mánudagur, desember 16, 2002

allir að kíkja á nýja leikinn sem ég var að segja inn. hann heitir sober santa og maður á að drekka kampavín og borða kökur. mjög uppbyggjandi leikur fyrir alla fjölskylduna.
kærar þakkir fyrir framlag sitt fær Jón Viðar, megabeib, sem er í svo ótrúlega góðum skóla, að hann þarf ekkert að sofa!
úff.
komin heim í hitann. þetta er nú meira ástandið. En jú, sveimér þá. það var drulluandskoti gaman úti í London. ég fékk meira að segja Lax í matinn þegar ég átti afmæli, sem snilldarkokkurinn Eyjólfur hristi framan úr hendinni, jafnvel þó hann ætti ekki sýrðan rjóma. geri aðrir betur.
en já.
ég fór líka á tónleika "by candlelight" sem var svo eiginlega ekkert "by candlelight" vegna þess að "candlelightin" voru rafmögnuð, mjög lummó. en hljómsveitin var öll í miðaldarbúningum með kollur og það var ótrúlega flott að sjá það. sérstaklega víólurnar nottla.... bera allstaðar af. jamm og jájá þaðheldég nú.
svo fór ég líka á tónleika með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, sem er æææææðisleg, ekki bara geggjuð söngkona, heldur er hún líka ógeðslega sæt og svo kenndi hún mér á lestarkerfið. eða svona. sagði mér allavega hvað Tjúb stöðin heitir í Hackney. Tjúb stöð er semsagt svona prófessjónal orð yfir neðanjarðarlestarkerfið. hehe :) en já... tónleikarnir sem Guðrún var að syngja, komu einmitt á forsíðu moggans á sunnudaginn. mér finnst nú soldið leiðinlegt af þeim að minnast ekkert á hvað ég var dugleg á þessum tónleikum. klappaði á réttum stöðum, hló að sögumanninum (þó ég skildi ekkert í sögurþræðinum (sem er víst bara eðlilegt, maður á víst ekkert að skilja hann) þar sem allir hétu einhverjum nöfnum sem byrjuðu á A og enduðu á s) og drakk bara einn bjór í hléinu.
fyrir utan að ég rataði alfeg ein á þetta john smith square, svona næstum því án þess að fá smá hjálp.
húrra fyrir tótu. jeij!