miðvikudagur, janúar 07, 2004

var reynt við mig í lauginni?
nú er enneitt heilsuátak þórunnar hafið og hófst með miklum gusugangi. það er að segja þegar ég stakk mér til sunds í suðurbæjarlauginni og synti 2 kílómetra án þess að blása úr nös. eða svo gott sem. reyndar var á sama tíma nýupptekinn og ferskur tónheyrnartími sem ég var gjörsamlega grunlaus um á þessari stundu. eftir að hafa synt í smá stund kom feitur ljótur maður og hlammaði sér svo að segja í töluðu orðum á brautina mína. og byrjaði að synda. ef sund er hægt að kalla. mér var skapi næst að hringja í heimsmetabók gunness og benda þeim á hægustu hreyfingu í vatni -án þess að sökkva- hjá miðaldra landspendýri. ég var ekki kát og eitt skiptið þegar ég var að koma að bakkanum þá stóð hann í rólegheitunum (örugglega að ná hjartslættinum niður úr 300 slögum á mínútu). þar sem ég var sem áður segir ekki kát Urraði ég einu égergeðveiktpirruð tótu urri (mjög ægilegt geta vinir og vandamenn vitnað um) og muldraði "helvítis fíbl" oní sundlaugina. viti menn! þegar ég hef lokið einni umferð til viðbótar er manngreyið ekki bara búinn að hliðra aðeins til, heldur hefur hann bara fært sig ALFEG út í hinn endann á lauginni, á brautina sem var fjærst mér! ja nú brá mér í brún. og svo brá mér í brúnni því að meðan ég er að endurstilla sundgleraugun kallar hann á mig:
"þú syndir ansi vel!"
"ha?" sagði ég svona til að komast yfir mestu undrunina, ég hafði vel heyrt í manninum.
"þú syndir svo mikið."
"já" segi ég bein í baki með nefið upp í loft. "maður verður að taka á því."
"hvað syndiru mikið?" spyr hann svo varfærnislega og ábyggilega með flóttlegt augnaráð (sá það ekki því ég var ekki með gleraugun mín)
"ég syndi 2 kílómetra" svara ég sigri hrósandi
"flott" segir hann þá.
þetta samtal kann ekki að virðast vera mjög merkilegt aflestrar en svo fór ég að hugsa.
var maðurinn kannski ekki jafn mikið fíbl og ég vildi láta vera?
var hann e.t.v. viljandi að synda á lúsarhraða á brautinni minni, kannski til að geta horft betur á mig (og minn óaðfinnanlega sundstíl)?
var reynt við mig í lauginni?
annáll IV

djöfull er þetta að verða langt. ég sé fram á að mitt fyrsta verk á nýju ári verið ða henda öllum út af linka listanum mínum.... eða ekki.
en næst í annálaskrifum er Gréta Hauksdóttir sem getur verið alfeg ótrúlega skrítin og óútreiknanleg. sem er kúl. hún var nú á grikklandi eða ég veit ekki hvað og þá las é stundum bloggi ðhennar í von um að sjá safaríkar myndir af myndarlegum grískum mönnum. en ekkert sást svo ég hætti að lesa það. svo er hún svo að segja næstum því orðin aumingja bloggari. en það er nottla ekki við því að búast að allir séu í sitjaárassinum vinnu og geta bloggað endalaust. Halldóra er ein af ógurlega kvartettinum sem stefnir á heimsyfirráð og var í frakklandi næstum því allt síðasta ár. hvað er málið með þetta frakkland? en allavega þá er hún hress og kát og ein af þeim sem sá næstum því brunann í landsbankanum hér um daginn. sem var einmitt svo ómerkilegur ða hann komst ekki einu sinni í fréttirnar. je. halldóra á líka geðveikt flottan gulan kjól og kærasta sem heitir orri. kannski bæti ég honum á linkalistann minn ef hann er duglegur að kaupa handa mér bjór í framtíðinni. Hallveig var að enda við að troða sér á linkalistann minn, sem er nottla frábært, sérstaklega þar sem Hildigunnur (sem umverður rætt síðar) systir hennar var búin að hóta mér öllu illu. hallveig er mesta díva sem ég þekki, með svona natúral dívu-attítjúd með öllu sem því fylgir. einna sterkasta minning mín um hana frá síðasta ári, er frá tónleikum í Eskifjarðarkirkju þar sem hún stöðvaði lófaklapp gesta á milli erinda í lagaflokk sem hún var ða syngja með stelsjúka undirleikaranum. það fannst mér ótrúlega vel gert hjá henni, þar sem lófaklapp milli atriða (og í aðfangadagsmessum Eydís Ýr!) er gjörsamlega óþolandi. Hallveig sér um leikfimisþjálfun Messiaen sönghópsins. Haukur er algjört krútt og að læra sjúkraþjálfun uppí háskóla. hann er ekki óvirkur alki og finnst það bara fínt. mér finnst það nú eiginlega líka. við kynntumst fyrir alvöru í pakkapartýinu hans Bjarna (sem um var rætt áður) þar sem Haukur setti upp einn svipinn á eftir öðrum og var hreint út sagt ótrúlega fyndinn. og ég full. Haukur er líka góður vinur hans Kristjáns Hans sem ætti endilega við fyrsta tækifæri að fá sér blogg. Hildigunnur r, eða H. eins og hún vill stundum kalla sig er tónskáld og söngkona. og tónheyrnarkennari og fiðluleikari. einu sinni bauð hún mér í heimsókn til að ég gæti lagað bloggið hennar (eða ekkvað) og ég mætti. gerði ekki við neitt en drakk svona 2 rauðvínsflöskur, át allan matinn hennar og fór svo heim. maður er svo hress. hildigunnur er svona nokkurskonar yfirstumpur hljómeykis og sér um að reyna að troða messiaen vitleysunni oní hausinn á okkur. úff. Hildigunnur er tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 fyrir tónlistina í heimildarmyndinni "fjör í frjálsum íþróttum". nei. hún samdi einhverja ofsalega flotta (geri ég ráð fyrir, missti af tónleikunum :( ) Hugi er kærastinn hennar Berglindar Ýr (sem fyrr var nefnd) og fær hann einnig stórt knús fyrir æðislegt kaffiboð hér í den. ég veit nú ekki alfeg af hverju Hugi var að fá sér blogg, en þarna er það ef hann skyldi nú einhverntíma vilja blogga. en bróðir hans Huga var að verða lögga svo ég þori ekkert að segja. Hjördís fór til afríku og kom sér upp bloggi. en annaðhvort var hún of upptekin (ég veit að ég myndi vera það, hehe) eða bara ekkvað mis, þannig að bloggfærslurnar voru bara 3 og orðin ekki nema 21. en hún er æðisleg þrátt fyrir það og þar sem hún er víst komin heim (fréttir herma) þá er ekki úr vegi vert að hringja í beljuna og plata hana í eins og einn kaffi bolla. já eða 4-5 bjóra, ég ræð. elsku Hjörtur minn fær nú stóran plús fyrir að eyða miklum og góðum tíma með eiginkonu sinni á síðastliðnu ári, auk þess að vera almennt skemmtilegur og góður í horn að taka. eh... hann er allavega algjört æði. það mikið æði að danirnir þora ekki annað en að senda kauða til Gvatemala að skoða kaffibaunir. eða hvað það nú var. alfeg hreint ótrúlegt, verð ég að segja. einna skemmtilegustu stundir okkar Hjartar á árinu að mínu mati var þegar ég stakk fólk af og hitt hann ásamt megakúl (ekki að grínast hér) fjölskyldumeðlimum á kaffi kúltúr. krúsuðum svo um bæinn í ólíklegasta félagsskap ever og enduðum í einhverju partý í vesturbænum hjá frekar skuggalegum gaurum. samt ekekrt nema góð og gild stemming þar sem endranær í eftirpartýjum (right). en þess má líka geta að nú á nýju ári, eins og er núna, þá hefur Hjörtur gert sér það til dundurs að breyta útlitinu á blogginu sínu (sem er bytheway geggjað skemmtilegt aflestrar) og nú er það orðið svart eins og mitt! :) hann er smekklegur strákurinn.

...bil...
jah nú verður hún Sif mín stolt af mér... er nefnilega að hlusta á massive attack. yeah. þvílík snild.
jah maður er ekki fyrr byrjaður og næstum því ekki alfeg hálfnaður að skrifa annál að fólk tryllist og heimti að fá sig inná linka listann minn. afleg ótrúlegt. ótrúlegra öðru fremur er að ég læt þetta eftir þeim og er hér með búin að bæta Hallveigu, Laugu og Palla inná linkana mína. *púff*
þetta er kúl
ræ ræ ræ allsekkiannáll III

eleonora er í frakklandi að rifja upp frönskuna, hún var nottla ekki nema mega-dux úr verzló með öll bæði frönskuverðlaunin. fyrir mér verður hún nú samt alltaf í huga mínum og hjarta litla sæta fæglíng stelpan með tækvandó spörkin sem ég skulda 500 kall. gaman að því. Eydís Ýr er nú algjör perla, gaf mér brjósssykurstöng í jólagjöf sem hægt er að nota sem kúbein, auk kertastjaka. það er, ég fékk líka kertastjaka, brjóstsykurinn var ekki... æj vottever. hún afrekaði það á árinu að fara í fyrsta skipti til Stade og verð ég nú að segja að það er eitt af stóru skrefunum í þroska hverrar konu. svo byrjaði hún líka með gamla vini mínum honum Herði Mar, sem er reyndar yngri en ég og veit ég ekki betur en að þar sé allt löðrandi í lukku. Elsku Eyfi minn er nýfarinn aftur til London til að gaula yfir engilsaxneskum mönnum. og kannski einstaka konu, sem kann að villast inn. hann var ekki bara sætur og skemmtilegur við tótuna sína allt síðasta ár, heldur líka endalaus uppspretta góðra hugmynda, ljóða, mynda, ákvarðana, hugsana og vangaveltna. svo var hann einna duglegastur (sem endra nær) að drekka te við eldhúsborðið og það fólk á alltaf hrós skilið. við ætluðum að fara hringinn síðasta ár, en fórum þess í stað í langan göngutúr og ákváðum að kaupa okkur sumarbústað uppí sveit þegar við erum orðin gömul, feit og rík. góð skipti, ég þoli ekki ferðalög innanlands (og ekki bíllinn minn heldur). Fjólgerður er sæt og skemmtileg og sendi mér ótrúlega fallegt jólakort. eða svona, það var kannski ekki það móst bjútífúlust í heimi (sorry fjóla mín) en það varð alla vega til þess að mér fannst tilvera mín ekki algjörlega tilgangslaus. skemmtileg þessi jólakort. því miður held ég að síðasta ár hafi verið sögulegt lámark yfir það hversu sjaldan ég hitti hana fjólu mína og skammast ég mín þvílíkt. maður á að hitta hana fjólu sína. reyndar fylgdi heimboð með jólakortinu og sveimérþá ef ég hef ekki hug á að nýta mér það. ég verð hvort sem er blönk allt næsta ár, afhverju ekki bara að gera það með stæl og vera skítblönk langt fram eftir Öllu árinu? þessi geimVEIRA er manneskja sem ég þekki ekki baun svo ég get eiginelga ekkert um hana sagt nema það að ég linkaði á hana af því að hún linkaði á mig. soldið spennó. samt ekki. Guðný Birna er án efa sá hræðilegasti bloggari sem ég hef á ævi minni kynnst, en hún hefur nú samt lofað bót og betrun. ég er meira segja búin að fá fullt vald til þess að breyta/laga/bjarga bloggsíðunni hennar. sem ég mun og gera. Gudda mín yfirgaf mig nú rétt eftir áramót (rúmum 16 tímum eftir) og er í þessum innpikkuðum orðum að sleikja sólina í kalíforníu. eða þá að læra, sem er mikið skynsamlegra ef maður hugsar út í hitastig á yfirborði sólar. en hún var samt ótrúlega góð við mig á síðasta ári, þrátt fyrir allar yfirgefningar og skal hæst telja góða ráðgjafaþjónustu í gegnum síma ;) kysselskan. gujan sæta. það er mjög gaman að segja soldið frá Gujunni vegna þess að fyrir ári þekkti ég hana ekki baun, en nú er þetta svona hittaniðríbæogspjalla,ekkibarasegjahæogstrunsaframhjá. ef þið vitið hvað ég meina. við fórum saman til Reykholts sælla minninga hér milli jóla og nýárs og ég skulda henni ennþá kippu af Thule bjór í hálfslítra flöskum. í guðanna bænum minniði mig á það. sem minnir mig á það að víólan mín svaf hjá Guju þessa sömu nótt. ekki ónýtt það ;) Gulli er eini atvinnuhomminn sem ég þekki og um tíma var bloggið hans orðið svo ógeðslega sjálfsentrerað um hvernig lífið er þegar maður er hommi að ég hætti að lesa það. en það hefur nú skánað heilan helling og sveimér þá ef að ég er ekki farin að glugga í það endrum og eins. nú haldiði að ég sé hommahatari og það er allt í læ, sama er mér, en leiðinleg blogg eru leiðinleg blogg og ég get ekkert að því gert. en gulli er nú samt ferlega sætur og skemmtilegur, svona oftast. ég er reyndar ennþá hundfúl yfir "í hverju ertu?!" kommentinu frá því í sumar, en hann á nú eftir að bæta mér það upp jájájá.

...örstutt hik...