laugardagur, desember 19, 2009

jóla-blogg

er að springa úr sjálfsánægju búin að:

*föndra, skrifa og senda öll jólakort (næstum því öll... útlendingarnir fá millijólaognýarskort sem er íslenskur siður og altíða)
*kaupa allar jólagjafirnar (nema þessa erfiðu)
*taka til í öllu húsinu (nema svefnherberginu)

og... allskonar.
jájá.
svo er fullur kraftur lagður í það vera ekki tennis, þetta verða fyrstu jólin sem ÉG er gestgjafinn, þeas mamma, ási og amma ætla að koma hingað til okkar jóns og óskars til að borða jólamatinn.
á reyndar eftir að segja þeim að við ætlum í messu kl. 16.30 í Fíladelfíu.... væri gaman að hafa þau með, en maður veit ekki. eitt þeirra þriggja er félagsfælið, eitt fordómafullt og eitt er latt. aldrei að vita samt hverju hægt er að áorka.

svo er ég búin að vera að hlusta á nýja Leonu Lewis diskinn afturogafturogafturogaftur og aftur. hún er æðisleg. ég er næstum því hætt að láta alla söngvara og frægt fólk fara í taugarnar á mér. en það er bara af því að hún er svo flott.
þannig að ef einhver er að brjóta heilann um hvað skal gefa mér í jólagjöf þá vil ég fá svona gulan kjól eins og Leona er í. nei djók. kannski nýja diskinn bara.

miðvikudagur, desember 09, 2009

des-ember

ó já, allt í stuði.
óskar köttur er farinn að drekka eingöngu úr glerglösum og þá sérstaklega ef þau eru í notkun einhvers. einnig hefur hann tekið upp þann sérstaka sið að reyna að drepa gólfmottur minnst tvisvar á dag.
í dag fór ég í krónuna mosfellsbæ og sagði "gott kvöld" við afgreiðslukonuna. hún horfði á mig leti-legum augum og sagði ekki neitt. hún hefur kannski eitthvða misskilið mig?
annars er það helst í fréttum að ég fór í klippingu og litaði hárið á mér í fyrsta skipti. og það hefur ENGINN tekið eftir því!
jeminn.
totally móðguð sko.
eða þannig.
:)

föstudagur, nóvember 27, 2009

desember í næstu viku

óje.
var að fatta það að hér hefur ekki verið skrifað óralengi. ætli það sé tilviljun að þessi uppgvötun á sér stað á sama tíma og skrifarinn sjálfur ætti að vera ða gera ritgerð?
við skulum sjá.
svo var síðasti póstur eitthvað svo þunglyndislegur, fólk heldur etv ég sé orðin eitthvað sloj. því er nú öðrunær. er að kenna... nei afsakið KENNA! uppá akranesi og það er bara mikið meiri vinna en ég hélt. en það sem ég hélt ekki var hversu ógeðslega gaman það getur verið. og hver vika er skemmtilegri en önnur. ho hoho.
jólatónleikarnir mínir fara ða detta inn, er að spá í að bjóða heiminum á þá svo allir sjái hvað krakkarnir mínir eru ÓGEÐSLEGA klár og dugleg. þeir verða líka þegar ég á afmæli og þá losna ég við að halda veislu (lesist: taka til heima). og styrki Spöl.ehf.
ekki að það hafi verið í lágmarki uppá síðkastið, kaupi reyndar 10 miða í einu, en samt.... 520 á skiptið að renna í gegnum 6km pípu?
jeminn.
en ég lofa (aðallega sjálfri mér) að pósta á mánudaginn, þá verða nefnilega örugglega vonandi ef ég verð dugleg um helgina góðar fréttir :D

L8R

fimmtudagur, nóvember 05, 2009

Oh am I blue
Am I blue
Ain't these tears in my eyes tellin' you
Well am I blue
You'd be too

If each plan that you had, done and fell through
There was a time I was your only one
but now I'm the sad and lonely one
Was I gay
I should say
Now she's gone and we're through
Am I blue
(instrumental break)

Am I blue
Am I blue
Ain't these tears in my eyes tellin' you
Well am I blue
You'd be too

If each plan that you had, done and fell through
There was a time I was your only one
but now I'm the sad and lonely one
Was I gay
I should say
Now she's gone and we're through
Am I blue

mánudagur, október 26, 2009

hata að ryksuga


ég hata að ryksuga. mjög mikið. mér finnst það aldrei gaman og ég fæ alltaf hausverk.
svo hef ég ekkert fengið kaffi í dag og ég þarf að kaupa mér sjampó.
og fara í sturtu.
mér finnst ekkert gaman að fara í sturtu.

laugardagur, október 03, 2009

miðvikudagur, september 09, 2009

ópólítískar hugleiðingar fiðlukennarans

dreymdi í nótt að menntamálaráðherra væri búinn að lita hárið á sér ljóst. fylgdi ekki draumnum hvort hún væri hætt að hreyfa hausinn svona mikið þegar hún talar.

annars gengur rosa vel á Skaganum. alfeg merkilegt en ég er viss um að ég hef fengið 16 mestu snillinga bæjarins í tíma :) magnað stöff.
ein kom í tíma í gær og sagði "Vá ég hef ALDREI (n.b. ég hef þekkt hana í viku) séð þig með hárið svona! þú ert SKRÝTIN!" með mikilli áherslu á skrýtin.
ég var s.s. með slegið hárið :)

annars er öllum boðið í kaffi á morgun á Hjarðó, verð heima í rólegheitunum, nokkurnvegin blind.... er að fara í LEISER!! bleeeeess bless gleraugu FOREVER!

woooooo hoooooo!!

mánudagur, september 07, 2009

get ekki sofið.
það er glatað.
en mér var svossem nær að leggja mig svona lengi í dag...
eiginmaðurinn hrýtur samt hraustlega innan úr svefnherbergi, maður er næstum abbó.

annars var ég abbó í morgun, það er ekki góð tilfinning.

svo er að ná í rassgatið á uppáhalds miðju systurinni sem fyrst. þá fyrst verður heimurinn nú skárri.
maður ætti ekki að blogga þegar maður er andvaka.

mánudagur, ágúst 31, 2009

fyrsta staðlotan

í kennó var í dag...

00:00 - 23:59
Staðlota í dag

ég fór nú reyndar bara um 3 leytið. greinilegt að kenningar um félagsfræði og heimspeki eru nokkuð langdregið fag....

föstudagur, ágúst 28, 2009

ungfrú fiðlukennari :)

ég er samt greinilega eldri en ég hélt....

Skammstöfun
ÞÓH
Starfsheiti
Fiðlukennari
Hóf störf fyrst
01.01.1900

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

okei örugglega allir búnir að fatta þessa síðu, en samt.

www.skiptibokamarkadur.is

koma svo og kaupa bækurnar mínar.... næstum nýjar! (allavega lítið notaðar, hoho)

mánudagur, ágúst 24, 2009

misskilnir textar

ok ég veit þetta á aðvera voðalega mikið ástarlag... kannski er ég með svona mikinn sorahugsunarhátt...
en....

"Set me free, leave me be. I don't want to fall another moment into your gravity.
Here I am and I stand so tall, just the way I'm supposed to be.
But you're on to me and all over me.

You loved me 'cause I'm fragile.
When I thought that I was strong.
But you touch me for a little while and all my fragile strength is gone."

svo er í viðlaginu voða kafli....

"The one thing that I still know is that you're keeping me down"
hmmm
kannski er þetta svona í útlöndum.
samt krúttlegt lag :)

laugardagur, ágúst 15, 2009

9 mjög asnalegar random staðreyndir um mig (migmigmigmigmigmigmigimgimig)

1)
ég þoli ekki þegar fólk geispar. ég veit það er stundum ekki hægt að stjórna því og ég geispa sjálf helling. það fer samt ógeðslega í taugarnar á mér. sérstaklega ef maður er að tala við einhvern... og svo sér maður bara allt í einu hálskirtlana á því?
úff ég fæ bara illt í bakið

2)
þegar ég er mjög pirruð yfir einhverju fæ ég fiðring í mjóbakið... ekki kannski verkur, en svona þrýstingur. mjög asnalegt. annað líkamlegt asnalegt er að þegar ég ryksuga fæ ég hausverk bakvið eyrun sitthvoru megin.

3)
þó ég hafi búið hér á H64 í næstum 3 ár, er ég ennþá að ruglast á hvaða takki á við hvaða hellu á eldavélinni.

4)
ef það er mjög mikið að gera hjá mér og allt þyrfti að gerast í gær (móment þegar annað fólk fær taugaáfall úr stressi), verð ég mjöööög þreytt og værukær og á það til að leggja mig í tíma og ótíma.
reyndar komst ég að því núna nýlega að Halli frændi er svona líka... yay!

5)
ég ætlast oft til þess að fólk geri hluti sem ég er ekki tilbúin að gera sjálf

6)
mér finnst ég yfirleitt betri/klárari/sniðugri en ég er í raunveruleikanum

7)
mér finnst gaman að æfa mig, en finn mér yfirleitt eitthvað annað að gera þegar ég hef lausan tíma. eins og t.d. þessi póstur og tölvuleikir.

8)ég GET ekki beðið eftir 6. seríu af House... mig dreymdi house meira að segja einu sinni...

9) þetta áttu að vera 10 atriði en mér datt ekki nema 8 í hug. FAIL.

föstudagur, júlí 31, 2009

OMG!

ég var, eins og aðra daga síðan almennilegheit 11 komu í hús að horfa á einn góðan þátt... haldiði ekki að Charlie (sem er dóttir Jennu sem var trúlofuð bobby og eignaðist með honum barn, er hann ákvað að byrja aftur með fyrrverandi svo jenna giftist ray) hafi verið að kela við kærasta sinn randy, og sá sem lék hann var ENGINN annar en brad pitt!
talandi um að byrja á toppnum!
óje

mánudagur, júlí 27, 2009

nákvæmlega

mamma talar stundum um vini mína sem "gamla" og á þá við þá staðreynd að ég hafi þekkt viðkomandi lengi. um daginn hitti ég einn af þessum gömlu vinum mínum á kaffismiðjunni, drakk með honum ótæpilega af kaffi og talaði mjög illa um fólk sem hefur keypt sér mikið af fínum hlutum án þess að hafa efni á því og hversu mjög það væri gaman að búa út á landi. ákaflega föðurlandssinnuð. eftir þetta keyptum við póstkassalykla í Brynju og dót sem ekki er mikilvægt í tiger. svo vorum við í rólegheitunum að hjóla heim í gegnum Hljómskálagarðinn, á þar til gerðum malarstígum, þegar Gamli vinurinn segir: "hey mannstu í gamla daga þegar við fórum í skranskeppni?"
hér er hægt að gera smá innskot og bæta því inn hversu ALVÖRU gömul við erum, því þegar við vorum að alast upp var gatan okkar í miðbæ Hafnarfjarðar ómalbikuð.
"jáhá!" segi ég galvösk og gef vel í á hjólinu, gríp svo með alefli í bremsurnar (já líka frambremsuna) og ætla aldeilis að skrensa almennilega á mölinni.
til að gera langa sögu stutta þá flaug ég á hausinn og skrámaði mig á löppinni og öðrum lófanum. sem er nú nokkuð góður árangur, enda fór ég í kollhnís.
semsagt fyrirsögnin gæti verið: "tæplega þrítug stúlka slasast lítillega eftir skrenskeppni í Hljómskálagarðinum"

miðvikudagur, júlí 22, 2009

ég var nú að spá í að blogga svona bara uppá grínið, var að vakna, en er ekki nógu vöknuð til að gera neitt af viti... þið kannist við þetta. ekki skil ég fólk sem getur vaknað SNEMMA og verið svo með útvarpsþætti. ég get varla hugsað á morgnana, hvað þá haldið uppi samræðum (HVAÐ ÞÁ áhugaverðum!). oh jæja.
þetta var það eina sem mér datt í hug að blogga. hoho :)

þriðjudagur, júlí 07, 2009

blaðlús, namm


í nokkurn tíma hef ég verið að slást við blaðlús í eldhúsglugganum mínum. því miður ekki eina... segir maður þá ekki blaðlýs?
allavega.
þar sem flestar matjurtirnar mínar svo að segja drápust meðan ég var að sleikja letipúka í sumarbústað, gerði ég fastlega ráð fyrir því að blessaðar lýsnar myndu nú taka sig til og drepast líka þegar ég svo klippti öll laufblöð af.
já neinei, helvítið færði sig bara yfir í ALOA VERA plöntuna mína. aloa vera er btw KAKTUS. síðan hvenær hafa lýs getað étið kaktsua? síðan aldrei til dæmis!
grr.
nú verður eiginmaðurinn sendur í Blómaval að kaupa eitur. mikið væri ég til í að hér á landi væru Maríuhænur, þá gæti ég hæglega rölt útí garð, veitt mér tvær rauðar sætar pöddur og þessar lýs væru úr sögunni. allt vistvænt og fínt. en neeeii, það er víst of kalt og ble ble. ég bíð bara í ofvæni eftir þessari glóbal varmíng.... right this way please (ef ske kynni herra warming talaði bara ensku).
nei segi svona.
annars var ég að lesa mér til um þessar grænu vinkonur mínar og svei mér þá ef ég verði ekki að gefa þeim smá kredit... þær eru ÞVÍLíKT advanced í fjölgun. fullorðins lýsnar Fæða lifandi afkvæmi, sem næstum öll eru kvenkyns og meyfæðingar (eins og María) eru mjög algengar. afkvæmin fæðast meira að segja stundum þunguð!
talandi um að hafa bara EITT á dagskrá, sparar manni klárlega tíma og fyrirhöfn við ða leita af tilgangi lífs síns.

föstudagur, júlí 03, 2009

komin heim úr sveitinni



eins og við mátti búast var geggjað í sveitinni, enda í sjúklega góðum félagsskap. maður klikkar ekki með tvemur loðnum, gömlum og gráum.
enda var einblínt á sameiginleg áhugamál okkar þriggja, þeas að sofa og éta. stundum tókum við tvífætlingarnir uppá því að lesa, ég kláraði til að mynda Vefarinn mikli frá Kasmír og hafði gaman að. eða svona. er til sú kvenpersóna úr bókunum hans Dóra Ká Ell sem ekki er algjörlega vænisjúk og afburða litlaus leiðindakrukka?
oh jæja, HKL talar vel um Guð í þessari, svona við og við allavega, þannig að þetta slapp.
svo tókst mér nokkurn vegin að verða gleðikonufær á elskuðu harmónikkuna mína, á samt ennþá nokkuð erfitt með að gera eitt með einni hendi en annað með hinni. oh well, þetta hefst kannski með tímanum. ég sannreyndi líka kenningu snillings Smára hljómfræðikennara, að það ER hægt að spila langlanglanglang flest lög með þremur hljómum :)
Svo þetta sé nú almennilega Íslendingslegur póstur þá verð ég víst að tala um veðrið, en það var s.s. sól fyrsta daginn og sól síðasta daginn. inná milli var rigning eða ekki. mér tókst nema hvað að brenna pínulítið, í kjölfarið fór hinsvegar að rigna og mér tókst að láta gefa mér alvöru gamaldags túttur úr Kaupfélaginu Laugavatni, SCORE!
Óskadýrið Óskar var á mörkum þess að fara yfir um af ánægju, heill skógur af trjám og drasli sem hægt var að þefa af og svo var bæði hægt að fara undir húsið og undir pallinn... eitthvað sem sjaldan býðst hetjum af hans kalíber. á þriðja degi áttaði hann sig (eftir töluverðar rannsóknir sem fólust m.a. í því að standa uppá borði og uppá sófa og þefa af alefli uppí loft) að það var stigi úr stofunni upp á svefnloft. og þar uppá pallinum var gæðingurinn næstum hverja stund síðan, enda hægt að fylgjast afar náið með þjónustufólki sínu við leik og störf. aðallega voru eldhússtörfin kjörin meðfylgni, enda var fiskur soðinn oftar en einu sinni.

Ég sjálf, kláraði trefil sem ég hef verið að vesenast við að prjóna uppá síðkastið. er búin að fara þónokkuð margar hringi í ferlinum sjálfselska-gjafmildi... er komin á þá niðurstöðu að ég ætla að eiga hann sjálf AFÞVÍ að mér finnst hann ekki nógu flottur fyrir þá góðu konu sem ég ætlaði að gefa hann. svo hún fær bara eitthvað annað.
talandi um góðar konur, þá fórum við á Sólheima og eyddum óvart geðveikt miklum pening. römbuðum nefnilega inná myndlistasýningu vistmanna og fjárfestum í einni mynd. sem er Svæsilega flott. reyndar voru tvær aðrar myndir eftir þessa listakonu á sýningunni og hver annarri flottari, en þessi sem við keyptum var sú eina óselda. ég held þetta listalið, meðhverja gráðuna ofan í annarri frá "fínum" skólum "útum allan heim", sem varla nær andanum fyrir hrokanum og bullinu í sjálfu sér og þarf að skrifa heilar hilluraðir af útskýringum svo fólk "skilji" listina þeirra, ætti nú bara að fara að gera eitthvað skynsamlegra (nefni engin nöfn, en þið vitið ÖLL um hvað ég er að tala). myndin verður á sýningunni út sumarið svo fáum við hana senda. hlakka mikið til :) svo fengum við okkur kaffi.
Sólheimar eru ótrúlegur staður, mér leið svolítið eins og í Disney mynd þegar við keyrðum niður innkeyrsluna, það voru háir heiðfjólubláir brúskar af lúpínu á hvora hönd og svo flugu litlir fuglar fram og til baka rétt fyrir framan bílinn... ég eiginlega bjóst við að þeir myndu hvað á hverju draga fram blómakransa og tísta "velkomin! velkomin!". hvet alla til að kíkja þangað við tækifæri, þó þar sé reyndar varla þverfótandi fyrir grænmetisætandi óþvegnum þjóðverjum í sjálfboðavinnu.
þrátt fyrir þessa gífurlega gleði og hamingju vorum við nú öllsömul fegin að koma heim, reyndar skyggði á skýlausa heimkomuvellíðanina að uppgvöta að blessaðar kryddjurtirnar mínar lifðu þennan viku viðskilnað ekki af, að mestu leyti... held það sé nú hægt að lappa uppá þær með tíð og tíma. ein rósin mín var reyndar það hugulsöm að bíða með að blómstra á meðan ég var fjarverandi, en önnur var það óhugulsöm að drepast. svona geta BLÓMIN verið dyntótt.

föstudagur, júní 26, 2009

fríííí

ekki einsog ég hafiverið á milljón síðustu daga/vikur/mánuði, en nú erum við jónsæti að fara í frí! :D yay! fengum lánaðan sumarbústað í Brekkuskógi.
vegna innbrotsþjófa ætla ég ekki að segja hversu lengi, en vá hvað ég hlakka til! ætlum meira að segja að drusla aumingja Óskari með okkur. sá verður hress :)
fyndið hvað manni dettur alltaf í hug svo ótrúlega margt sem væri sniðugt að gera í sumarbústað, eins og það væri ekki hægt að byrja prjóna peysu/sokka/kjól/pils heima hjá sér líka... en aðalmarkmið ferðarinnar er að verða mellu-fær á harmónikkuna. HELL YEAH! er meira að segja búin að kaupa mér kennslubók þess efnis.
L8R!

miðvikudagur, júní 24, 2009

gott á þau

í gær bjó ég til kjúklingarétt og ákvað að nota lúkurnar til að krydda herlegheitin. þannig að í dag er ég gul á puttunum eins og einhver stór-smóker með nikótíngulu. aaagalega smart.
svo snúsaði ég til 11.
það tekur svo sannarlega á að vera komin í vinnu sem þó byrjar reyndar ekki fyrr en í ágúst.
annars var ég að hneykslast á fréttunum þar sem eitthvað fólk var að tapa sér yfir því að börnin þeirra voru ekki tekin inn í Verzló eða MR. eða eitthvað, ég nennti ekki að hlusta nógu vel. einhversstaðar las ég þó að "fjölskyldan öll væri í rosalegu sjokki" og "þyrfti á áfallahjálp"...
kannski spurning um að krakkagreyið hafi þurft á smá "áfalli" til að fá allavega pínku skammt af raunveruleika. ekki að ég sé að mæla með áföllum fyrir almenning, en úrvinnslan er það sem gerir okkur að því sem við erum.
hmm.. trikkí.

en ég get allavega sagt það, með sanni, að þó það hafi ekki endilega litið þannig út þá (og hreint út sagt ALLS ekki, ætlaði að hætta og drama, grenjaði í viku.... you get the picture), að fallið á öðru árinu mínu í birm var það BESTA sem hefur komið fyrir mig á námsferlinum.
ó já.
kenndi mér hluti sem ég hefði aldrei getað lært á neinn annan hátt. og varð til þess að ég æfði mig eins og fáráðlingur í heilt sumar :)
talandi um það... Walton æfir sig ekki sjálfur
x

föstudagur, júní 19, 2009

kvennadagurinn!


til hamingju hreðjaleysingar!
ég ákvað að taka þennan mikla baráttudag í það að ryksuga og skúra stofuna. jesús minn.
held við höfum ekki skúrað stofuna síðan við fluttum (2 ár). sem er auðvitað eitthvað sem maður ætti alls ekki að blogga um, enda viðbjóður að skúra svona sjaldan. en eins og samgólfefningar mínir með dúk vita, þá skiptir það litlu hvort maður skúri eða ekki.
dúkur lítur alltaf út eins og dúkur.
alltaf.
svo er það einnig núna... en ég get samt sagt með miklu stolti að hann sé skúraður. óje!
góðu, ef ekki bara Bestu fréttir dagsins/vikunnar/mánaðarins/ársins eru hins vega þær að mér var boðin 70% staða við Tónlistarskóla (wait for it...) Akraness! YAAAAAAY!! no more atvinnuleysi! húrra!
alfeg best í heimi, enda fór ég strax inná Schott og keypti útlenskar kennslubækur sem mig hefur alltaf langað í oghindemithsónötuafþvímérfinnstégeigaþaðskilið.

annað í sambandi við konudaginn og tiltekt, þá tók ég stóra teppið í stofunni og henti á snúrurnar á svölunum. og lamdi það. eftir 5 mínútna barning kom enn jafn mikið ryk úr því. alfeg svolítið mikið ryk ogég nýkomin úr sturtu. aldrei hélt ég að mér myndi langa í svona asnalegan teppaspaða úr basti... svona kemur nú margt manni oft á óvart.
oh jæja. :)
svo er von á löggiltum víóluleika í mat... dagurinn gæti nú bara varla orðið betri :D

miðvikudagur, júní 17, 2009

óje!

gleðilegan 17. júní!
þvílíkt stuð. er hérna í rólegheitunum inní GESTAherberginu að hlusta á einhverja valsa í sjónvarpinu. menningin í hámarki. GESTURINN kemur og fer. sem er ágætt, ekki nenni ég að vera með einhverja dagskrá... GESTrisnin semsagt í algjöru hámarki :) en svona í alvöru talað, hversu mikið leggur maður á sig fyrir tvítuga stelpu sem hefur yfirlýstan engan áhuga á manni?
hmmm
en er samt hægt að vera gestrisinn með ákveðnum forsendum? er það ekki þversögn?
er svona að pæla í þessu, jájá.

vikan er búin að vera ÆÆÆÆÐISLEG. kammermúsíknámskeiðið hjá Sibba var svo geggjað mig langar næstum til að grenja. ég hef persónulega aldrei spilað á jafn háum standard og í gærkvöldi þegar lokatónleikarnir voru. en það var ekkert af því að ég sjálf ME ME ME ME (sagt með söngvara röddu) hefði verið svona agalega klár, heldur vorum við sem kvartett búin að æfa svo þétt saman að við náðum einhvernvegin að pumpa okkur öll upp um þónokkur sæti.
sem var osom.
og þrátt fyrir að allir nema fyrsta fiðlan væru svo að segja að brjálast á fyrstu fiðlunni þar sem hann gat aldrei hundskast til að mæta á réttum tíma.... "its been a problem all my life"... uh, hvernig væri þá að nota það sem eftir er af því til að taka á því?
oh jæja, hann var góður strákur samt og hörku spilari.

svo er bara að fara að undirbúa sig fyrir leikinn... s.s. ná mér í kodda og hlýtt teppi. namm. :)

fimmtudagur, júní 04, 2009

aaawww

ég ætlaði að skrifa langan pistil um það hversu mér er illa við mótórhjól, með rökfærslum og allt, ekki bara svona blaður. en svo var ég að æfa bach og er komin á þvílíkt gáfulegt umburðarlyndarský. er eitthvað magnaðara en Bach? (bannað að segja Mozart!)

svo er að kíkja á einkunnirnar úr KHÍ... vonum að prófyfirfarendur hafi verið jafn umluktir umburðarlyndi :/

þriðjudagur, júní 02, 2009

fyrir þá sem voru í vafa og hugðu á eigin prófun: "smoothie" úr gúrku og papriku er viðbjóður.
kæra systir, takk fyrir góðar ráðleggingar, það var að vísu ögn fljótlegar að koma 300 grömmum af grænmeti ofan í mig en... jah....

húrra fyrir því

fyrsti einkanemandinn kom í tíma áðan. það gekk bara rosalega vel. fannst mér allavega :) náði allavega að troða uppá hana nokkrum víbrató æfingum og hóta öllu illu myndi hún ekki æfa sig.
ó je.

annars er önnur vika danska kúrsins byrjuð. sú fyrsta gekk bara nokkuð vel svona framan af... það er náttúrulega óhæfa að ætla að vera á einhverjum kúr þegar dóttir mesta grillmeistara hafnarfjarðar býður manni í veislu í föðurhúsum.

svo er að byrja á nýju prógrammi... tónleikarnir á föstudaginn gengu bara nokkuð vel sko. allavega er ég algjörlega tilbúin og sátt við að skella Hindemith elskunni minni uppí hillu. svo er bara bíða spennt eftir seinni hluta sendingarinnar frá Boosey og Hawkes :D fátt sem gleður tónlistarnörda meira en nýjar nótur, híhí.

þriðjudagur, maí 26, 2009

Dagur tvö

jæja, þá er ég við það að hlaða ofan í mig 300 grömmum af rófu. hljómar auðvelt?
its not.
en nú er ég s.s. búin að vera í meira en sólarhring á danska kúrnum og hugsa nær stanslaust um nammi. eins gott þessir masókistar banni manni ekki að drekka kaffi, ég hefði ekkert til að lifa fyrir!
hmm... ástæða fyrir offitu númer eitt komin í ljós.

mánudagur, maí 25, 2009

Dagur eitt

jæja þá hefur Frú tótfríður verið á Danska Kúrnum í rúma 4 klukkutíma. gengur bara nokkuð vel... stefnan tekin á að missa 30 kíló.
í vikunni.
nei djók.
annars er það helst í fréttum að ég er að fara að halda tónleika á föstudaginn... almennilegt plögg innan tíðar. er að spá í að gera plaggat. yay!
:)

mánudagur, maí 18, 2009

oooooh yeeeah!

þá hef ég, FRÚ tótfríður harðdal lokið fyrstu önn minni við Kennararéttindadeild háskóla íslands. ég held reyndar að þessi deild heiti eitthvað annað, en þið vitið hvað ég á við. ég geri heldur kannski ekki endilega grein fyrir því að þó ég hafi lokið önninni, hafi önnin lokið við mig. sum fög gengu s.s. ekki jafn vel og önnur.
en það kemur í ljós bara.
í tilefni þessa áfanga tókum við fjölskyldan á H64 nokkur vel valin dansspor.

Try JibJab Sendables® eCards today!


njótið vel :D

sunnudagur, maí 17, 2009

wonderful wrist warmers


alright!
probably my first english blog on this page. yay! thought i'd put my horrid creation of wrist warmers down. not that i assume someone would like to knit it... you never know though. and i know i would be way too lazy for translating it later, and im way better in english knitting abbrevations anyways.
what a nice intro! xD
here we go!

if you want beads now would be the time to force them onto your yarn. i did beads in 4 rows, looks good i think, not too blingie.

CO loose 45 st.

pattern 1:
row 1: *SKP, YO, K(with bead), YO, K2tog*
row 2: K
-repeat 8 times, put bead on every other row

pattern 2:
row 1: * YO, sk2p (slip, K2tog, pull slipped over), YO, K3*
row 2: K
row 3: *K3, YO, K3tog, YO*
row 4: K
-repeat 3 times

pattern 1
repeat 8 times, end with row 2 (K)

border
row 1: *K1, M1, K3, M1, K1*
row 2: *K1, M1, K1, M1, K1, M1, K1, M1, K1*

plz let me know if there are some errors, did half memory, half written down... :)
yay.

miðvikudagur, maí 13, 2009

þriðjudagur, maí 12, 2009

tilmæli

ég mæli eindregið ekki með því að kvenmenn og skotar fari út í dag, en þurfi svo að vera er betra að komast hjá því að vera með báðar hendur uppteknar. eins og þegar maður er t.d. að halda á innkaupapokum.

mánudagur, maí 11, 2009

skilaboð

ég geri nú fastlega ekki ráð fyrir því að þeir sem lesa þetta (insert word) blogg hjá mér fái sent biblíuvers í pósthólfið sitt. enda er það hvorki í tísku né flippað og að einhverju leyti væri hægt að leiða rök fyrir því að biblían sé andvíg inngöngu í Evrópusambandið.
en ég fæ aftur á móti þessi skilaboð og síðustu daga hefur verið að koma vers úr Fyrstu Mósebók. Sagan af Nóa gamla og örkinni hans. auðvitað fer það svo eftir því hvar menn búa, en það er búið að rigna stanslaust hjá mér í 2 daga.
úbs. hver var að leira?

miðvikudagur, maí 06, 2009

við jónsæti eigum von á fólki í heimsókn í kvöld. yay!
en þar sem éger að fara í próf á föstudaginn og á að skila milljón verkefnum í næstu viku þá liggur á að forgangsraða vel í dag.
það sem þarf að gera:

*læra helling
*æfa mig
*ryksuga
*fara með beddann útí bílskúr
*baka köku

oghvað er ég búin aðgera síðan kl. 10.
hoho :)

mánudagur, maí 04, 2009

William Walton

var snillingur. er að káfa á konsertinum hans á fullu. á einhver sinfóníuhljómsveit sem vill spila með mér?
oh well.
en fyrir þá sem eru einkar áhugasamir þá samdi ég þessa líka fína wiki síðu um kappann. þetta var sko verkefni í NKN áfanganum sem ég er í. NKN stendur fyrir nám og kennsla á netinu. fagið sem ég er ekki búin að kíkja á síðan í febrúar. og já fagið sem er með lokaskil á öllu 14. maí. eh... jebb ég geri ráð fyrir að vera í tölvunni næstu viku eða svo... ó je.
en hér er svo wiki greinin mín, meira að segja krossapróf á henni og ég v eit ekki hvað. :D

http://wiki.khi.is/index.php/William_Walton

föstudagur, maí 01, 2009

"intellectual difficulties"


er að "læra". prófið er samt ekki fyrr en á föstudaginn, veit ekki hvaða stress þetta er. kannski af því ég hef ekki farið í alvöru próf síðan jólin 2000. vó.
það er langt síðan.
púff.
bókin er 12 kaflar og ég er búin að skrifa niður hvað er í hverjum kafla sem þyrfti að læra. svo er ég búin að prjóna, ryksuga, vaska upp, hella uppá kaffi, fá mér kaffi, horfa útum gluggann og klappa kettinum mínum.
og vökva blómin, hanga á feisbúk, taka til í stofunni og lesa garfield bækur.

allt vill lagið hafa. ó je.

fimmtudagur, apríl 30, 2009

oj

í dag er fituhlussudagur. þeir sem hafa ekki upplifað svoleiðis dag þurfa að borða meira og hreyfa sig minna. sem er öfugt við það sem ég, verandi fituhlussa, þarf að gera.
prump.prump.prump.prrrump.pruuuump.prruummmmp.
svo er ég að "skrifa" ritgerð, búin að vera að "skrifa" ritgerð í allan dag. viðbjóður. þarf að fara í matarboð rétt bráðum svo ég veit ekkert hvernig þetta á eftir að enda. er með tvemur herramönnum í hóp, annar er fyndinn og býr á sauðárkrók, hinn er líka fyndinn, á annan hátt samt. ég þyrfti einmitt að hringja í hann akúrat núna en hef mig ekki alfeg í það.
svo held ég að allir í þessari blokk séu farnir að reykja, allavega lyktar hérna allt einsog helvítis öskubakki.

miðvikudagur, apríl 29, 2009

maður hefur bara ekki bloggað heillengi.
ussu sussu.
smá minnis fyrir mig, þið megið giska á hvað það þýðir.

CO 43 st.
row 1: *SKP, YO, K(með perlu), YO, K2tog*
row 2: K

row 1a: *skp, yo, K, yo, k2tog, skp, yo, k, yo, k2tog, skp, k, k2tog*
=39 st.
row 2a: K

þriðjudagur, apríl 14, 2009

verkefni vikunnar

jæja jæja.
þá þarf ég að dusta rykið af Bach.
næstum því komið heilt bach-laust ár. sem er hneyksli, ekki furða ég sé orðin svona rugl léleg.
spurningin er samt... hvaða svítu?
langar að æfa númer 4 af því ég er búin með fyrstu 3.
hún er samt óspilandi svo þá væri gaman að æfa númer 5.
hins vegar gæti verið sniðugara að æfa upp aftur 2 og 3 vegna þess að ég gæti (svona þannig séð) skammarlaust spilað þær tvær (2 og 3) á tónleikum nú í sumar.
ekki það að ég haldi tónleika í sumar... bara svona plingæ.

jæja byrja nú samt á 4 af því að þar er uppáhaldið mitt :)

miðvikudagur, apríl 08, 2009

hefði betur hlustað betur á sjálfa mig í síðustu viku og verið bara inni. hmm.
reyndar var ég meira og minna inni.
skítur.
það var reyndar búið að segja mér þetta yrði erfiður mánuður... bjóst ekki við það væri svona.

sunnudagur, mars 29, 2009

draumráðningasérfræðingur óskast.

hvað er í gangi?
í fyrradag dreymdi mig að ég væri að spila á tónleikunum hennar eydísar og á milli kafla í brahms stoppar hún geðveikt lengi til að spyrja mig hvort það sjáist nokkuð of mikið í annað lærið á henni. og ég var í einhverju panikk að reyna að koma henni um skilning um það að lærið væri kannski ekki aðalatriði þessa tónleika.
svo dreymdi mig í gær að ég væri að fara að spila á tónleikum með orkester norden, átti í rauninni að vera komin upp á svið, en fann hvorki víóluna mína né svörtu tónleikafötin mín. ég gerði mér samt grein fyrir því að mig væri að dreyma vegna þess að ég var alltaf að segja við sjálfa mig að þetta væri bara draumur þannig að ef ég óskaði mér þess nógu heitt myndi ég finna víóluna mína.
svo keyrir nú allt um þverbak í nótt þegar mig dreymdi að ég var á hótelherbergi, sem var samt eiginlega hluti af skólagörðunum í Birmingham, og ég var þar með zach úr boston legal. Gaaaaamall gæji með hvítt hár og gamall. hann var samt eiginlega jónsæti og í appelsínugulu prjónavesti. agalega spes. svo er ég eitthvða frammi í stressi, orðin of sein í eitthvða og ble, kem inní herbergi og þá hafa tveir mongólítarkomist inn í herbergið og annar farið ða spila eitthvða á víóluna mína með þeim afleiðingum að stóllinn var brotinn. mongólítinn varð geðveikt leiður að hafa eyðilagt víóluna og fór að gráta svo ég var ekkert reið,en var samt rosalega stressuð vegna þess að ég átti núna eftir ða gera við víóluna OG fara í sturtu og var orðin allt of sein með allt.
spurning um aðvera heima í næstu viku bara, undir sæng?

föstudagur, mars 27, 2009

mamma mín kom í heimsókn með kryddbrauð. það var gott. namm.
annað sem er ekki alfeg jafn namm er að ég var næstum alfeg búin að klára einn sokk. vantar svona 10 umferðir til að ná að loka tánni og garnið var búið.
garnið er svo líka búið í euro-pris búðinni sem ég keypti það í. og vingjarnlegi maðurinn þar (sem bæði bauð góðan daginn og brosti!) sagði mér það að þetta væri EIN af þeim vörum sem þeir vita ekkert um. á faktískt séð að vera "á leiðinni" og/eða "í pöntun" en meira gat hann ekki sagt.
spurning um að þrauka og GEYMA sokkdrusluna eða bara rekja hana upp og gera barnavettlinga?

miðvikudagur, mars 25, 2009

SCOOOOOREEE!

fann oní kassa tvo diska, euro 1 og euro 2. hugsaði með mér: "oj enn eitt asnalegt tölvuforrit frá jónisæta sem ekkert er hægt að gera við og gerir ekkert nema safna ryki og vera fyrir mér (ofaníkössum)." en ákvað samt að skella þeim í tölvuna og sjá hvort það væri eitthvað á þeim... svona rétt áður en ég myndi þeyta þeim í ruslið.
haldiði hvað?!
þetta voru 2 diskar með EUROVISION LÖGUM!
svo núna er ég hérna í góðum fíling að hlusta á smelli eins og "gente di mare", "A-Ba-Ni-Bi" að algjörlega ógleymdum gleðibankanum :) svona eru nú gamlir kassar oft skemmtilegir. jæja nú þarf ég að fara að læra. er að búa til nemanda.
er að spá í "grænleitt litarhaft" og "áberandi útstæð augu"... yes?

laugardagur, mars 21, 2009

hversu ógeðslega kúl er....

... þessi gaur!?



ég myndi segja mjög kúl.
fyrir þá sem ekki vita þá var ég að fá harmónikku :) hún er sem betur fer ekki svona stór.

föstudagur, mars 13, 2009

Frú tóta :)


jæja það kom það því :)
ekki bara gifti ég mig, heldur er ég líka farin að blogga um það. yay!
en það er svossem ekkert hægt að lýsa þessum degi, hann var svo æðislegur í allastaði. hefði ekki viljað breyta NEINU!
vííí.

það eru komnar nokkrar vel valdar myndir inná www.ljosmyndari.com, album og bls. 2 -> brúðkaup tótu og nonna, en þið verðið að senda mér email og biðja um passwordið, hmoooha ho ho ho! hann heitir bytheway Siggi ljósmyndarinn og er aaaalgjör snillingur. :D

mánudagur, mars 02, 2009

allt að koma

dagarnir líða án þess að maður panti það, sem er nú eitthvað annað en flest annað sem þarf að gera. annars gengur það bara ágætlega, er meira að segja búin að hringja nokkur símtöl. ok kannski ekki nokkur.
jónsæti er reyndar laaaaaasinn sem er sorglegt og sefur eins og lasinn einstaklingur uppí rúmi. ég þykist ekki hafa tíma til að leggja mig, er samt svo mygluð og þreytt að ég get ekki gert neitt af viti.
systur mínar 2/3 kíktu í heimsókn ásamt handhafa sameiginlegs Y-litningis okkar á laugardaginn og það var mikið skemmtilegra en að fá konuna frá orkuveitunni sem kom fimmtudaginn á undan því. en við systur ákváðum að taka eina photo-session, sem er klassík og ALLTAF jafn fyndin og skemmtileg. komumst að því (aftur) að við erum ógeðslega sætar.

svo (góð tímasetning) er ég forfallin í photoshop og windows movie maker næstum því uppúr þurru. á að gera "stuttmynd" í skólanum og ákvað ða gera músíkvídeó við dúett úr óperunni Lakmé. já ÞANN dúett. hann er bara fallegastur í heimi, alfeg sama hvað er búið að auglýsa mikinn klósettpappír með honum. svo var ég að skoða myndir á netinu og fannst þær allar svo ljótar að ég er búin að teikna þetta allt. svo er skannerinn bilaður svo að ég er búin að þurfa að taka myndir af öllum teikningunum. spes. samt búið að ganga nokkuð vel. hendi sýnishorni hingað við tækifæri.
jæja, best að fá sér ristað brauð og pespí.

hin tilvonandi.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

það held ég nú!


allt að gerast hérna á Hjarðarhaganum. tildæmis ákvað óskar að tjekka aðeins á winamp lagalistunum og svo var ég að koma úr BRÚÐARförðun. föðrun? jeminn, allavega þáget ég varla hreyft á mér andlitið, en er samt voða sæt.
eða svona.
jú kannski smá.
ég fíla núsamt kannski ekki mest í heiminum svona kökumeik. en hitt kom bara nokkuð vel út fannst mér. þetta verður samt öðruvísi (örðuvísi) 7. mars. ó jeee!
þyrfti mjög sterklega að skella mér í smá æfingarstuð, en er að spá í að fá mér bara pepsí... lagnar mest til að leggja mig, en ætla að standa freistinguna. þyrfti nefnilega fyrst að þvo mér í framan og tími því ekki :)



vá tjekkið á skelfingunni í augum vesalings dýrsins... lol.

mánudagur, febrúar 23, 2009

sunnudagur, febrúar 22, 2009

Cat Haiku #1


You never feed me.
Perhaps I'll sleep on your face.
That will show you.

sjá allar

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

maðurinn er snillingur!

'The vast majority of our imports come from outside the country.'
- George W. Bush


'If we don't succeed, we run the risk of failure.'
- George W. Bush


'One word sums up probably the responsibility of any Governor, and that one word is 'to be prepared'.'
-George W. Bush



'I have made good judgments in the past. I have made good judgments in the future.'
- George W. Bush


'The future will be better tomorrow.'
- George W. Bush


'We're going to have the best educated American people in the world.'
- George W. Bush


'I stand by all the misstatements that I've made.'
- George W Bush


'We have a firm commitment to NATO, we are a part of NATO. We have a firm commitment to Europe . We are a part of Europe '
- George W. Bush


'Public speaking is very easy.'
- George W. Bush

'A low voter turnout is an indication of fewer people going to the polls.'
- George W. Bush

'I have opinions of my own -- strong opinions -- but I don't always agree with them.'
-George Bush


'We are ready for any unforeseen event that may or may not occur.'
- George W. Bush


'For NASA, space is still a high priority.'
-George W. Bush


'Quite frankly, teachers are the only profession that teach our children.'
-George W. Bush


'It isn't pollution that's harming the environment. It's the impurities in our air and water that are doing it.'
- George W. Bush

laugardagur, febrúar 14, 2009

talandi um stuð

10. sería Dallas komin í hús.
enda erum við hjónaleysin frekar upptekin. þetta er s.s. serían EFTIR að bobby er dauður í heila seríu, sem var svo bara draumur, serían þar sem Wes Parmalee mætir og svæðið og þykist vera Jock, sem dó í seríu 4 og þegar Bobby og Pam komast að því á brúðkaupsdaginn sinn (þar sem þau eru að gifta sig í annað sinn) að gamla kærastan hans Bobby er ólétt.
þvílíkt drama.
annað í fréttum er að strengjasveit listaháskólans sem ég lét plata mig í er með tónleika á morgun. það sem maður lætur plata sig í. við erum einmitt fjórar víólurnar á móti fjórum fyrstu fiðlum og tvemur sellóum.
þannig að hlutföllin eru allavega í lagi. byrjar fimm, spilum 3 verk, eitt eftir Jón ásgeirsson sem er geggjað (þarf ekki nonni geira ða fara að fá einhver verðlaun eða nammi eða eitthvað? gaurinn á ótrúlega mikið að flottum verkum), leiðinlegu simple symphony eftir Britten, sem hann samdi þegar hann var 5 ára eða eitthvað og svo "fyndnu" sinfóníettu mozarts fyrir strengjasveit og 2 horn.
ég er greinilega orðin leiðinlegri en ég hélt vegna þess að mér finnst þetta mozart verk bara langt frá því aðvera fyndið. eiginlega bara pínlega leiðinlegt.
reyndar hefur mér alltaf fundist "fyndin" klassísk tónlist ekki fyndin og þegar fólk glottir á tónleikum og gefur frá sér svona "heeeh!" hljóð fer óendanlega í taugarnar á mér.
o jæja, einhver verður ða vera leiðinlegur í þessum heimi :)

annars er allt nokkurnvegin komið á gott skrið...

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

facebook DAUÐANS

grein frá neytendasamtökunum sem facebook-fíklar (eins og ég) vilja EKKI lesa. samt kannski hollt og gott... en örugglega OF seint fyrir marga :)

Facebook sleppir þér aldrei

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn. Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!". Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar. Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"

Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni. Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.

Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf.

Þá, sagði hann.

"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".

miðvikudagur, janúar 28, 2009

oh God

er búin að hlusta á sama lagið með Jamie Cullum í hálftíma sem er engum manni bjóðandi. gott lag samt.
kláraði í leiðinni að prenta út myndir sem ég hef verið að ýta á undan mér lengi. það var gott-vont.
aðallega vont.
lagið sló aðeins á.
en ég var víst búin að lofa að skella skyrtum í þvottavélina svo krúttusponsið hann jónsæti kæmist í vinnuna í öðru en stuttermabol.... best að skunda af stað.

næææææs

tjekkið á þessu:

How I Made a 1,474-Megapixel Photo During President Obama’s Inaugural Address

talandi um SKÖLL. td er hægt að súmma inná annað trompet og sjá að hann er að reyna ða bora í nefið með tungunni (tekst ekki) og við hrossastyttuna lengst til hægri (og þá meina ég LENGST, hjá hvíta veggnum) stendur maður í grænum buxum við hliðina á konu sem er með bláan trefil.

talandi um jólastemmingu, eruði að tjekka á snjónum?

mánudagur, janúar 26, 2009

æj

búin að hanga í tölvunni núna í tvo tíma og drekka 3 bolla af kaffi.
sterku.
samt líður mér ekki betur.
það á að banna óléttar konur í sundi.

svo er skanninn minn bilaður, blikkar bara öllum ljósunum á fullu. það er ekki næs.

öll í kortunum

tók mig til (í staðinn fyrir að TAKA TIL, sem þyrfti svo sannarlega að gera) og sótti um fullt af kortum. eða svona... allavega tvö. sem er nú meira en ég sótti um í gær. allt út af þeirri staðreynd að ég er víst orðinn nemi við HÍ. sem er spes.
þannig að ég á rétt á því að komast ÓKEYPIS Í STRÆTÓ, öll þau tvo skipti á ári sem ég nota gulu limmuna og svo stúdentakort. sem er eiginlega bara eyðsla á plasti, fæ samt afslátt hér og þar.
aðallega þar.
þá get ég t.d. VALIÐ um hvort ég vilji fá mér kaffi hjá teogkaffi á 25% starfsmannaafslætti eða 15% HÍ afslætti. yay!
talandi um te og kaffi þá er ég aftur byrjuð að vinna. mán-fim 8-12. víóluleikarar fá sérstakan afslátt án þess að sýna nein kort.

til hamiiiingjuuuu!


PÍNULITLA systir mín hún Dagga á afmæli í dag! yay!
22 ára... fer að ná mér :)

veit það er soldið asnó að setja akkúrat þessa mynd, sérstaklega þar sem ég er í miðjunni og negra-systir okkar er inná líka. en ég er náttúrulega úrhrak og viðurstyggð :)
jæja best að skella nógu mörgum póstum inn svo fólk hætti aðlesa pólítíska pistilinn minn. RÖNG SKOÐUN.
svo það er best að sitja bara á henni og fokkin steinhalda kjafti. það er nefnilega bara málfrelsi fyrir suma og sumar skoðanir á þessu landi.

fimmtudagur, janúar 22, 2009

skítapakk drullið ykkur til svíþjóðar

frá því bankarnir hrundu og mótmælin á Austurvelli (og víðar) byrjuðu hef ég verið á báðum áttum. var aldrei sérstaklega sammála því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér, segja af sér hvert? þetta er bara ákveðinn hópur fólks, skiptir það máli hvar hver situr? eru ekki allir hvort sem er búnir að skíta uppá bak? hver á að setjast inná alþingi? sturla vörubílstjóri og Hörður Torfason? ég hata Davíð Oddsson ekki útaf lífinu, hef aldrei gert og finnst ekkert sérstaklega réttlátt að hann þurfi að segja af sér sem seðlabanki þegar þeir eru þrír (veit einhver hvað hinir tveir heita til dæmis?)
en ég var aldrei neitt sérstaklega á Móti mótmælunum heldur. var jafnvel á tímabili svolítið öfundsjúk að hafa ekki svona sterkar skoðanir. flott hjá fólki að fylgja samfæringu sinni og mótmæla og vera með ræður og lemja potta. jafnvel að henda eggjum og skyri. á mörkunum að rífa niður osló-tréið, slapp þó afþví jólin voru búin.

En eftir að hafa hlustað á hádegisfréttirnar er ég ALGJÖRLEGA Á MÓTI mótmælunum og mótmælendum. þetta er greinilega algjört hyski og ég vil ekki koma NÁLÆGT þessu liði. aldrei. mig langar til að flytja burt af landinu til að börnin mín þurfi ekki að horfa uppá svona viðbjóðslega hegðun og alast upp í svona sjúku samfélagi.
fór fólk í alvörunni með piss og kúk í poka niður í bæ í nótt til að hella á lögguna?!
hvað heldur eiginlega fólk að löggan sé?
hversu mikið þolinmæði er lögreglan búin að sýna þessar 12 vikur sem mótmælin eru búin að vera? er ekki aðalforgangur lögreglunnar búinn að vera að VERNDA mótmælendur? og hvenær byrjaði lögreglan að sprauta piparúða? það var ekki í viku eitt. það var ekki í viku tvö heldur. ef mig misminnir ekki var það þegar skríllinn var að reyna að brjótast inn í Lögreglustöðina á hverfisgötu, rifu hátalara og brutu og eyðilögðu útidyrahurð.
átti að hleypa öllum inn kannski? hefði kannski líka átt að láta sem ekkert væri þegar fólk réðst að Geir H. Haarde? bara vona hann hefði ekki verið barinn til dauða?
ég tek undir með yfirlögreglustjóra og spyr: hverju er fólk að mótmæla þegar það hendir gangstéttarhellum í lögregluþjóna svo amk 4 fóru á bráðamóttökuna? vill það að lögreglan segi af sér? það væri þessari þjóð mátulegt að lögreglan pakkaði bara saman og færi til kanarí í frí. Litháenskar glæpaklíkur myndu ná ráðum hérna á nótæm, nota alþingishúsið sem bruggverksmiðju og ef einhver myndi mótmæla... eitt skot. piparúði hvað?

svo sér maður í fréttunum flissandi ungt fólk í hettupeysum. FLISSANDI! er fólk í alvörunni að mótmæla vegna þess að það á svo bágt útaf ástandinu eða er það bara geðveikt ánægt að geta loksins gert eitthvað sem það heldur ða skipti máli?

ég eiginlega er orðlaus, en líka æf af reiði. ég vissi að íslendingar væru staðfastir og létu ekki vaða yfir sig endalaust, en að við værum ofbeldishneigð og andstyggileg vissi ég ekki. ég vil ekki tilheyra þessari þjóð eins og hún kemur fram.


Nafnbirtingar lögreglumanna
Sex komu á slysadeild eftir átökin

sunnudagur, janúar 18, 2009

Mjér langar í svooooonaaa!
urgh af hverju er ekki dollarinn lægri, ísland nær ameríku og ég geðveikt rík?
og WHY OH WHY eru 11 mánuðir í afmælið mitt?! grát grát

Flottasta peysan

föstudagur, janúar 16, 2009

urgh


skúli fúli þurfti að rekja byrjunina af sjalinu upp AFTUR! hann er alfeg glataður prjónamaður.
usss fuss

miðvikudagur, janúar 14, 2009

komin tími á smá blogg. komin tími til að fara úr náttbuxunum líka, en það er annað mál. er reyndar búin að vera hörkudugleg í morgun, hlustaði á "huggulegan" fyrirlestur um skráningaraðferðum í sambandi við hegðunarvandamál barna. jeminn. hvað í óskupunum er ég komin í? jæja jæja, allt nám bætir og það er aldrei að vita nema þetta eigi eftir að nýtast mér. kannski næ ég, eftir allt saman, að fá jónsæta til að setja notaðar nærbuxur annarsstaðar en á gólfið og óhreint leirtau OFANÍ vaskinn, ekki á VASKBRÚNINA (hvað ER málið með það?!?!!?) svo hringdi ég í ömmu mína. hún er sæt og best.

en þá að hannyrðum af því það er svo vinsælt :)
er búin að vera að byrja á sjali núna í þrjá daga. er búin að rekja upp og byrja að nýju of mörgum sinnum til að geta talið það (hefði ég bara verið með góða skráningaraðferð!), en þrjóskan, úbs ég meina staðfestan (þrjóska er neikvætt orð og fær nemdendur til að efast um eigið ágæti, fá í kjölfarið óbeit á námi og öllum skólastofnunum) hafði betur og er ég núna komin með 19 umferðir. yay! eiginlega búin með "grille1" sem frönskumælandinn BerglindÝr ætti nú að vita allt um hvða þýðir.

þriðjudagur, janúar 13, 2009

æj æj

er ekki kominn tími á breytt útlit? fíliði þetta? ég er á báðum áttum... sakna þessa gamla soldið.

mánudagur, janúar 05, 2009

gleðilegt nýtt ár!

2009.
eitt ár eftir hjá mér.
nei djók, ein voða svartsýn. annars er ég komin algjörlega á bólakaf í eitthvað handavinnukreisíness. prjónaði (ekki alltaf) í góðum fílíng 13 pör af vettlingum fyrir jólin til að gefa í jólagjafir og heklaði stóran dúk. stóran.
eftir þetta allt hef ég svo bara ekki getað hægt. næstum eins og pringles. svo er netið nú ekki að draga úr þessu hjá manni, er búin að vera að gúgla hægri vinstri og skoða síður hjá fólki, ókei konum, sem eru alltaf að prjóna og svona. virðast bara blogga til aðsegja frá hvað og hvernig þær eru að prjóna. mér finnst það næs.
og svona til að herma þá ákvað ég að pósta mynd af nýjasta dúknum og grifflum sem ég gerði.

dúkurinn er helkaður úr minni meira en ástkærri "Bestemors hækelopskrifter" úr einhverju rándýru heklugarni (held að dokkan hafi kostað 800 kall :p en ég notaði nú bara svona 1/3), en grifflurnar eru bara úr júróprís garni (sem brakar í þegar það blotnar) og gerðar uppúr mér. og eins og sést þá var ekki til alfeg nógu mikill blár. en getur maður ekki bara sagt að þetta sé hönnun? held það.

annars allt gott af Hjarðarhaganum, geðheilsan öll að koma til. sumir halda, en ég VEIT að 2009 verður frábært ár :)