þriðjudagur, janúar 21, 2003



mitt fyrsta verk þennan mjög svo kalda þriðjudag er að skrifa litla lofræðu um vin minn og velunnara Sör Óliver Kentish. og það er nú ekki út af því að í mig var hreytt í gær, eða það að einhver hafi sett upp yfirfýlupokasvipinn sinn, já neinei! það er einfaldlega út af því að þessi maður, þetta MIKILMENNI á það án efa meir og betur skilið en flestir sem ég þekki að um hann sé farið hlýjum orðum. flestir? ég held mér sé óhætt að segja ALLIR sem ég þekki. þvílíkur öðlingur...
ég held það hafi verið einn fagran haustdag árið 1992 þegar ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast 'Oliver fyrst, og mun það vera á hinni allra fyrstu kammersveitaræfingu sem haldin var í nafni tónlistaskóla hafnarfjarðar. og þær áttu nú eftir að verða fleiri, betri, lengri, meira krefjandi og gefandi með tímanum. og nú, 11 árum (eh-hemm!) er kammersveitin svo sannarlega komin á hátind ferils síns með rúmlega 20 þáttakendur, og FJÓRAR gerðir af hljóðfærum, geri aðrir gott betur. og ekki er að spyrja að "Manninum" sjálfum, mætir hress og kátur korter fyrir allar æfingar, stillir upp og hitar kaffi, bakar dúnmjúkar og sætar smákökur, skreytir salinn lítillega, kannski með nýtíndum blómum (innan úr reykjavíkinni) eða fallegum postulínsstyttum, sem við vitum að hann á svo margar, allt til þass vel fari um okkur aumu, óbreyttu hljóðfæraleikarana og síðan býður hann alla velkomna með bros á vör. á vör? allt andlitið uppljómast af gleði yfir gæðum þessa heims og sá sem ekki kynnist óliver á einhvern hátt sem FYRST, ætti að fara hugsa sinn gang, því hver dagur í návist hans er geymd perla í nægtarbrunni alviskunnar.