þetta er víst fyrsta bloggið sem ég geri. nokkurntíman. en ætli það verði ekki allt að vera einu sinni fyrst, eins og maðurinn sagði. allavega held ég að menn séu yfirhöfuð ekki jafnstressaðir fyrir fyrsta skiptinu eins og konur. hvort sem það er blögg eða setja í uppþvottavél. ég man þegar við áttum einu sinni uppþvottavél og ég átti að setja í hana, og setja hana af stað!
garg.
en svona er þetta nú. maður veit aldrei hvað gerist.
(leirtauið skemmdist ekki, en varð heldur ekki hreint, því ég gleymdi að setja þar til gerðan uppþvottavélalög með)