir meira á égveit ekki hvað. bara alls ekki kringlótt hjól. en ég hringdi í Selly Oaks Cycles og maðurinn þar hljómaði mjög viðkunnanlegur og sagði mér bara að koma með það og hann myndi líta á það.
púff.
þannig að nú þarf miss tót að fara aftur út.
en þar sem ég verð með Nectar kort í veskinu hljómar það bara alls ekki illa, eiginlega bara vel. og drottinn minn dýri ef þetta verður ekki til þess að hjólið komist í lag og ég geti farið að hjóla í skólann þá veit ég ekki hvaða ógurlegu örlög eru á þessu dóti.
awesome :)
sunnudagur, október 15, 2006
sunnudagur, október 08, 2006
sökkar!
fór í bað í morgun eftir að hafa hent ungfrú kónguló út í garð og fór svo á vigtina.
semsagt eftir að hafa hvorki borðað nammi né kók í 2 vikur, bara hollan mat og fullt af ávöxtum og drekka vatn eins og það sé enginn morgundagur, þá er ég búin að þyngjast um 0,2 kíló.
lífið er ósanngjarnt og ömurlegt og ég ætla að vera í fýlu í allan dag.
semsagt eftir að hafa hvorki borðað nammi né kók í 2 vikur, bara hollan mat og fullt af ávöxtum og drekka vatn eins og það sé enginn morgundagur, þá er ég búin að þyngjast um 0,2 kíló.
lífið er ósanngjarnt og ömurlegt og ég ætla að vera í fýlu í allan dag.
laugardagur, október 07, 2006
ég ætlaði í bað, en viti menn... ungfrú HLUSSUSTÓR KÓNGULÓ ákvað að hreiðra um sig þar. og ég bara var ekki í stuð til að veiða hana í glas og henda út.
fer bara á morgun. ekkert betra en að sofna í smá fýlu :)
púff
ég er að velta því fyrir mér:
1) hvort ég eigi að fara niður og horfa á sjónvarpið eða bara hafa það kósí hérna með tölvunni minni.
2) hvort ég eigi að fara með hjólið mitt inní bakgarð, eða taka smá áhættu og skilja það eftir fyrir framan hús, læst við grindverk.
3) hvort ég nenni í bað eða
4) hvort ég eigi eftir að deyja úr svitalykt
vá en erfitt hjá mér
1) hvort ég eigi að fara niður og horfa á sjónvarpið eða bara hafa það kósí hérna með tölvunni minni.
2) hvort ég eigi að fara með hjólið mitt inní bakgarð, eða taka smá áhættu og skilja það eftir fyrir framan hús, læst við grindverk.
3) hvort ég nenni í bað eða
4) hvort ég eigi eftir að deyja úr svitalykt
vá en erfitt hjá mér
fimmtudagur, október 05, 2006
Elgjarlega horrible
þeir sem hafa spilað Elgar symfóníu nr. 1 vinsamlegast hristið af ykkur viðbjóðshrollin, takið ykkur síðan til og sendiði mér samúðarskeyti, þar sem þið vitið hversu miklar hörmungar ég er að ganga í gegnum.
þessi "sinfónía" er gjörsamlega óspilandi og svo heyrtist hvort semer ekkert í neinu út af því að brassið ælir ofan á sjálft sig í öðrum hvorum takti.
hvað var maðurinn eiginlega að spá?
Hversu sterkum lyfjum var hann á, og var það í Alvörunni nauðsynlegt?
raddæfing á morgun.
ég kveð ykkur kæru vinir. Rivka á eftir að Stúta víóludeild tónlistarakademíunnar í Birmingham kl. 1400 á morgun.
adju.
þessi "sinfónía" er gjörsamlega óspilandi og svo heyrtist hvort semer ekkert í neinu út af því að brassið ælir ofan á sjálft sig í öðrum hvorum takti.
hvað var maðurinn eiginlega að spá?
Hversu sterkum lyfjum var hann á, og var það í Alvörunni nauðsynlegt?
raddæfing á morgun.
ég kveð ykkur kæru vinir. Rivka á eftir að Stúta víóludeild tónlistarakademíunnar í Birmingham kl. 1400 á morgun.
adju.
NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA
Allir velkomnir
Ath: Námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið
sem tekur allt að tvo daga.
Dagskráin er eftirfarandi:
Fyrri dagur
Hvernig á að fylla ísmolamót?
Skref fyrir skref með glærusýningu
Klósettrúllur vaxa þær á klósettrúlluhaldaranum?
Hringborðsumræður
Munurinn á ruslafötum og gólfi
Æfingar með körfuefni - teikningar og módel
Diskar og hnífapör: fer þetta sjálfkrafa í vaskinn eða uppþvottavélina?
Pallborðsumræður og nokkrir sérfræðingar
Að tapa getunni
Að missa fjarstýringuna til makans - Stuðningshópar
Læra að finna hluti
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða
Seinni dagur
Tómar mjólkurfernur: eiga þær að vera í ísskápnum eða í ruslinu
Hópvinna og hlutverkaleikir
Heilsuvakt: það er ekki hættulegt heilsunni að gefa henni blóm
PowerPoint kynning
Sannir karlmenn spyrja til vegar þegar þeir villast
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar
Er erfðafræðilega ómögulegt að sitja þegandi meðan hún leggur bíl?
Ökuhermir
Að búa með fullorðnum: Grundvallarmunur á því að búa með mömmu þinni og
maka
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
Hvernig á að fara með eiginkonunni í búðir
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni
Að muna mikilvægar dagsetningar og að hringja þegar þér seinkar
Komdu með dagatalið þitt í tímann
Að læra að lifa með því að hafa alltaf rangt fyrir sér
Einstaklingsráðgjöf og samtöl
Allir velkomnir
Ath: Námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið
sem tekur allt að tvo daga.
Dagskráin er eftirfarandi:
Fyrri dagur
Hvernig á að fylla ísmolamót?
Skref fyrir skref með glærusýningu
Klósettrúllur vaxa þær á klósettrúlluhaldaranum?
Hringborðsumræður
Munurinn á ruslafötum og gólfi
Æfingar með körfuefni - teikningar og módel
Diskar og hnífapör: fer þetta sjálfkrafa í vaskinn eða uppþvottavélina?
Pallborðsumræður og nokkrir sérfræðingar
Að tapa getunni
Að missa fjarstýringuna til makans - Stuðningshópar
Læra að finna hluti
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða
Seinni dagur
Tómar mjólkurfernur: eiga þær að vera í ísskápnum eða í ruslinu
Hópvinna og hlutverkaleikir
Heilsuvakt: það er ekki hættulegt heilsunni að gefa henni blóm
PowerPoint kynning
Sannir karlmenn spyrja til vegar þegar þeir villast
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar
Er erfðafræðilega ómögulegt að sitja þegandi meðan hún leggur bíl?
Ökuhermir
Að búa með fullorðnum: Grundvallarmunur á því að búa með mömmu þinni og
maka
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
Hvernig á að fara með eiginkonunni í búðir
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni
Að muna mikilvægar dagsetningar og að hringja þegar þér seinkar
Komdu með dagatalið þitt í tímann
Að læra að lifa með því að hafa alltaf rangt fyrir sér
Einstaklingsráðgjöf og samtöl
miðvikudagur, október 04, 2006
allt að skána
keypti nýja slöngu í hjólið mitt, svo kallaða "slim in a tube" sem er gjörsamlega ótrúlega sniðugt fyrirbæri. það er semsagt eitthvað slím inní hjólaslöngunni svo þegar koma litlar holur (eins og þessi sem ég lenti í um daginn og var svo lítil að ég fann hana ekki) þá tekur slímið til sinna ráða og fyllir upp í gatið og þornar utan um það.
sniðugt?
held það nú.
svo keypti ég líka standara.
þannig að ef í fyrramálið EITTHVAÐ klikkar, þannig að ég get ekki hjólað í skólann þá get ég svo svarið það ég fer með elskuna mín og gef rauða krossinum og þeir geta sent það til afríku. með slíma-dekki og öllu.
sniðugt?
held það nú.
svo keypti ég líka standara.
þannig að ef í fyrramálið EITTHVAÐ klikkar, þannig að ég get ekki hjólað í skólann þá get ég svo svarið það ég fer með elskuna mín og gef rauða krossinum og þeir geta sent það til afríku. með slíma-dekki og öllu.
þriðjudagur, október 03, 2006
:(
þegar ég vaknaði í morgun voru komnir kallar að rífa niður baðherbergið okkar svo ég gat ekki farið í sturtu, ég hringdi í fucking UCE og fæ ekki að taka aukaáfanga í ensku og allt loftið var runnið úr hjólinu mínu.
spurning um að ÆLA á einhvern af pirring?
spurning um að ÆLA á einhvern af pirring?
mánudagur, október 02, 2006
tóta handlagna
hvað gerist þegar maður setur offitusjúkling á blöðru?
já það er rétt, það sprakk á nýja hjólinu mínu í dag :( sprakk er nú kannski ekki rétt orð vegna þess að þegar ég svo tók slönguna út til viðgerðar var ég í mestu vandræðum með að finna gatið. þurfti að lokum að beita "gamla góða" vatn í bala aðferðinni. og svo var ég alltaf að týna gatinu það var svo geðveikt lítið og það var ekki einu sinni hægt að finna það með fingrunum. hins vegar gat ég fundið loftstreymið með tungubroddinum, svo þarna stóð ég í eldhúsinu mínu með vatn í bala, öll útí hjólasmurningu ullandi á hjólaslöngu.
smart.
en mesta verkið var samt að losa aðra skrúfuna á sjálfu hjólinu. my god. ég sem hef nú alltaf talið sjálfa mig frekar sterka (get opnað marmelaði krukkur og svona) varð bara absalút að játa mig borna ofurliði. tók nú samt alfeg helling til og ég er með marbletti í öðrum lófanum og ég braut einn skiptilykil. svo kom þjóðverjinn sem er eins og fluga í kringum Christine húsfélaga minn og þóttist nú alfeg geta skrúfað eina skrúfu.
gat það ekki.
hmoah!
svo kom krúttið hann Mark og bauðst til að hjálpa mér. kom með góðan alvöru skiptilykil og hamar. náði s.s. með miklu átaki að lemja skrúfuna til hlýðni.
:)
en nú er hjólið mitt tilbúið (aftur) til reiðar og mun ég gera ÞRIÐJU tilraunina til að hjóla í skólann á morgun.
awesome.
já það er rétt, það sprakk á nýja hjólinu mínu í dag :( sprakk er nú kannski ekki rétt orð vegna þess að þegar ég svo tók slönguna út til viðgerðar var ég í mestu vandræðum með að finna gatið. þurfti að lokum að beita "gamla góða" vatn í bala aðferðinni. og svo var ég alltaf að týna gatinu það var svo geðveikt lítið og það var ekki einu sinni hægt að finna það með fingrunum. hins vegar gat ég fundið loftstreymið með tungubroddinum, svo þarna stóð ég í eldhúsinu mínu með vatn í bala, öll útí hjólasmurningu ullandi á hjólaslöngu.
smart.
en mesta verkið var samt að losa aðra skrúfuna á sjálfu hjólinu. my god. ég sem hef nú alltaf talið sjálfa mig frekar sterka (get opnað marmelaði krukkur og svona) varð bara absalút að játa mig borna ofurliði. tók nú samt alfeg helling til og ég er með marbletti í öðrum lófanum og ég braut einn skiptilykil. svo kom þjóðverjinn sem er eins og fluga í kringum Christine húsfélaga minn og þóttist nú alfeg geta skrúfað eina skrúfu.
gat það ekki.
hmoah!
svo kom krúttið hann Mark og bauðst til að hjálpa mér. kom með góðan alvöru skiptilykil og hamar. náði s.s. með miklu átaki að lemja skrúfuna til hlýðni.
:)
en nú er hjólið mitt tilbúið (aftur) til reiðar og mun ég gera ÞRIÐJU tilraunina til að hjóla í skólann á morgun.
awesome.
sunnudagur, október 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)