þriðjudagur, apríl 13, 2004

svöng, syfjuð, sól, sund og nýr linkur
éger mjög svöng, samt soldið svona óglatt líka. ég ætla sko bara að borða skyr út alla þessa viku, sama hvað hver segir! ef ég ætla ekki að enda með því að girða undirhökuna ofan í buxnastrenginn og rasskinnunum oní sokkana þá þýðir ekkert annað en að borða bara skyr. og ekkert helvítis kjaftæði um að maður verði að fá næringu og blablaBLA! sýnist ykkur ég vera að deyja úr vannæringu?!
eníveis.
so er komin sól sem ýtir undir það að mig langar ALLS ekkert til að halda áfram að slá inn andskotans stjórnardeildina, fer nú samt að vera búin með helvítið. sólin gerir það líka að verkum að mig langar hrottalega mikið í sund og fá freknur (og/eða sortuæxli) á nefið. elskujónminn ætlaði með mér í sund í hádeginu, en hann er svo ofsalega upptekinn í skólanum sínum að hann er ekki enn komin.
umingjans litla skinnið mitt. reyndar hringdi ég í hann áðan og mér heyrðist einhver segja á bak við hann "nei með barbíkjúsósu!" sem þýðir annaðhvort það að fólkið sem er með honum í lokaverkefninu er endanlega búið að snappa á því, eðahann fór og fékk sér Subbu-mat. :@ sá verður tekinn í karphúsið!
talandi um að taka í karphús, þá var ég að skella inn nýjum link yfir á miss Helgu Þóru fiðlusnilling. hún er djöfulli nett, ég verð nú bara að segja það... reyndar langar mig að segja ýmislegt fleira, og jafnvel bera saman sval-leika Helgu og ýmsra annara stúlkna á hennar reki, en það er víst ekki heillavænlegt.
fjúttí fjú.
pixies rúúúúúúúla. vill einhver bjóða mér á tónleikana?
Bond, elsku Bond
jújú, mikið rétt, hinir hressu "bond-fever" sjúklingar íslands (var að frétta af tvei-mur hrottalega sýktum einstaklingum í Danmörkunni) létu sitt ekki eftir liggja, heldur horfðu með mikilli aðdáun á næstu 2 Bond myndir í röðinni. erum við farin að ókyrrast allverulega, því nú tekur að síga í seinni hluta herra connery.

Thunderball
Bond: sean connery
vondikall: spectra, með herra Largo, eða No. 2 fremstan í fararbroddi (hann er með lepp)
handbendli vonda kalls: fyrst í stað er hún kærasta Largos, en jah.... Bond er nú ekki lengi að "tala" hana til.
kellingar: 3
popp-pása: 20 mínútna bardaga atriði milli kafara í rauðu (bond og co.) og kafara í svörtu (spectra).
lokaatriði: sérlega flott lokaatriði þar sem Bond og hin stinna stúlka eru í gúmmíbát útá rúmsjó, bond blæs upp risastóra helíumblöðru sem er í laginu eins og risastór rauð píla. hann festir blöðruna vel í beltið sitt, grípur um gelluna og í sama mund flýgur flutningavél hennar hátignar framhjá með risastóran griparm framhjá. hún flýgur undir rauðu píluna og kippir parinu upp í loft. svo smellir Bond nottla einum blautum á kvensuna þegar þau eru á fleygiferð um háloftin.
kíkið á auglýsingu fyrir myndina sem var gefinn út 1965! snild snild SNILD!

you only live twice
bond: s.c.
vondikall: spectra, No. 1 sýnir meira aðsegja á sér fésið!
handbendli: Mr. Osato og ritarinn hans Helga Brandt
kellingar: 3
lokaatriði: bond og gellan eru úti á sjó í gúmmíbát.



alsherjarBondsíða
Friða hin fríða er alltaf að senda mér svo skemmtilega brandara...

Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig. Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo "Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!"
Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. "Blandað grænmeti!" sagði Jónas. Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo
"Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Merkigili að vinna hérna?"
pissuleikur. mjög skemmtilegur :)