þriðjudagur, mars 15, 2005


mamma náði flísinni úr löppinni á mér OG gaf mér gott að borða á "maður lifandi" þar sem ég sá Dísu víólukennara (það gerist alltaf eitthvað gott í lífi mínu þegar ég rekst svona á hana Dísu mína svona útá götu) þannig að ég er bara í brjálæðislega góðum fíling.

aumingja ég


aumingja ég er með glerbrot í hælnum og get eiginlega ekki stigið í fótinn :( ég sem ætlaði að taka líkamsræktina með trompi í enneitt skiptið og fara í hádeginu í body pump. þetta væri ekkert mál ef að helv. glerbrotið eða flísin eða hvað í andsk. þetta er, væri á fætinum á mér eða einhversstaðar svona eðlilegt, en að reyna að ná einhverju mjög litlu úr Hælnum á sér er alfeg ógeðslega erfitt. lét jónsæta gera mjög góða tilraun, vopnaðan vasaljósi og títuprjón, en ég held að hann hafi bara ýtt því lengra inn í fótinn á mér.
hvar eru eiginlega mömmur manns þegar maður þarf á þeim að halda?
í vinnunni.
ég ætti kannski að höltra mér niður á náttúrufræðistofnun...
svo reyndar keyptum við flísatöng núna áðan og ég er að mana mig upp í tilraun nr. 2 í að ná þessu úr. er bara orðin svo aum í húðinni eftir allt þetta hnoð.
aumingja ég!