mánudagur, apríl 28, 2003

enn og aftur er ég farin að hanga uppí/niðrí/uppá/niðurá skjaló EFTIR vinnutíma. hvað er eiginlega að mér? held ég að hérna sé gaman að vera?
reyndar er þetta ekki svo slæmur staður. tala nú ekki um þegar maður fær svona líka ÓGEÐSLEGA góða köku í kaffinu hjá henni Öddu beib. en ég var nottla mega stabíl, fékk mér bara Eina Litla Sneið og hljóp svo öskrandi útúr eldhúsinu svo ég myndi ekki háma restina í mig. úff.
rosalegt þegar þetta skellur svona á mann.
en allavega. ég er að fara að hlusta á hana Halldóru dúlluendaþarmsop spila yfir stigsprófið sitt núna á eftir, svo er spurning um að spyrja hvernig liggi á þeim Sigursveins stúlkum með samstarf næsta vetur... maður er svo andsk. virkur þessa daganna... ha?
Oh já!!!!
ég vissi þetta allan tímann. nú er bara að setjast við símann og bíða. en ég veit allavega að við verðum hamingjusöm til æviloka, en við verðum vitaskuld að vinna í sambandinu... tala saman o. fl.
:)
vó!
sumt fólk hefur bara EKKI neitt við tímann að gera....
Ahahah!
þeir voru nú aldeilis hressir í Mosfellssýslunni á 19. öld, haldiði ekki að ein hjáleigan heiti Amsterdam?
Flipparar!
kannski eru afkomendur þessa bæjar sem reka barinn niðrí bæ... hvað veit maður?
segiði svo að það sé ekki Stimmung að vinna við að slá inn Manntalið 1835!!
núna er það nýjasta að gera sér myndasíður á netinu... hmmm... maður myndi nú líka kannski fá sér svoleiðis ef maður ætti stafræna myndavél. en neinei! því er ekki fyrir að fara :( En Allavega... til að allir geti nú notið þess til fulls ákvað ég bara að gera linka-dálk. og í staðinn lagði ég niður dálkinn "hverjum ertu skotin í?" vegna þess að hann var hallærislegur... :p


Fyrsti dagur hinnar nýju tótu byrjaði snemma, eins og allir nýju dagarnir hennar eiga eftir að byrja. eh.... en allavega þá fór ég í SUND í morgun. Ferskja punktur is mætt. og ógleði dot com. en ég náði þó að synda einar 20 ferðir í suðurbæjarlaug hafnarfjarðar án þess að nefbrjóta nokkurn mann. svei mér þá. ég synti meira að segja hraðar heldur en stelpan í bikiníinu og gamli maðurinn með svörtu geirvörturnar. freaky shit í gangi þarna á morgnana, maður veit ekkert við hverju á að búast. mæli ekki með því að fólk mæti (meira pláss fyrir mig, hehe). svo fór ég heim og fékk mér MORGUNMAT. en það er eitthvað sem hefur held ég ekki gerst síðan ég var á leikskóla í danmörku ´85 og öll börnin borðuðu morgunmat saman á morgnana.
málið er og ástæðan fyrir þessari alltof miklu framkvæmdagleði er einfaldlega sú að ég er komin með "verðaðveramjósteríótýpa-syndrómið". ætli ástæðan sé ekki sú að ég var í fyrsta skiptið edrú heila helgi og heilinn náði í alvörunni að hugsa skýrt í nokkrar mínútur...
sem er nottla hneyksli, ég stefni á að verða atvinnuhljóðfæraleikari! eins gott ég nái mér í stinnan kropp sem fyrst, svo ég geti farið að einbeita mér að því að safna bjórvömb. aaaaaah.... bjór.....