þriðjudagur, júlí 01, 2003

Ralph Vaughn Williams heldur áfram að heilla mig gjörsamlega uppúr skónum. jahérna hér. núna er það Fantasia on a Theme by Thomas Tallis sem fór alfeg með mig (svipað og ferðaskrifstofa stúdenta hér um árið....), svoef það er einhver þarna úti sem er drullu f***** ríkur, þá má sá hinn sami alfeg fara og gefa mér heildarsafn verka hans.... ég myndi ekkert öskra úr fýlu sko.
oooh....
sérstaklega langar mig að heyra þetta hér: Romance for Viola and Pianoforte og Flos Campi sem er fyrir Suite for solo viola, small wordless mixed chorus (SATB), and small orchestra.
Dedication to Lionel Tertis. argh hvað mig langar í þetta!
og eins og öllum ætti að hafa dottið STRAX í hug, þá var Williams að sjálfsögðu vióluleikari.
svona eru ítölsku umferðarreglurnar. hehe :)

á föstudaginn fóru 2 dætur og 2 mæður í bíltúr á Þingvelli, samt voru bara þrjár í bílnum (smá gáta fyrir litlu börnin). en við fórum engu að síður til Hveragerðis í bakaleiðinni og keyptum fullt af sumarblómum, mamma keypti einhver tré og svona. en haldiði ekki að dúllusponsan hafi gefið henni tótu sinni eitt blóm. og ekki bara hvaða blóm sem er! eitt stykki Blóðdropar Krists, takk fyrir.
eins og flestir sem þekkja mig, þá á ég það til að skíra allt mögulegt og á núþegar pottaplöntu sem er kallaður Jón (faðir hans, Leó, dó skelfilegum vatnsskorts-dauðdaga....) og fór strax að undirbúa ekkvað kræsið nafn á þetta fagra blóm.
jesú?
guðsteinn?
drottína?
og þá kom það eins og fluga beint upp í nefið á mér (soldið sem kom fyrir í alvörunni -EKKI skemmtilegt!) að skíra hann Kristinn.
eins og kiddi frændi, jájá... en líka eins og jésú Kristur, og þetta eru jú blóðdropar hann.
hmmm. nú á einhver ofsatrúarmaðurinn eftir að senda vírus inná bloggið mitt....
oh well...
ég hringdi í eyfa minn í gær, oooooooooooh hvað var gaman að heyra í honum. allt í einu rann upp fyrir mér ljós hvað er langt síðan hann var hérna heima... það er allt allt of langt síðan. :(
muuu, hvað ég sakna hans mi-hi-ki-hið!
en allaveganna var allt gott að frétta, hann prumpaði bæði og ropaði, flissaði og talaði á innsoginu, svo hann er í gúddí gír þarna hinumegin við sjóinn. svo talaði ég og talaði, rakti alla Eiða-dramatíkina og talaði illa um óperusöngvara eins og ég ætti lífið að leysa.
smart tóta!
enégmeinahey
gærdagurinn var líka bara brill, mamma splæsti í Shalimar take-away, sem var dýrt og ekkert sérlega spes (mæli eindregið ekki með því) og svo var boðið upp á þvílíkt góða mares-köku (hvernig skrifar maður annars marens?) og kaffi, jarðaber og mars súkkulaði. nammi namminamm. amma kom í heimsókn og bára frænka, svo líka vinur mömmu frá því í flensborg sem heitir helgi og er ekkert smá fyndinn og skemmtilegur, þannig að húsið er fullt af blómvöndum, þetta er næstum því eins og blómabúð.