föstudagur, nóvember 26, 2004

11. maí 1904
SA-D II nr. 596. Sakamál gegn Oddi Björnssyni í Snússu á Kjalarnesi (fyrir tvíkvæni).

hvernig er annað hægt en að stunda tvíkvæni þegar maður býr á bæ sem heitir "Snússa"?

miðstigsprófs-fígúra

hin fróma tótfríður var í hádeginu í sína fyrsta söngprófi. stemming engu að síður og ætlaði allt um koll að keyra. var það djörf að taka af mér gleraugun sem gerði það að verkum að ég sá hvorki né skynjaði nokkuð annað en óljósa skugga hér og þar í stofunni.
mjög áhrifaríkt. gleymdi samt heilu frönsku erindi og klúðraði uppáhaldslaginu mínu :( vona að signý sæmunds lesi ekki blogg fólks, það er nefnilega aldrei að vita nema ég hafi komist upp með herlegheitin. hver þarf réttan franskan framburð þegar hægt er að geifla sig í framan og vona að erindið sem maður gleymdi sé um það sama og erindið sem maður gleymdi ekki?
ekki ég.
en ég var soldið foj yfir uppáhaldslaginu mínu.
mjuh.
en svo endaði ég á því að syngja Wagnerinn minn og tók virkilega á því (útskýrir kannski af hverju mér líður eins og gamalli -Rauðri- blöðru), hreinlega Vældi í himnadrottningunni um að leyfa mér að drepast.
svo þegar ég rankaði við mér úr Wagner-Wímunni sá ég signýju sæm þurrka sér um augun og segja milli ekkasoganna:
"ég held ég bara geti ekki annað en gefið þér hreina tíu... þvílík frammistaða!"

Getraunin!!

nei þetta er ekki svona dagskráliður eða neitt þannig og mun örugglega ekki koma aftur hér á síðuna...
en nú spyr ég.
hverjir eru mennirnir?
:)

nýr linkur

bætist við. endar held ég bara með óskupum þessi linka listi minn. en hann er yfir á hana Sóleyju sem varð (skiljanlega) móðguð útí mig þegar ég sagði að flautuleikarar væru leiðinlegir og ég hataði þá.
sóley er s.s. flautuleikari.
þannig að ég verð einhvernvegin að troða þessu aftur ofan í mig, því svona þegar ég fer að hugsa málið þá eru flautuleikarar yfirleitt ekkert voðalega leiðinlegir. Bestaskinnið Eyjólfur er t.d. flautuleikari þó hann þykist vera einhver tenór núna og svo spilaði ég undir flautunni Berglindi í fyrra og ekki er hún leiðinleg þó hún eigi hvíta skó. svo á ég líka vinkonu sem heitir Tobba og er heldur betur hress og kát. flautuleikari.
þannig að nú ropa ég hátt eftir að hafa étið þetta allt til baka og bið þá sem fúlir urðu afsökunar.

urðu?

allavega.